Miðausturlönd – eyðilegging samkvæmt áætlun

Styrjaldargnýrinn í fjarlægð er óslitinn. Þessa stundina er stríð Vestursins háð úr lofti – gegn Íslamska ríkinu svokallaða innan Sýrlands og Írak. Íslamska ríkið er vígahópur sem einkum á rætur í uppreinsinni gegn Assadstjórninni í Sýrlandi. Þar hefur hann að mestu verið vopnaður og fjármagnaður af CIA og af helstu bandarmönnum USA í Miðausturlöndum, s.s. ... [Read more...]

“einhverjir eru alltaf vitlausu megin á blaðsíðum sögunnar”

Kæra fólk, Það er erfitt að finna stund og stað til að byrja á svo að ég byrja bara hér: Tuttugusta og annan júlí síðastliðinn hittust 28 menn og konur, utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna og sömdu einhverskonar yfirlýsingu um hið svokallaða ástand í Miðausturlöndum. Þau fordæmdu árásir Hamas á Ísrael, kölluðu þær glæpsamlegar og kröfðust þess að ... [Read more...]

Uppreisn örvæntingarinnar

Mikkel Bolt og greining hans á samhengi kreppu, nýfrjálshyggju og uppreisnarbylgjunnar frá 2011. Danski listfræðingurinn og marxistinn Mikkel Bolt hefur sent frá sér bókina Krise til opstand, með undirtitlinum Noter om det igangværende sammenbrud. Bolt hefur tekið virkan þátt í umræðu vinstri sinna í Danmörku um nokkurra ára skeið og er þekktur í þeirra hópi. ... [Read more...]

Vetraruppreisnin 2008-2009 og samhengi hennar

Ég mun annars vegar fjalla um stærra samhengi Búsáhaldabyltingarinnar, hvaða byltingar við erum kannski vönust að hugsa um þegar það orð er nefnt, eins og frönsku byltinguna 1789 og þá rússnesku 1917, og hins vegar örlítið smærra samhengi, stöðu Búsáhaldabyltingarinnar í þeirri uppreisn gegn nýfrjálshyggju og kapítalisma almennt sem nú er í gangi, og hófst ... [Read more...]

Tony Omos

Ágætu fundarmenn, háttvirtu vegfarendur Tveimur og hálfum mánuði eftir að minnisblaði innanríkisráðuneytisins um Tony Omos var lekið á Fréttablaðið og Morgunblaðið, þegar nokkrar vikur voru liðnar frá því að ríkissaksóknari hóf afskipti af málinu og Hanna Birna Kristjánsdóttir verið brennimerkt fyrir lífstíð af þessum leiðindum langt út fyrir landssteinana, skrifaði hún fallega hugleiðingu í Fréttablaðið. ... [Read more...]

1809, 2009 – tvær byltingar; eða ekki?

Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á krepputímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppur né styrjaldir, en byltingar með stóru bé-i láta á sér standa, að minnsta kosti í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum síðan. ... [Read more...]

Byltingar eru einn mikilvægasti þátturinn í sögu síðastliðinna 500 ára

Á síðustu fimm árum hefur orðið djúptæk breyting á samfélagsumræðunni. Eftir nærri þriggja áratuga gagnsókn auðvaldsins, frá því um 1980 til 2007 eða svo, með fjármálabólum, “hagvexti” og falli ríkja sem kenndu sig við sósíalisma hefur kapítalisminn sjálfur verið nærri því að falla. Hann hefur lent í sinni dýpstu kreppu frá því um 1930, og ... [Read more...]

Evrópa: Markaður sem lofar góðu?

Forsætisráðherra Kanada og forseti Evrópusambandsins hafa staðfest sameiginlegan pólitískan skilning sinn á fríverslunarsamningi Kanada og Evrópusambandsins. Í opinberri umræðu er fullyrt að samningurinn sé góður, bæði fyrir Kanada og Quebec, þar sem markaðssvæði ESB bjóði uppá mikla möguleika; útflutningsfyrirtæki fái með samningnum viðskiptatækifæri; frjáls verslun sé ávallt af hinu góða fyrir efnahag landa þar sem ... [Read more...]

Það er náttúrlega ekki cool að tala um stéttabaráttu á Íslandi

Takk fyir að bjóða mér að vera með ykkur. Ég ætla að tala stutt, bara í akkúrat 1000 orð. Ég er hér í kvöld sem einhverskonar fulltrúi próletaríatsins, þó að enginn frá prólísamtökunum hafi beðið mig neitt sérstaklega um það. Og ég er náttúrlega einhverskonar plat prólí, bý í Pótemkíntjaldi borgarastéttarinnar með manninum mínum sem ... [Read more...]