Fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar

Nú þegar fimm ár eru liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers og upphafi verstu fjármálakreppu í marga áratugi hefur Evrópusambandið ekki enn staðið við loforð um að herða regluverk um fjármálageiran. Þann fimmtánda september síðastliðinn voru fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar. Á þeim degi lýsti fjárfestingabankinn Lehman Brothers yfir gjaldþroti, í kjölfar misráðinna fjárfestinga … [Read more…]

Er hægt að „velja sér“ andkapítalisma?

Hvaða vandamál fylgja því þegar ofuráhersla er lögð á að gagnrýna eina tiltekna deild auðmagns, svo sem banka eða stóriðju? Er nauðsynlegt að víkka slíka gagnrýni til kapítalismans í heild, og ef svo er, hvernig? Það er hægt að segja að ólíkir kapítalistar séu mismunandi –hættulegir- og þessvegna er auðvitað skiljanlegt að fólk velji sér … [Read more…]

Ávarp Alter Summit ráðstefnunnar í Aþenu 7. og 8. júní 2013

Stefnuyfirlýsing almennings Sameiginlegar og aðkallandi kröfur okkar um lýðræðislega, félagslega, vistvæna og femíníska Evrópu. Endum niðurskurðinn, áður en niðurskurðurinn eyðileggur lýðræðið! Evrópa stendur á bjargbrúninni og starir ofan í hyldýpið. Niðurskurðarstefnan ýtir almenningi í Evrópu útí fátækt, ógnar lýðræðinu og tætir í sundur velferðarkerfið. Neyðarástand ríkir í þeim löndum sem verst verða úti, á meðan … [Read more…]

Vestræn hernaðarstefna og við

Sýrland sem eitt af “öxulveldum hins illa” Heitustu stríðsátök undanfarinna tveggja ára eru í Sýrlandi. Talið er að 100 þúsund manns séu dauðir í Sýrlandsstríðinu og 1-3 milljónir á flótta. Ásakanir eru nú settar fram um beitingu efnavopna í landinu auk sprengjutilræða og hermdaraðgerða, og áður hefur Obama sagt að einmitt beiting efnavopna sé það … [Read more…]

Hugleiðing í aðdraganda kosninga

Andstaða við einkavæðingu og fjármálavæðingu samfélagsins er gríðarleg. Nýjasta dæmið er könnun Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðings, sem fjallað var um í fréttum RÚV 25. apríl. “Þegar litið er á heildina þá kemur í ljós að um 82% telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin af hinu opinbera. Nú þegar spurt er um fjármögnun … [Read more…]