Ávarp flutt 8. mars í Iðnó

Kæru félagar, til hamingju með daginn og takk fyrir að bjóða mér. Ég ákvað að mæta hingað sem fulltrúi hins femíníska próletaríats. Ég er alls ekki lömpen, eða tötrahypja eins og það heitir á íslensku, heldur afskaplega stéttvís kona. Ég hef alltaf verið femínisti. Mínar fyrstu femínísku minningar eru hápólitískar auðvitað, snúast um Kvennaframboðið, svuntu ... [Read more...]

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta. Samhyggð, forréttindi, samhengi. 3 orð sem væri gott að halda málþing um. Samhyggð, að geta sett sig í spor annara, að reyna að klæða sig í annara upplifanir. Mannkynssagan er einskis virði án samhyggðar, án hennar er hún bara upptalning á atburðum, án hennar getum við sleppt því að skrá niður atburði, ... [Read more...]

Það er náttúrlega ekki cool að tala um stéttabaráttu á Íslandi

Takk fyir að bjóða mér að vera með ykkur. Ég ætla að tala stutt, bara í akkúrat 1000 orð. Ég er hér í kvöld sem einhverskonar fulltrúi próletaríatsins, þó að enginn frá prólísamtökunum hafi beðið mig neitt sérstaklega um það. Og ég er náttúrlega einhverskonar plat prólí, bý í Pótemkíntjaldi borgarastéttarinnar með manninum mínum sem ... [Read more...]

Er hægt að „velja sér“ andkapítalisma?

Hvaða vandamál fylgja því þegar ofuráhersla er lögð á að gagnrýna eina tiltekna deild auðmagns, svo sem banka eða stóriðju? Er nauðsynlegt að víkka slíka gagnrýni til kapítalismans í heild, og ef svo er, hvernig? Það er hægt að segja að ólíkir kapítalistar séu mismunandi –hættulegir- og þessvegna er auðvitað skiljanlegt að fólk velji sér ... [Read more...]

Það er svo sorglegt að vera fullorðin manneskja á landi þar sem samhyggð er bara með evrópskum sparifjáreigendum

Kæra fólk! Fyrst ætlaði ég að tala um staðreyndir í 3 mínútur hér í dag. Af því að þær eru á okkar heimssögulegu tímum mikilvægar, af því að við erum ennþá fær um að muna staðreyndir, ekki bara um peninga heldur líka um fólk. Þannig að 5 milljónir munaðarlausra barna vegna innrásarinnar í Írak er ... [Read more...]