Fíllinn í stofunni. Vinstri flokkar og Evrópusambandið

Vinstri flokkar í Evrópu hafa á umliðnum áratugum æ meir gagnrýnt stjórnmálaþróun í Evrópusambandinu, sérstaklega þá niðurskurðarstefnu sem komið var á eftir fjármálahrunið 2007–2008 og evrukreppuna sem á eftir fylgdi. Niðurskurðarstefnan leiddi til mikils og viðvarandi atvinnuleysis og loforð um félagslegar aðgerðir sem gefin voru um leið voru aldrei efnd. Á sama tíma hélt hagþróun á grundvelli nýfrjálshyggjumarkmiða áfram af fullum krafti og átti þátt í vaxandi valdi markaðsafla yfir þjóðfélagsþróuninni.


Jafnvel þótt gagnrýni á Evrópusambandið af hálfu vinstri aflanna hafi vaxið, þá hefur það ekki endurspeglast í nýrri stefnumörkun á sviði stjórnmála. Það er rétt að nýjar og mikilvægar spurningar hafa verið lagðar fram, sérstaklega í tengslum við kreppu og stjórnmálaþróun í Grikklandi. Þar gaf vinstri flokkurinn Syriza pólitíska stefnu sína upp á bátinn eftir að hann komst í stjórn í janúar 2015. Stjórnin var meira og minna þvinguð til að lúta boðum og bönnum Evrópusambandsins ­– eða, eins og margir gagnrýnendur segja, Syriza stjórnin gafst upp fyrir Evrópusamandinu, í uppgjöf sem ekki er aðeins varin pólískt af Syriza flokknum sjálfum, heldur einnig af meðlimum flestra annarra vinstri flokka og innan transform! europe samtakanna.[1]Samband hreyfinga sem eru virkar á sviði stjórnmálamenntunar og gagnrýninnar vísindalegrar greiningar, sem hefur tengsl við Party of European Left. Frekari fræðslu má fá á … Continue reading

Þetta leiðir til spurningar sem lögð hefur verið fram bæði af gagnrýnendum innan Syriza og í fleiri vinstri samtökum í Evrópu, hvort yfir höfuð sé nokkur möguleiki að breyta Evrópusambandinu innan frá.[2]Ýtarlega útfærslu á þessu sjónarmiði má finna hjá Costas Lapavitsas, The Left Case Against the EU (Cambridge: Polity, 2019). Aðgerðir sem Evrópusambandið (eða „Troikan“, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Seðlabanki Evrópu og AGS) hefur gripið til gegn öðrum kreppuhrjáðum ríkjum – svo sem Írlandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni – gera þetta vandamál enn stærra. Ætti úrsögn úr efnahags- og myntsamstarfinu og þar með úr evrusamstarfinu, og mögulega einnig Evrópusambandinu, að vera meðal þess sem vinsti hreyfingin leggur til, eða er hernám og endurnýjun Evrópusambandsins innnanfrá leiðin til að skapa félagslega Evrópu? Svarið við þeirri spurningu er, auðvitað, lykilatriði varðandi stefnumótun vinstri hreyfingarinnar í Evrópu. Á hinn bóginn virðist ríkja bæði vöntun á getu og vilja til að vekja máls á þessu atriði í mörgum af hinum stærri vinstri flokkum. Afstaðan til Evrópusambandsins hefur þannig að mörgu leyti orðið fíllinn í stofunni í mörgum þessara flokka. Þetta á einnig við um afdrif Syrizastjórnarinnar, sem virðist vera erfitt að fá rædd meðal vinstri manna í Evrópu. Á bak við þessa tregðu má finna ólíkar leiðir til að skilja hlutverk og eðli Evrópusambandisn, og sérstaklega hvernig það hefur þróast í tímans rás.

Óreiðan meðal vinstri manna í Evrópu

Vinstri hreyfingin í Evrópu er veik, bæði hvað varðar stærð og innviði. Hún einkennist af þeirri stjórnmála- og hugmyndakreppu sem vinstri hreyfingin hefur átt við að stríða síðustu áratugi og sem hefur komið í veg fyrir að hún gæti orðið leiðandi í baráttunni gegn efnahagskreppu, árásum á velferðarkerfið og vaxandi misrétti og fátækt. Það eru fyrst og fremst öfl yst á hægri vængnum sem hafa náð að nýta sér vaxandi óánægju almennings. Í kosningum í ríkjum Evrópusambandsins árin 2017 og 2018 tókst hægri flokkum að meira en tvöfalda fylgi sitt, úr 10,3 í 22,1 milljón atkvæði.[3]Walter Baier, „Far Right in Austria: We Are Living in Dangerous Times,“ Europe Solidaire Sans Frontières, March 26, 2019. Á sama tíma staðnaði fylgi vinstri flokkanna með um tíu milljón atkvæði. Í kosningum til Evrópuþingsins í maí 2019 minnkaði fylgi vinstri flokkanna enn frekar, um leið og fylgi hægri öfgaflokka jókst enn.

Á síðustu áratugum hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til að endurskipuleggja vinstri öflin. Á Ítalíu er varla nokkuð eftir af hefðbundnum vinstri flokkum. Þeir hafa meira og minna útrýmt sér með misheppnuðum tilraunum til endurnýjunar. Í Frakklandi gengur þróunin í ýmsar áttir. Jean-Luc Mélenchon hefur verið leiðtogi vinstri manna alveg síðan hann gekk úr Sósíalistaflokknum og stofnaði Party de Gauche (Vinstri flokkurinn) árið 2008. Á grundvelli nýja flokksins efndi hann til kosningabandalagsins Front de Gauche (Vinstri fylkingin) 2009, með Kommúnistaflokknum og fleiri samtökum. Bandalagið milli fylgismanna Mélenchon og Kommúnistaflokksins var á hinn bóginn brothætt og leystist að lokum upp. Vinstri fylkingin var þannig formlega lögð niður 2018. Þá þegar hafði Mélenchon myndað næstu stjórnmálasamtök sín, La France Insoumise (Uppreisnargjarna Frakkland). Flokkurinn, eða hreyfingin, náði fyrst árangri í forsetakosningunum 2017 (nærri því 20 prósent í fyrri umferð kosninganna), en náði aðeins 6,3% fylgi í Evrópukosningunum 2019. Hinn hefðbundni og áður fyrr svo öflugi Kommúnistaflokkur er með sitt minnsta fylgi nokkru sinni, með aðeins 2,5% atkvæða í seinustu kosningum, og þar með útilokaður frá Evrópuþinginu í fyrsta sinn síðan 1979. Die Linke (Vinstri) í Þýskalandi náðu heldur ekki góðum árangri í seinustu kosningum, misstu fjórðung stuðnings síns og fengu aðeins stuðning 5,5% kjósenda.

Í Austur-Evrópu eru vinstri flokkar fáir og langt á milli þeirra. Aðeins í Tékklandi tókst vinstri flokki, hinum hefðbundna Kommúnistaflokki landsins, að ná sæti í Evrópuþinginu í kosningunum 2019. Í Slóveníu náði nýr vinstri flokkur, Levica (Vinstri), góðum árangri, en mistókst að ná inn á Evrópuþingið. Í Belgíu hefur fyrrum maóistaflokkurinn Parti du Travail de Belgique (Verkamannaflokkur Belgíu) náð árangri (14,5% í frönskumælandi hluta Belgíu) með skýrri tilhöfðun til verkalýðsstéttarinnar og róttækri stefnuskrá. Í Grikklandi hefur Syriza ennþá mun meira fylgi en flestir aðrir vinstri flokkar í Evrópu (rúmlega 23% fylgi í seinustu Evrópukosningum (flokkurinn fékk 36% fylgi í þingkosningum til gríska þingsins 2015). Þessum árangri náði flokkurinn þrátt fyrir hlutverk þeirra sem tryggir fylgismenn og framkvæmdaaðilar grimmilegra niðurskurðaaðgerða Troikunnar, sem skapaði meiri háttar vandamál fyrir vinstri öflin í Grikklandi rétt eins og alls staðar annars staðar í Evrópu.

Í Evrópuþinginu mynda flestir vinstri flokkarnir Evrópuflokk sameinaðra vinstri flokka/norrænna vinstri grænna, sem nú hefur 41 þingmann eftir Evrópukosningarnar 2019 (fækkun um ellefu þingmenn). Bandalagið samanstendur af blönduðum hópi flokka sem tilheyra mismundandi blæbrigðum vinstri stefnu, þar stundum er erfitt að henda reiður á hvað skilur flokkana að. Sumir segjast ekki vera flokkar í hefðbundnum skilningi, og aðrir hafna því jafnvel að vera vinstri flokkar í hefðbundnum skilningi. Bandalög myndast og breytast, og stundum er stefnumálum jafnvel breytt einungis til að halda þeim saman.

Á sama tíma er barist um forræði á vinstri vængnum í Evrópu með tilraunum til myndunar ýmiskonar nýrra bandalaga, þannig að sumir flokkar enda með því að taka þátt, að því er virðist vandræðalaust, í fleiri en einu bandalagi. Afstaðan til Evrópusambandsins er meira og minna grunnatriði í samkeppni milli þriggja mismunandi bandalaga vinstri flokka.

Fjöldi flokka (sem stendur alls tuttugu og sex) eru meðlimir Evrópska vinstrisins (EL), sem var myndað 2004 og hefur stöðu flokks í kerfi Evrópusambandsins. Evrópusambandið er meira eins og bandalag eða samskiptanet en vel skipulagður flokkur. Fjöldi vinstri flokka er alls ekki í þessu bandalagi. Til viðbót við EL eru tvö önnur samtök sem vinna að myndun bandalaga sem keppa við EL um fylgi vinstri flokka í Evrópu: DiEM25 (Democracy in Europe Movement 2025) og La France Insoumise samtökin sem Mélenchon stofnaði.

Mélenchon hóf að mynda nýtt bandalag vegna þess að hann var óánægður með EL, var andsnúinn uppgjöf Syriza í Grikklandi og vildi skýrari stjórnmálastefnu. Fyrir nokkrum árum dró hann Parti de Gauche úr EL eftir deilur við franska kommúnistaflokkinn. Nýi flokkurinn, La France Insoumise, hefur ekki gengið í EL. Fyrir Evrópukosningarnar 2019 vann hann að því að mynda nýjan hóp sem hefði það hlutverk að snúast gegn kverkataki nýfrjálshyggjunnar í Evrópusambandinu. Hann náði stuðningi við þetta sjónarmið frá Bloco de Esquerda (Vinstri blokkin, Portúgal) og Podemos (Við getum, nýi spænski flokkurinn), og í apríl gáfu þessir flokkar út sameiginlega yfirlýsinu sem kölluð er „Lissabon yfirlýsingin varðandi byltingu borgara í Evrópu: Alþýðan nú!“.[4]Catarina Martins, Jean-Luc Mélenchon, og Pablo Iglesias, „For a Citizen Revolution in Europe – Lisbon Declaration,“ Now the People!, April 12, 2018. Síðar bættust vinstri flokkar í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi við þá sem skrifa undir þessa yfirlýsingu.

Þriðja bandalagið er á vegum Yannis Varoufakis, sem með DiEM25 myndaði bandalag sem miðaði að því að ná árangri í Evrópukosningunum 2025 undir nafninu Vor í Evrópu.[5]Yannis Varoufakis er prófessor í stjórnmálahagfræði, fyrrverandi þingmaður á gríska þinginu fyrir Syriza, og var fjármálaráðherra í stjórn Alexis Tsipras þar til hún gafst upp … Continue reading Miðlægt í stefnuskrá þessa bandalags var verkefnið A New Deal for Europe, (Ný gjöf fyrir Evrópu), sem er innblásið af endurbótastefnu Franklin D. Roosevelt fyrir Bandaríkin á 4. áratug 20. aldar.[6]DiEM25, European New Deal (DiEM25, 2017). DiEM25, sem hvorki skilgreinir sig sem flokk né lítur á sig sem hluti vinstri hreyfingar, reyndi að ná til fylgis við sig breiðara svið samtaka en Bloco de Esquerda og Podemos, oft litlum og tiltölulega nýjum fylkingum. Þetta lýsir einnig vantrú Varoufakis á stórum, hefðbundnum vinstriflokkum. Þótt Varoufakis næði ekki inn á Evrópuþingið með framboði sínu í Evrópukosningunum í Þýskalandi, þá olli hann umtalsverðum titringi í Die Linke með því. DiEM25 náði engum sætum á Evrópuþinginu í kosningunum 2019. Á hinn bóginn vann gríska deildin níu sæti í grísku þingkosningunum skömmu síðar, þar á meðal eitt sæti fyrir Varoufakis. Það má benda á að bónapartískar tilhneigingar hafa komið í ljós í stjórnmálum í Evrópu – þ.e. einstaklingar brjóta sig út úr flokkum og byggja upp flokka eða hreyfingar sem miða að því að vinna sæti fyrir þá sjálfa. Þetta sýnir meir en nokkuð annað hina djúpu stjórnmálakreppu á öllu stjórnmálasviðinu í Evrópu. Á vinstri vængnum sýna bæði DiEM25 og La France Insoumise skýrar bónapartískar tilhneigingar þeirra Varoufakis og Mélenchon, með lauslegum samtökum sem skortir lýðræðislegt skipulag, með því að byggja á samfélagsmiðlum, einbeita sér að því að vekja athygli fjölmiðla og með sterkri stöðu öflugra foringja. Podemos er líklega einnig meira stýrt af þröngum hópi háskólamanna úr Háskóla Madridborgar, sem stofnaði samtökin, en forystan vill viðurkenna. Með þeirri af-lýðræðisvæðingu sem að lokum varð undir forystu Alexis Tsipras, hefur Syriza einnig sýnt svipaða tilhneigingu, þó sá flokkur hafi hefðbundið flokksskipulag.

Vaxandi gagnrýni á stefnu Evrópusambandsins

Sósíaldemókratar, sem og ráðandi öfl innan verkalýðssamtaka Evrópu hafa af staðfestu stutt Evrópusambandið af miklum áhuga, þótt þeir hafi stundum gagnrýnt ákveðna þætti í stefnu þess. Í mörgum löndum, sérstaklega á Norðurlöndunum, en einnig í Frakklandi (Kommúnistaflokkurinn) börðust vinstri flokkarnir gegn aðild að Evrópusambandinu þegar taka skyldi ákvörðun um aðild. Eftir því sem árin liðu hefur kröfunni um úrsögn hins vegar verið æ minna haldið á lofti af þessum flokkum.

Hvað hefur gert að verkum að afstaðan til Evrópusambandsins hefur verið svo mikið vandamál, nánast óyfirstíganlegt í mörgum vinstri flokkum Evrópu? Í fyrsta lagi má nefna hugmyndafræðilega frásögnin eða narratívið sem lagt var upp með við stofnun Evrópusambandsins (eða Efnahagsbandalags Evrópu eins og það nefndist þá), sem innihélt tvö mikilvæg markmið: Að Evrópusambandið skyldi leggja grunn að varanlegum friði í Evrópu og að það yrði verkfæri til félagslegra framfara meðal þjóðanna sem það mynduðu. Að afloknum tveimur skelfilegum heimsstyrjöldum, sem báðar hófust vegna átaka milli evrópskra þjóðríkja, voru pólitísk áform um að tryggja frið mjög aðlaðandi. Nær allir á stjórnmálasviðinu, alveg frá hægri til vinstri studdu og styðja enn þessi áform. Þessu til viðbótar fannst flestum, vegna þróunar velferðarkerfa á eftirstríðsárunum, sem félagslegar framfarir væru í gangi.

Annar sögulegur viðburður var stjórn Francois Mitterand í Frakklandi frá 1981 til 1995. Mitterand hóf að framkvæma róttæka, vinstrisósíalíska lýðræðisstefnuskrá sem fól í sér víðtæka þjóðnýtingu, kjarabætur í gegnum skattkerfi og ýmis frekari stjórnmálamarkmið af því tagi á mörgum sviðum. Verkalýðshreyfingin leit á þetta sem upphafið að því að byggja upp sósíalíska Evrópu. Eftir aðeins tæp tvö ár var endurbótaáætlun Mitterands hins vegar lögð á hilluna. Enn er deilt um orsakir fyrir þessu hruni vinstri stefnu, sem og um það hvort unnt sé að endurreisa þessi stefnumið. Hér skipti hinsvegar máli að Frakkland hafði þegar lofað að taka þátt í myntbandalagi Evrópu, og það réði úrslitum varðandi framgang hinnar róttæku stefnuskrár, takmarkaði þá eins og nú hina pólitísku möguleika vinstri stefnu.

Mitterand beygði sig því fyrir kröfum Evrópusambandsins, og forsetatíð hans var síðasta tilraun af sósíaldemókratískum toga þar sem reynt var að framkvæma altækar sósíalískar umbætur í Evrópu (mögulega með undantekningu nokkru síðar þegar launþegasjóðaáætlun sænskra sósíaldemókrata mistókst seinna á níunda áratugnum). Mitterand dró ásamt með fjármálaráðherra sínum Jaqcues Delors þá ályktun af þessari reynslu að framtíð sósíalískrar stefnumótunar (eða sósíaldemókratískrar, stefnu byggðri á keynesisma) yrði að tengjast þróun Efnahagsbandalagsins fremur en einstakra þjóðríkja. Þar af leiðandi varð það markmið franskra sósíalista, og síðan sósíaldemókrataflokka í Evrópu, að vinna að aukinni samþættingu evrópskra hagkerfa. En eins og félagfræðingurinn Martin Höpner í Max Planck stofnuninni í Köln segir, „það er goðsögn að segja að ´meiri Evrópa´ leiði okkur nær félagslegri Evrópu.“[7]Martin Höpner, „Social Europe Is a Myth,“ Social Europe, November 5, 2018.

 Þessi hugmynd um Evrópusamband friðar og félagslegs réttlætis hefur fram að þessu verið ráðandi. Smám saman hafa bæði franskir sósíalistar og aðrir farið að spyrja spurninga í tengslum við þessa goðsögn. Þeir sáu að hagkerfin voru samþætt – og „höft“ afnumin – en lítill árangur náðist varðandi þar sem þeir kölluðu félagslega stoðin. Um leið og yfirlýst markmið var að ná tökum á markaðsöflunum með sterkari stjórnmálaafskiptum og reglugerðum í gegnum Evrópusamandið, reyndist raunin sú að markaðsöflin styrktust stöðugt, en félagslegt réttlæti var varla sjáanlegt.

 Það er enn ósvöruð spurning hvernig sósíalistar og sósíaldemókratar gátu trúað því svo auðveldlega að yfirþjóðleg stofnun eins og Efnahagsbandalag Evrópu – byggt á fjórfrelsinu (frjáls hreyfing fjármagns, vöru, þjónustu og einstaklinga) sem eru kjarnaþættir grundvallarsáttmála hennar (Rómarsáttmálinn frá 1957), og algjör fjarvist lýðræðislegra ferla – gat verið verkfæri félagslegs réttlætis í Evrópu. Enn dularfyllra er hvernig þeirri trú var viðhaldið, jafnvel eftir tilurð innri markaður Evrópusambandsins 1986, eftir Maastrichtsáttmálann (1992, sem leiddi til frekari samþættingar og myndunar Evrópusambandsins), Lissabonsáttmálans (2007, uppdubbuð útgáfa af stjórnarskrá sem bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2005) og langa röð annarrar löggjafar af nýfrjálshyggjusauðahúsi, sáttamála og samninga af sama tagi. Tvenns konar þróun er mikilvægt að skilja til að átta sig betur á vaxandi gagnrýni á Evrópusambandið af hálfu vinstri flokka á síðari árum. Annars vegar er þróun stofnana Evrópusambandsins og stjórnmálastefnu þess eftir fjármálahrunið 2008 og kreppuna í gjaldeyrissamstarfi Evrópu árið 2009. Hin er þáttur Evrópusambandins í því að brjóta á bak aftur vinstri stefnumið Syriza stjórnarinnar eftir kosningarnar 2015.

Til að bjarga fjármálamörkuðum, og jafnvel kapítalismanum, frá djúpri fjármálakreppu og evrukreppu, þá mokuðu ríkisstjórnir og Evrópusamband peningum inn í einkabanka. Þetta leiddi til mikils halla á ríkissjóðum og gríðarlegrar aukningu ríkisskulda í mörgum aðildarlöndum. Með stöðugleika- og vaxtarsáttmálann að vopni krafðist Evrópusambandið endurnýjunar efnahagslegs jafnvægis, eða jafnvægis í ríkisfjármálum, sem leiddi til gríðarlegs niðurskurðar í útgjöldum, mikillar lækkunar á launum í opinbera geiranum, sprengingar í atvinnuleysi og umfangsmikilla árása á réttindi verkalýðs, eftirlaun og vinnuaðstæður (sem kallað er innri gengisfelling, við aðstæður þar sem þjóðríki á evrusvæðinu gátu ekki lengur fellt gengi gjaldmiðils síns). Ekki var aðeins um að ræða að félagsleg réttindi í Evrópusambandinu væru vanrækt rétt eina ferðina, þau sættu nú gríðarlega hörðum árásum, og gagnrýni frá vinstri öflunum og óánægja almennings jókst mjög.

Hegðun Troikunnar gagnvart Syriza stjórninni leiddi til frekari gagnrýni frá vinstri. Sú staðreynd að Seðlabanki Evrópu beitti einokunarvaldi sínu til að stöðva flæði peninga til grískra banka með það að markmiði að knésetja ríkisstjórnina sýndi greinilega hvar valdið lá, hve grimmilega mætti beita því, og hversu valdalaust eitt (og lítið) ríki gat verið þegar það var beitt slíku ofbeldi. Sú staðreynd að ríkisstjórn Tsipras hafði hvorki getu né vilja – né hafði hún undirbúið nokkuð slíkt – til að snúast gegn þessu ofbeldi með eina tækinu sem hún gat beitt, að draga sig úr efnahags- og myntbandalaginu og þar með úr evrusamstarfinu, leiddi til uppgjafar hennar.

Er unnt að endurnýja Evrópusambandið innanfrá?

Viðbrögð margra var að Evrópusambandinu þyrfti að breyta, og að þetta yrði að gera með baráttu sameinaðra vinstri afla í Evrópu. Um leið fóru hins vegar nýjar móthverfur að birtast. Sumir á vinstri vængnum fóru að spyrja úrslitaspurningar: Væri yfirhöfuð mögulegt að endurbæta Evrópusambandið innanfrá? Hvað gerist ef vinstri öflin vinna sigur í kosningum í okkar landi og okkur er ekki leyft að framkvæma stefnu okkar? Uppgjöf Syriza frammi fyrir Evrópusambandinu og Troikunni ýtti mjög undir þessa umræðu, þar sem bent var á þann möguleika að draga sig úr evrusamstarfinu eða jafnvel úr Evrópusambandinu sjálfu. Varoufakis hefur orðið öflugur talsmaður þess að endurnýja Evrópusambandið innanfrá. Stofnskjal DiEM25, sem hann stofnaði eftir að hafa sagt sig úr Syriza, innihélt eftirfarandi þrjár kröfur á hendur Evrópusambandinu: (1) umsvifalaust verði komið á fullkomnu gegnsæi í vinnu allra miðlægra ES stofnana, (2) Ábyrgð verði aftur tekin upp á opinberum skuldum, bankakerfinu, fjárfestingum, innflytjendum og stjórn á dreifingu af hálfu þjóðþinga innan árs, sem framkvæmd verði af þeim stofnunum sem fyrir eru með skapandi túlkun á sáttmálum og samningum; og (3) komið verði á fót stjórnarskrárþingi innan tveggja ára, sem hafi það hlutverk að umbreyta Evrópu í fullkomið lýðræðisríki með fullvalda þingi sem virði þjóðlegt sjálfstæði og deili völdum með þjóðþingum, og svæðaþingum og sveitastjórnum í síðasta lagi árið 2025.[8]DiEM25, The EU Will Be Democratised, or It Will Disintegrate! (DiEM25, 2016)

Í viðtali við Jacobin segir Varoufakis eftirfarandi um markmið sín og DiEM25 varðandi umbreytingu Evrópusambandsins innanfrá: „Þannig er skylda okkar að sýna Evrópubúum að það sé fullkomlega mögulegt (en auðvitað ekki auðvelt) að taka yfir stofnanir ES, endurbæta stjórnarhætti og stefnu þeirra varðandi það hvað Evrópa ætti að vera, og hefja umræðu í grasrótinni um hvers konar lýðræðisstofnun Evrópusambandið ætti að vera.“[9]Yanis Varoufakis, „How Should the Left Approach Europe? Interview, along Manuel Bompard, by Jacobin (France),“ Yanis Varoufakis (blog), September 12, 2018.

Ekkert minna en það! Það hlýtur að verða að segja að þetta hljómar nokkuð einfeldningslegt, sérstaklega þar sem þessi stefna er hvorki studd af greiningu á valdatengslum og valdainnviðum innan Evrópusambandsins, né af vel útfærðum tillögum um hvernig eigi að að berjast fyrir og fá þessi áform í gegn – og hverjir eigi að berjast.

Sumir á vinstri vængnum hafna öllum hugmyndum um að yfirgefa Evrópusambandið út frá grundvallarsjónarmiðum og hugmyndafræði. Þeir líta svo á Evrópusambandið, og jafnvel efnahags- og myntsamstarfið sé í sjálfu sér sögulega framsækin þróun sem hefur yfirunnið þjóðríkin sem fyrirbæri og ætti því að verja. Það að segja sig úr efnahags- og myntsamstarfinu eða yfirgefa Evrópusambandið er í þessu samhengi ekki aðeins talið tilgangslaust, heldur einnig hættulegur leikur sem leiðir til stuðnings við þjóðernisleg og einræðisleg öfl yst á hægri væng. Evrópusambandið verði að verja í nafni alþjóðahyggju, en um leið að berjast gegn nýfrjálshyggju þess. Margir þeir sem þessu halda fram eru sósíaldemókratar, þótt lítið hafi sést til baráttu þeirra innan ES gegn nýfrjálshyggju. Margar þessara hugmynda má einnig finna í stórum hlutum vinstri hreyfingar.

 Costas Lapavistas, prófessor í hagfræði í University of London, sem var kjörinn á þing í Grikklandi af lista Syriza í janúar 2015, en sem sagði sig úr þeim flokki og sagði skilið við Tsipras eftir uppgjöf hans fyrir Troikunni, hefur tekið mikinn þátt í umræðunni. Við þá sem líta á Evrópusambandið sem alþjóðahyggju holdi klædda sem þarf að styðja, segir hann:

Þar liggur hundurinn grafinn varðandi evrópska vinstri hreyfingu nú á tímum. Tryggð þess við ES sem framsækið fyrirbæri í sjálfu sé hindrar hana í því að vera róttæk, og samsamar hana nýfrjálshyggjuburðarvirkjum evrópsks kapítalisma. Vinstri hreyfingin hefur æ meir misst tengsl við sögulega umbjóðendur sína, verkamenn og fátæklinga Evrópu, sem að sjálfsögðu hafa leitað fyrir sér annars staðar með að öðlast pólitíska rödd. … Tómarúmið sem vinstri hreyfingin hefur þannig skapað hefur stöðugt verið fyllt af einhverjum verstu stjórnmálaöflum í Evrópu, þar á meðal öfgahægriöflum.[10]Lapavitsas, The Left Case Against the EU, 129–30.

Lapavistas, eins og margir aðrir á vinstri vængnum, lítur nú á Evrópusambandið sem hindrun á þeirri vegferð að framkvæma framsækna vinstri stefnu, ekki síst í ljósi reynslunnar í Grikklandi. Þau halda því fram að bæði Evrópusambandið og Efnahags- og myntsamstarfið hafi öflugar innbyggðar stofnanalega hindranir. Í grein sem ég hef áður skrifað benti ég á sex slíkar hindranir:

  • Lýðræðishalla, sem hefur aukist fremur en minnkað á síðustu árum.
  • Stjórnarskrárbundna nýfrjálshyggju, sem bannar með lögum sósíalisma og keynesisma í Evrópusambandinu.
  • Óafturkallanlega löggjöf, þar sem 100 prósent samþykki þarf til að breyta sáttmálum.
  • Evran sem efnahagsleg spennitreyja, með seðlabanka sem ekki lýtur lýðræðislegri stjórn.
  • Ójöfn þróun einstakra ríkja innan sambandsins, sem gerir samstillta andspyrnu erfiða.
  • Hið mikla hlutverk Evrópudómstólsins, með hinn svokallaða Laval-kvartett sem gott dæmi (2007 og 2008 dæmdi stóllinn í fjórum mikilvægum málum verkalýðshreyfingu og varðandi réttindi verkalýðsfélaga verkalýðshreyfingunni í óhag).[11]Ýtarlega framsetningu á þessu viðhorfi má finna í Asbjørn Wahl, „European Labor: Political and Ideological Crisis in an Increasingly More Authoritarian European Union,“ Monthly Review 65, … Continue reading
  • Nú má bæta við: Víðtækt kerfi fjárhagslegra refsiaðgerða ef nokkur dirfist að brjóta sáttmála, þótt nú hafi COVID-19 kreppan leitt til þess að refsiaðgerðir sem taldar eru mögulegar samkvæmt Stöðugleika- og vaxtarsáttmála ES hafa verið felldar úr gildi í bili.

Plan B: Að segja upp sáttmálunum

Á hinn bóginn er sú afstaða að berjast fyrir endurbótum, að ekki sé sagt byltingu, á Evrópusambandinu innanfrá er líklega afstaða meirihluta vinstri hreyfingarinnar, að minnsta kosti í verki, sem leið til að gera aðra Evrópu að raunveruleika. Önnur afstaða hefur smám saman orðið til í kring um það sem kallað er Plan B, sem Mélenchon mótaði fyrstur manna. Þessi stefna hefur nokkuð breyst og skipt um innihald síðan hún var fyrst mótuð. Hugmyndin var lögð fram út frá reynslunni af ósigri Syriza í Grikklandi – með það markmið að tryggja að slíkt gæti aldrei nokkurn tímann gerst aftur.

Stefnan hefur tvo meginþætti. Fyrst er um að ræða skýra áætlun um hvað eigi að gera til að takast á við stofnanir Evrópusambandsins ef vinstri hreyfingin sigrar í einhverju aðildarríki. Síðan er þörf á að mynda bandalag í Evrópu, bandalag flokka, hreyfinga og hagfræðinga sem mótað gætu sameiginlega stefnu í slíkum átökum – stefnu sem samþættir viðræður og möguleika á því að draga ríki út úr evrusamstarfinu, sem og úr sáttmálum, samningum og öðru samkomulagi.

Sú fyrsta af mörgum Plan B ráðstefnum var haldin í París í janúar 2016, og var skipulögð af Mélenchon ásamt með, meðal annarra, Varoufakis, Stefano Fassino fyrrum fjármálaráðherra Ítalíu, og fyrrum sósíaldemókratanum, þýska fjármálaráðherranum og síðar leiðtoga Die Linke Oskar Lafontaine. Varoufakis dró sig út úr samstarfinu eftir fyrsta fundinn þegar hann setti á stofn DiEM25 – nákvæmlega með það fyrir augum að endurbæta Evrópusambandið innanfrá. Plan B hefur starfað sem nokkuð lauslegt og sveigjanlegt samband samtaka, sem hafa tekið misoft þátt í ráðstefnum. Upphafleg var á ráðstefnunum blandaður hópur frá vinstri sinnuðum stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, félagshreyfingum og öðrum samtökum. Smám saman hefur samstarfið þróast út í að vera takmarkaðra við vinstri flokka.

Enn er nokkuð óskýrt hvernig samtökin ætti að skilja, og ekki síst, hvernig ætti að nýta þau ef pólitískt ástand gerir það mögulegt. Eftirfarandi atriði, þótt ekki séu tæmandi, gefa hugmynd um hvað Plan B snýst.

  • Það einbeitir sér að því að skoða hvað má og á að gera þegar vinstri öflin hafa náð að komast í ríkisstjórn í einu eða fleiri meðlimaríkjum og hefja að framkvæma stefnu sem stangast á við reglur og reglugerðir Evrópusambandsins.
  • Framkvæma á Plan B ef Plan A verður hafnað. Hið síðara er einfaldlega venjulegar viðræður við stofnanir ES, með það að markmiði að ná sátt um hvaða stefnu má framkvæma innan þeirra marka sem sáttmálar og lög ES leyfa.
  • Framkvæmd Plans B þýðir að vinstri ríkisstjórnir fallast ekki á hindranir sem Evrópusambandið reynir að beita, en stefna opið og skipulega að því að brjóta þá sáttmála sem við eiga með það að markmiði að framkvæma eigin efnhagsumbætur og stjórnmálalegar endurbætur innan ramma þjóðríkisins, og um leið leita stuðnings við slíka framkvæmd um Evrópu alla til að styðja slíka þróun.

Stundum fær maður það á tilfinninguna að Plan B eigi fyrst og fremst að vera til aðvörunar, eða til að nota í viðræðum Plans A. Kannski trúir Mélenchon því að Frakkland sé nógu stórt og mikilvægt til að geta komið í gegn stefnu sem gengur gegn regluverki Evrópusambandsins með hótunum eingöngu. Kapítalísk öfl hafa náð sterkri stöðu og stofnanavaldi á löngu tímabili árása nýfrjálshyggjunnar á samfélögin og með því að efla stöðugt æ einræðislegri, yfirþjóðlegri og nýfrjálshyggjulegri ríkisgerð í gegn um Evrópusambandið. Þessi öfl munu ekki svo auðveldlega gefa slíkt upp á bátinn án mótspyrnu.

Skortur á greiningu og mati á þessu valdakerfi er veikleiki við Plan B, sem verður að taka með í reikninginn möguleikann á hörðum átökum við Evrópusambandið ef slíkri stefnu á að vera unnt að koma í verk. Ríkisstjórn sem velur að taka slíkt skref verður þess vegna að vera tilbúin að gefa bæði aðild að efnahags- og myntbandalaginu (evrunni) og Evrópusambandinu upp á bátinn. Þetta er ekki síst vegna þess að Evrópusambandið hefur eftir fjármálakreppuna og evrukreppuna sett nýjar reglugerðir og gert sáttmála sem setja aðilalöndum mjög þröngar skorður, þar á meðal harðar refsingar við öllum brotum. Plan B verður því að vera miklu nákvæmara og ákveðnara, sem og betur kynnt meðal almennings, ef það á að gagnast í framtíðinni til góðra verka.

Það er einnig spurning hversu djúprættur stuðningurinn við Plan B er í mörgum flokkanna. Fyrir suma flokka sem eiga langt í land með að komast í ríkisstjórn virðist það aðeins óraunveruleg kenning eða líkan. Fyrir aðra, þá er ekki samstaða um afstöðuna til Evrópusambandsins sem vel kom í ljós á Plan B ráðstefnu í Stokkhólmi í apríl 2019, þegar fulltrúar frá litlum pólskum vinstri flokki, Razem, breski Verkamannaflokkurinn og írski flokkurinn Sinn Fein komu fram sem dyggir stuðningsmenn Evrópusambandsins. Þáttakendur í ráðstefnunni ræddu ýmis pólitísk vandamál Evrópu nú á tímum, en sjálft Plan B var ekki mikilvægt efni, þótt gagnrýni á nýfrjálshyggju Evrópusambandsins væri mikil.[12]„Plan B,“ Vänsterpartiet, April 12, 2019.

Fallbyssufóður fyrir rasista og þjóðernissinna

Á meðan vinstrihreyfingin hefur skerpt gagnrýni sína á Evrópusambandið og að sumir flokkar séu því hjartanlega sammála að nauðsynlegt geti orðið að rjúfa sáttmála Evrópusambandsins við ýmsar aðstæður, þá bendir önnur stjórnmálaþróun í þveröfuga átt. Ýmsir vinstrisinnaðir stjórnmálamenn og aktívistar, sem voru upphaflega mjög gagnrýnir á Evrópusambandið, hafa átt í vandræðum með þá gagnrýnu afstöðu vegna vaxandi andúðar hægri aflanna í garð  Evrópusambandsins. Þetta var sérstaklega áberandi á meðan á kosningabaráttunni fyrir  Brexit kosningarnar í Bretlandi stóð. Á meðan baráttan stóð, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní 2016, hitti ég töluverðan fjölda af vinstrisinnuðu fólki sem hefði við eðlilegar aðstæður bæði barist fyrir og kosið að Bretland færi úr Evrópusambandinu, en gerði það ekki vegna þess að það vildi ekki vera fallbyssufóður fyrir rasista og þjóðernissinna. Röksemdin var sú að flokkar og hreyfingar yst á hægri væng væru hreyfiöflin á bak við Brexithreyfinguna, og rasismi, útlendingahatur og hægri þjóðernisstefna væru ráðandi viðhorf.

Þessi ótti við að ganga í lið með hægri öfgaöflum í andstöðu við Evrópusambandið hafði komið í ljós meðal evrópskra vinstrimanna jafnvel áður en Brexitkosningarnar fóru fram. Ég hef oft og lengi orðið var við þennan ótta á fundum og ráðstefnum hinna ýmsu vinstrihreyfinga eða samtaka í Evrópu. Til viðbótar því að hafa áhyggjur af því að vera bendlaðir við rasisma og þjóðernisstefnu af hægri gerð, þá trúa sumir því að hvers konar úrsögn eða sundrun í Evrópusambandinu myndi aðeins styrkja þessi hægri öfl, sem sagan sýnir raunar að er hættuleg blanda í Evrópu. Rökrétt niðurstaða sé þá sú að Evrópusambandinu verði að breyta innanfrá með aðgerðum félagshreyfinga.

Sænski Vinstriflokkurinn er nýlegt dæmi um það hvernig slíkar röksemdir hafa náð fótfestu meðal vinstri aflanna í Evrópu. Annars vegar er flokkurinn hluti af Plan B samtökunum. Hins vegar ákvað flokkurinn á ráðstefnu í febrúar 2019 að falla frá fyrri stefnu um að Svíþjóð ætti að ganga úr Evrópusambandinu. Í viðtali gaf flokksleiðtoginn Jonas Sjöstedt þrjár ástæður fyrir stefnubreytingunni.[13]Ingrid Grønli Åm, „Vi stiller oss ikke på samme side som rasister og nasjonalister,“ Morgenbladet, 27. mars, 2019. Í fyrsta lagi hefðu pólitískar aðstæður breyst, ekki síst vegna slæmrar loftslagskreppu, en einnig vegna vaxandi hægri öfga. Í öðru lagi vildi Vinstriflokkurinn ekki „vera í sama liði og rasistar og þjóðernissinnar“ – þar var átt við Brexit hreyfinguna. Í þriðja lagi hefði evrópska vinstrihreyfingin orðið gagnrýnni en áður á Evrópusambandið, svo Vinstriflokkurinn hefði fengið bandamenn við greiningu sína á Evrópusambandinu. Af þessum ástæðum ættu vinstri menn í Evrópu að takast á við Evrópusambandið og berjast fyrir betra sambandi, sagði Sjöstedt.

Ekki er ljóst af fjölmiðlaumfjöllun eða viðtalinu við Sjöstedt hvort stefnubreytingin varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu er aðeins skammtíma, taktísk ákvörðun byggð á aðstæðum nú, eða hvort um er að ræða varanlega stefnubreytingu. Munurinn á þessum tveimur viðhorfum er gríðarlegur, þar sem um er að ræða algerlega ólíkt mat á því hversu gerlegt er að umbylta Evrópusambandinu. Það eru margar ástæður fyrir því að leggja ekki mikla áherslua á slagorð eins og „út úr Evrópusambandinu“ við núverandi ástand í Svíþjóð. Við aðstæður eins og í Grikklandi, þar sem vinstri hreyfingin kemst í stjórn, er um að ræða úrslitaspurningu. Kröfur um að draga sig úr evrunni eða Evrópusambandinu eru ekki bara draumórar, þær ákveða möguleika vinstri stjórnar á að framkvæma stefnu sína, eða gefast upp.

Sjöstedt var spurður beint hvort það væri „sniðugt að falla frá stefnumáli vegna þess að einhver sem þú ert ósammála er á sama máli?“ Svar hans vekur nýjar spurningar: „Ég held að framsækin gagnrýni á Evrópusambandið sem er ráðandi á Norðurlöndunum verði að draga skýra línu gegn þjóðernisstefnu og rasisma. Við erum ekki bandamenn Ukip [hægri flokkur í Bretlandi sem fyrst og fremst var myndaður til að berjast fyrir Brexit]. Ekki í sama liði og rasistar sem gagnrýna ES. Við höfum gjá sem skilur okkur að. Það verður að vera skýrt.“[14]Grønli Åm, „Vi stiller oss ikke på samme side som rasister og nasjonalister.“

Þessa stjórnmálaspeki er ekki auðvelt að skilja. Ef það er gjá sem skilur að gagnrýni Vinstriflokksins á Evrópusambandið og gagnrýni rasista og þjóðernissinna, hvað er þá vandamálið? Af hverju þarf Vinstriflokkurinn að breyta hluta af Evrópusambandsstefnu sinni til að forðast að lenda í sama liði og rasistar og þjóðernissinnar? Er ekki mikilvægt að Vinstriflokkurinn haldi fram vel grundaðri gagnrýni á Evrópusambandið og stjórnarfar þess, jafnvel þótt það myndi leiða til útgöngu úr Evrópusambandinu, ef það er nauðsynlegt til að ný stefna beri árangur?

Sú staðreynd að baráttunni fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu var stjórnað með þjóðernisstefnu og útlendingaandúð að markmiði, eins og Sjöstedt bendir á, er mjög góð ástæða til að gagnrýna bæði Verkamannaflokkinn, Momentum (sem studdi Verkamannaflokkinn í kosningum), og verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa ekki lagt fram eigin gagnrýni á bæði Evrópusambandið og öfgahægriöflin. Þessir aðilar hefðu getað tjáð réttláta óánægju almennings með Evrópusambandið og stefnu þess, breytt henni í nýja stjórnmálahreyfingu og snúið henni upp í baráttu gegn stöðugt ólýðræðislegra Evrópusambandi, sem þar að auki markast æ meir af nýfrjálshyggju.

Á hinn bóginn þá eru stórir hlutar Verkamannaflokksins og Momentum, og enn stærri hlutar verkalýðshreyfingarinnar í Bretlandi dyggir stuðningsmenn Evrópusambandins. Þannig svipta þeir sig tækifærinu til að tjá raddir hinnar gríðarlegu óánægju almennings sem er réttmæt og hefur hlaðist upp gegn nýfrjálshyggju Evrópusambandsins á síðustu áratugum. Með öðrum orðum þá gáfu þeir ysta hægrinu einkarétt á hörðustu gagnrýninni á Evrópusambandið, og gáfu um leið frá sér möguleikann á að há baráttuna út frá eigin stjórnmálaramma og hugmyndafræði. Það er ekki undarlegt að baráttan fyrir útgöngu Breta úr ES hafi einkennst af þjóðernisstefnu og útlendingahatri.

Lágvær stéttabarátta

Stjórnmálaþróun samfélagsins verður ekki skýrð ef ekki er tekið tillit til þróunar stéttabaráttunnar. Það eru ekki nýjar fréttir að vinstri hreyfing og verkalýðshreyfing í Evrópu séu í vanda, þótt aðstæður séu ólíkar eftir löndum. Það sem sérstaklega einkennir hlutverk og eðli Evrópusambandsins varðandi þennan vanda er þróun þess frá keynesísku forræði til forræðis nýfrjálshyggjuhugmynda bæði á stjórnmálasviði og á efnahagssviði. Upptaka sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, og sú leið sem var farin við það var afgerandi skref í þróun nýfrjálshyggju í Evrópusambandinu. Þetta hefur einnig styrkt stöðu kapítalista í baráttu þeirra við verkalýðshreyfinguna, sem auðvitað hefur haft áhrif á vinstriflokkana í Evrópu.

Eftir fjármála- og evrukreppuna 2007–2009, var afturhaldssinnuð niðurskurðarstefna Evrópusambandsins efld og tók um leið æ ólýðræðislegri form, sem voru njörvuð niður í stofnanir með nýrri lagasetningu (svo sem „six-pack“, „two-pack“, „European Semester“, Fjármálasáttmálinn o.s.frv.) og hlutverk Evrópudómstólsins var aukið með Laval kvartettinum áðurnefnda. Niðurrif velferðarríkja og undirokun verkalýðshreyfingarinnar hefur þannig orðið inngróinn hluti af nútímastefnu Evrópusambandsins og stofnana þess, sem er mjög langt frá ætlaðri félagslegri framsækni þess.

Þetta hefur leitt til stórkostlegrar veikingar verkalýðshreyfingarinnar, sem hefur misst helming meðlimafjölda síns milli 1980 og 2015. Hnignunin hefur verið mest í einkageiranum. Afiðnvæðing eða flutningur iðnfyrirtækja til Asíu og annarra láglaunalanda (alþjóðavæðing auðmagns) hefur enn fremur átt þátt í að veikja verkalýðshreyfinuna á svæðum þar sem hún hefur vanalega verið sterkust, best skipulögð og baráttuglöð. Þessu til viðbótar hefur vaxandi atvinnuleysi veikt samningsstöðu verkalýðsfélaga, um leið og grafið hefur verið undan réttindun verkalýðsfélaga með lagabreytingum, þar á meðal takmörkunum á samningsrétti og rétti til verkfalla.

Við þessar aðstæður eru verkalýðsfélagin í vörn og í djúpri stjórnmálalegri og hugmyndafræðilegri kreppu. Sérstaklega hafa margar af stofnunum verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu fjarlægt sig frá meðlimunum sem þær ættu að vera að verja. Þær halda enn í sögulegu sáttina milli verkalýðs og auðmagns, sem var stjórnmálagrundvöllur hagvaxtar og auðlegðar á eftirstríðsárunum, en hefur verið rofin af atvinnurekendum eftir því sem valdataflið hefur snúist þeim í hag. Gróf niðurskurðarstefna Evrópusambandsins er þannig túlkuð sem röng stefna, ekki sem einkenni ólíkra stéttahagsmuna. Verkefnið verður þá að sannfæra ríkisstjórnir og vinnuveitendur, með félagslegu samtali, um að stefna þeirra sé röng og verði að breyta, fremur en að kveða út liðsafla og berjast fyrir því að breyta jafnvægi stéttakraftanna.

Kreppu stjórnmálarms vinstri hreyfingarinnar verður að skoða í samhengi við þessa þróun í stéttabaráttunni – með verkalýðshreyfingu sem hefur djúpar rætur í þeirri hugmyndafræði sem grundvallaði samfélagssáttmála eftirstríðsáranna og almennt lágværri stéttabaráttu. Þannig er auðvitað engin sérstök pressa á vinstri flokkana utan frá heldur, og þá er æ meiri hætta á því að þeir flækist í net stjórnarstofnana Evrópusambandsins í Brüssel.

Evrópska vinstrihreyfingin: Greining

Eins og komið hefur fram að ofan er evrópska vinstrihreyfingin blandaður hópur samtaka. Lengst af síðustu öld voru tvær meginstefnur í stjórnmálum ráðandi í verkalýðshreyfingunni: kommúnismi og sósíaldemókratismi. Við hrun austurblokkarinnar og samfélagssáttarinnar í Vestur-Evrópu virðast báðar þessar stefnur hafa beðið skipbrot. Hefðbundnir kommúnistaflokkar í Vestur-Evrópu, allt frá þeim sem voru hvað hollastir Moskvulínunni til evrókommúnista sem höfðu gert upp við Sovétríkin að einhverju marki (eins og á Ítalíu og Spáni), misstu smám saman fylgi. Á undanförnum árum hafa svo hefðbundnir sósíaldemókrataflokkar hrunið einn af öðrum. Þeir sem enn standa, yfirleitt minni en áður, hafa gefið hefðbundna stefnu sína upp á bátinn og tekið upp eins konar mjúka útgáfu af nýfrjálshyggju.

Margir núverandi vinstriflokka í Evrópu eru nýrri af nálinni, þar á meðal flokkar sem hafa orðið til við samruna ýmissa smærri hópa og flokka, en hafa ekki sérstaklega sterk tengsl við eldri hefðir. Flestir þeirra reka tiltölulega hófsama stefnu. Margir þeirra hafa litla fótfestu í verkalýðsstétt eða verkalýðshreyfingu. Mjög fáir þessir flokkar hafa skýra sósíalíska stefnu eða greiningu á efnahagsmálum eða valdakerfum. Miklu fremur einkennast þeir af frjálslyndi og sósíaldemókratískum hneigðum (rými fyrir slík viðhorf hefur stækkað á undanförnum árum, eftir að hefðbundnir flokkar hafa tekið upp æ fleiri stefnumið nýfrjálshyggjunnar).

Með ákveðnum undantekningum eru þessir flokkar fyrst og fremst þingpallaflokkar og einbeita sér að fáum vinsælum málum sem unnt er að ná athygli í fjölmiðlum út á, um leið og getan til að efla félagshreyfingar meðal almennings er lítil. Það má segja að við séum í miðju augnablikinu sem Gramsci lýsir, þar sem hið gamla er deyjandi og hið nýja nær ekki að koma í heiminn.

Wolfgang Streeck, sem er þýskur félagsfræðiprófessor, forstjóri Max Planck stofnunarinnar og fyrrum sósíaldemókrati, lýsir veikleikum vinstri hreyfingarinnar og frekari hnignun í Evrópusambandskosningum á árinu 2019 með eftirfarandi hætti:

Nú eru tímar þegar stjórnmálabandalög breytast ört. En hvenær ætti vinstri hreyfingin að gera sér vonir um að aukið fylgi meðal verkafólks í Evrópu og endurbótasinnaðra hluta millistéttarinnar, ef ekki nú? Það er brýn þörf á að skýra hversu hörmulega illa hefur tekist til með það. … Fyrsta ástæðan og aðalástæðan er að því er virðist fullkominn skortur á raunsæislegri andkapítalískri, eða að minnsta kosti andnýfrjálshyggjulegri, vinstri stjórnmálastefnu hvað varðar Evrópusambandið. Það er ekki einu sinni rætt um það mjög svo brýna mál hvort Evrópusambandið geti yfir höfuð verið vettvangur fyrir andkapítalísk stjórnmál.[15]Wolfgang Streeck, „Four Reasons the European Left Lost,“ Jacobin, May 30, 2019.

Markmið margra vinstri flokka í Evrópu er að komast í ríkisstjórn, oftast sem hluti af samsteypustjórn þar sem stór nýfrjálshyggjusinnaður sósíaldemókrataflokkur ræður ferðinni. Fyrir mikinn meirihluti vinstriflokka sem hafa reynt þetta – í Frakklandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku – hefur reynslan verið allt frá neikvæðri til hrikalegrar.[16]Greiningu á þessu fyrirbæri má finna í Asbjørn Wahl, „To Be in Office, but Not in Power: Left Parties in the Squeeze between People´s Expectations and an Unfavourable Balance of Power,“ í … Continue reading Þrátt fyrir þetta virðist svo sem flestir vinstri flokkar, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða ekki – svo sem þýski og hollenski, sem og norrænir vinstri flokkar (nema Enhedslisten í Danmörku) – hafi þetta að markmiði. Spænski Podemos flokkurinn, sem var myndaður 2014 sem hvorki hægri né vinstri og í andstöðu við elítuna og stjórnmálastéttina (eins og þau kölluðu það), fór í bandalag með vinstri flokknum Izquierda Unida, og náðu svo samkomulagi við og gengu í samsteypustjórn með Sósíalistaflokknum [sósíaldemókratískur og nýfrjálshyggjusinnaður flokkur, þýð.]. Slíkar pólitískar sjálfsmorðstilhneigingar er erfitt að skýra, ekki síst þegar það er ljóst að vinstri flokkar sem ekki ganga til liðs við slíkar stjórnir, en halda sig við að styðja stjórnir sósíaldemókrata með gagnrýnum hætti, frekar en stjórnir hægri flokka, að þessum flokkum farnast miklu betur. Þessir flokkar hafa sýnt að þeir hafa mun betra tækifæri til að færa fram eigin stefnu, þar á meðal möguleika á því að virkja þrýsting meðal almennings frekar en hætta á að útvatna stefnu sína í bakherbergjum þinghúsa. Sænski sagnfræðingurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Åsa Linderborg hefur fjallað um þetta vandamál í grein um þróun Vinstriflokksins í Svíþjóð:

Það er ekki auðvelt að taka saman lýsingu á því sem Vinstriflokkurinn hefur verið að gera. Þetta er eini flokkurinn sem heldur fram andkapítalískri gagnrýni á valdhafa, en í 25 ár hefur hann unnið að því að ná lögmæti sem samstarfsflokkur Sósíaldemókrata. Í mörg ár hefur flokkurinn stutt hægri stjórn Sósíaldemókrataflokksins sem hefur lækkað skatta og veikt endurdreifingarstefnuna. Vinstriflokkurinn hefur greitt atkvæði með fjárlagaákvæðum sem stefna sænsku efnahagslífi í hættu. Niðurstaðan hefur orðið dýpri stéttaskil og misrétti og gríðarleg samþjöppun auðs. Velferð og lýðræði eru þannig lögð í hættu.[17]Åsa Linderborg, „At Vänsterpartiet kalles „ekstremistisk“ er både latterlig og provoserende,“ Klassekampen, 12. januar, 2018.

Åsa Linderborg, „At Vänsterpartiet kalles „ekstremistisk“ er både latterlig og provoserende,“ Klassekampen, 12. januar, 2018.

Margt bendir til að afstaða margra vinstri flokka til Evrópusambandsins skorti samhengi. Til dæmis styðja fleiri og fleiri vinstri flokkar Plan B, sem er bæði krefjandi og býður upp á harða árekstra. Á sama tíma leggja þeir litla áherslu á að útfæra þessa stefnu, en fylgja stefnu í Evrópuþinginu og á þjóðþingum sem endurspeglar ekki slíka áherslu á átök, heldur, annaðhvort óvart eða ekki, er hluti af stefnu sem beinist að því að endurbæta Evrópusambandið innanfrá.

Það að fylgja því að brjóta Evrópusambandssáttmála þarf ekki að þýða að „brjótum sáttmálann!“ þurfi að vera meginkrafa vinstriflokka alltaf og alls staðar. Þar skiptir máli bæði strategía og taktík. Átak til að efla vinstrihreyfinguna verður að byggja á raunsærri greiningu á raunverulegu ástandi, þar á meðal raunverulegum valdahlutföllum samfélagsins. Við ástand þar sem stéttabaráttan harðnar, getur hvaða vinstri flokkur sem er lent í því sem Syriza lenti í, nefnilega að stofnanir Evrópusambandsins og sáttmálar þessi leggi óyfirstíganlegar hindranir í veg fyrir framsækna þróun. Möguleikinn eða nauðsynin á að yfirgefa evruna, eða jafnvel Evrópusambandið, kemur upp hvort sem okkur líkar það eða ekki. Valkostirnir eru grimmilegt: annaðhvort að hætta að berjast fyrir félagslegum umbótum og vera áfram í Evrópusambandinu, eða ganga úr því til að eiga möguleika á að halda áfram þeirri baráttu. Uppgjöf er ekki vænleg leið fyrir nokkurn raunverulegan vinstri flokk         

Enginn vafi er á að brot gegn Evrópusáttmálum eða það að yfirgefa evrusamstarfið, og jafnvel sjálft Evrópusambandið, er barátta sem krefst öflugrar þáttöku og baráttu almennings og fjölþjóðlegrar samstöðu til að geta orðið að veruleika. Til að það sé unnt þarf bæði flokkur, stofnanir hans og meðlimir, sem og bandamenn að vera reiðubúnir að há slíka baráttu. Það er því miður ekki raunin eins og er.

 Vandræði vinstri hreyfingarinnar með Evrópusambandsstefnu sína eykst aðeins ef flokkar vilja ekki fylgja stefnu sem er andvíg ES af ótta við að vera flokkaðir með rasistum og þjóðernissinnum, þótt þessi sérstaka afstaða hafi ef til vill verið bundin við Brexit-atkvæðagreiðsluna. Hið andstæða er hið sanna. Ef vinstri hreyfingin vill raunverulega veikja Evrópusambandið vegna lýðræðishalla þess, og vegna þess að hún er núna orðin valdamiðstöð nýfrjálshyggjumanna, þá er úrsögn mikilvægt og nauðsynlegt tól að beita. Það eru ekki hreyfingar fyrir úrsögn sem hafa búið til og styrkt öfgahægrihreyfingar í hverju landi á fætur öðru í Evrópu, né hafa þær leitt slíka flokka til að ná stjórnartaumunum á Ítalíu, í Austurríki, Ungverjalandi og Póllandi. Það er ekki róttæk gagnrýni á Evrópusambandið frá vinstri sem hefur eyðilagt líf milljóna vinnandi fólks og kynt undir vaxandi óánægju og síaukinni tilfinningu fólks fyrir því að það hafi engin völd.

Eina leiðin út úr þessari krísu vinstrihreyfingarinnar er að gangast fyrir eigin baráttu gegn og gagnrýni á ólýðræðislegt og nýfrjálshyggjusinnað Evrópusamband með því að leggja fram alþjóðasinnaða, sólidaríska og andrasíska stefnu hinum megin við gjá gagnrýni öfgahægrisins. Myndun alþjóðasinnaðrar, sólidarískrar og sameinaðrar Evrópu hefur sem forsendu ósigur stofnanavæddrar, ólýðræðislegrar og nýfrjálshyggjusinnaðrar Evrópu, en í stað þess kemur sameinuð Evrópa sem hefur að leiðarljósi lýðræði, samstöðu og sjálfsákvörðunarrétt.

Til að ná því markmiði þarf að viðurkenna hve pólitísk og hugmyndafræðileg kreppa vinstri hreyfingarinnar í Evrópu er djúp. Hlutverk og eðli Evrópusambandsins verður að rannsaka og greina, og leggja verður grunn að raunverulega andkapítalískum stjórnmálum.  Í þessu samhengi er mikilvægt að styðja og efla Plan B. Þetta þarfnast skýringar á greiningu og stefnumiðum, en sé rétt að farið, þá verður slíkt ferli til að stuðla að nauðsynlegri róttækniþróun meðal evrópska vinstrisins.


References

References
1 Samband hreyfinga sem eru virkar á sviði stjórnmálamenntunar og gagnrýninnar vísindalegrar greiningar, sem hefur tengsl við Party of European Left. Frekari fræðslu má fá á transform-network.net.
2 Ýtarlega útfærslu á þessu sjónarmiði má finna hjá Costas Lapavitsas, The Left Case Against the EU (Cambridge: Polity, 2019).
3 Walter Baier, „Far Right in Austria: We Are Living in Dangerous Times,“ Europe Solidaire Sans Frontières, March 26, 2019.
4 Catarina Martins, Jean-Luc Mélenchon, og Pablo Iglesias, „For a Citizen Revolution in Europe – Lisbon Declaration,“ Now the People!, April 12, 2018.
5 Yannis Varoufakis er prófessor í stjórnmálahagfræði, fyrrverandi þingmaður á gríska þinginu fyrir Syriza, og var fjármálaráðherra í stjórn Alexis Tsipras þar til hún gafst upp fyrir Troikunni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurskurðartillögur ES í júlí 2015. Eftir að hafa sagt skilið við Syriza, þá stofnaði hann hreyfinguna Democracy in Europe Movement 2025 (DiEM25).
6 DiEM25, European New Deal (DiEM25, 2017).
7 Martin Höpner, „Social Europe Is a Myth,“ Social Europe, November 5, 2018.
8 DiEM25, The EU Will Be Democratised, or It Will Disintegrate! (DiEM25, 2016
9 Yanis Varoufakis, „How Should the Left Approach Europe? Interview, along Manuel Bompard, by Jacobin (France),“ Yanis Varoufakis (blog), September 12, 2018.
10 Lapavitsas, The Left Case Against the EU, 129–30.
11 Ýtarlega framsetningu á þessu viðhorfi má finna í Asbjørn Wahl, „European Labor: Political and Ideological Crisis in an Increasingly More Authoritarian European Union,“ Monthly Review 65, no. 8 (January 2014): 36–57.
12 „Plan B,“ Vänsterpartiet, April 12, 2019.
13 Ingrid Grønli Åm, „Vi stiller oss ikke på samme side som rasister og nasjonalister,“ Morgenbladet, 27. mars, 2019.
14 Grønli Åm, „Vi stiller oss ikke på samme side som rasister og nasjonalister.“
15 Wolfgang Streeck, „Four Reasons the European Left Lost,“ Jacobin, May 30, 2019.
16 Greiningu á þessu fyrirbæri má finna í Asbjørn Wahl, „To Be in Office, but Not in Power: Left Parties in the Squeeze between People´s Expectations and an Unfavourable Balance of Power,“ í The Left in Government: Latin America and Europe Compared, ed. Birgit Daiber (Brussels: Rosa Luxemborg Foundation, 2010).
17 Åsa Linderborg, „At Vänsterpartiet kalles „ekstremistisk“ er både latterlig og provoserende,“ Klassekampen, 12. januar, 2018.

Moral er ikke nok til at lave systemet om

I sin seneste historiske roman, Hundedage, beskriver den islandske forfatter Einar Már Gudmundsson en højst farverig, autentisk person kaldet ’kongen af Island’, den danskfødte Jørgen Jürgensen, der i sin omtumlede færd på verdenshavene kommer så langt bort som til Tasmanien, men også til Island, hvor han i 1809 foranstalter en revolution mod den danske myndighed på øen og for en periode på to måneder bliver Islands – første, eneste og selvudnævnte – konge.

»Man kan ikke digte ham op,« siger Einar Már Gudmundsson om den ustyrlige skikkelse, der efter eventyret på Island bl.a. udvikler spillegalskab og tilbringer flere år i fængsel. Jørgen Jürgensen var en så uregerlig fantast, at digteren ikke behøver at lægge noget til, men blot kan formidle livshistorien.

Gudmundsson fortæller om kongen af Island under et besøg i København, der er en del af hans aktuelle danmarksturné med Hundedage som omdrejningspunkt.

Men det er umuligt – også for forfatteren – ikke at drage paralleller til disse dages politiske og demokratiske drama på Island i kølvandet på lækagen af Panama-papirerne om internationale skattely. Islands statsminister indtil onsdag, Sigmundur Gunnlaugsson fra Fremskridtspartiet, deler visse træk med kongen af Island.

Statsminister Gunnlaugsson har tilsyneladende haft en forestilling om at kunne gå på vandet – han har fundet det moralsk legitimt med et arrangement, ordnet i 2007 af Panama-advokaterne Mossack Fonseca, hvor han og hans hustru placerede et større millionbeløb i et skuffeselskab, Wintris Inc., med panamanske proforma-direktører og adresse på De Britiske Jomfruøer, et selskab, som for nogle af parrets islandske millioner købte obligationer i de tre islandske storbanker, som i oktober 2008 gik konkurs med et brag efter et ustyrligt låne- og investeringseventyr.

Det efterlod parret som kreditorer i bankernes konkursbo – samtidig med, at Gunnlaugsson som nyvalgt partiformand fra april 2009 og som statsminister fra 2013 har arbejdet politisk for regler for konkursboet og kreditorerne, som bl.a. ville komme Wintris’ ejere til gode. Alt sammen ifølge de islandske medier uden at offentliggøre sit arrangement i skattelyet.

Da statsministeren efter Panama-lækagen forleden blev konfronteret på islandsk tv med historien, fandt han det legitimt at rejse sig i vrede og forlade interviewet for rullende kameraer.

Og da han tirsdag efter politisk tumult af politiske iagttagere blev erklæret »færdig« som statsminister, udsendte han en pressemeddelelse om, at han blot »holder pause« på ubestemt tid.

Fantast

Der er ikke ført bevis for, at Gunnlaugsson har gjort noget ulovligt. Ej heller når det gælder de øvrige politiske ledere, der er nævnt i Panama-papirerne i sammenhæng med Mossack Fonseca – finansminister og formand for koalitionspartneren Selvstændighedspartiet Bjarne Benediktsson, indenrigsminister Olöf Nordal, partidirektør for Fremskridtspartiet Hrolfur Ölvisson.

Pointen er, at Sigmundur Gunnlaugsson som en anden konge af Island tilsyneladende har følt sig hensat til et særlig priviligeret univers for en politisk-økonomisk elite med andre moralske normer og spilleregler end dem, der gælder for almindelige mennesker.

»Han er en fantast. Men en fantast på en anden måde, for jeg mener, at fantaster ofte har progressive elementer i sig,« siger Einar Már Gudmundsson og nævner Cervantes’ Don Quixote, der ville redde verden – en skikkelse fra den litterære verden med fantastadfærd i idealistisk forstand.

»Det samme kan man ikke sige om statsministerens opførsel. Han repræsenterer et koldt system, som prøver at forsvare sig.«

– Er han måske bare en sidste rest af det system og den mentalitet i islandsk økonomi og politik, som førte et lånebaseret, finansielt forretningsimperium og selve nationens økonomi i afgrunden ved finanskrisens start og blev smidt på porten af et rasende folk?

»Det system døde aldrig. Under den islandske kasserolle-revolution i 2009, og det regeringsskifte, der fulgte, blev der lovet store reformer, også af grundloven, men det magtede man ikke at fuldføre.«

»Folk har ikke troet, at systemet i så afgørende grad var det samme, som det nu har vist sig at være,« siger forfatteren og forklarer dermed den voldsomme vrede og skuffelse i den islandske befolkning efter Panama-afsløringerne.

Vreden er ikke blevet mindre af, at det ifølge Einar Már Gudmundsson er blevet kendt, at de millioner, som parret Gunnlaugsson tilbage i 2007 puttede i skuffeselskabet på De Britiske Jomfruøer, stammer fra salget af en Toyoto-importforretning, som parret havde arvet.

Bilforretningen blev angiveligt købt til overpris for penge lånt i en af de islandske banker af en finansmatador, som gik konkurs, da finansboblen brast, ligesom banken gjorde det.

»Så millionerne fra banken til parret Gunlaugsson kom måske i sidste ende fra mennesker, som havde arbejdet hele deres liv og sat opsparingen ind på en bankkonto. Penge som forsvandt, da bankerne gik ned,« siger Gudmundsson.

Protesterne

»Med de aktuelle afsløringer oplever man så, hvordan nogle mennesker i dag har masser af penge i skattely, mens gamle mennesker på hospitalerne må sove på gangene.«

Hver dag siden lækagen har der været demonstrationer, hvor slag på gryder og kasseroller er taget i brug på ny – den største demonstration talte over 22.000 islændinge foran Altinget og blev dermed, med ca. syv pct. af befolkningen som deltagere, den største i nationens historie.

Meningsmålinger viser samtidig, at den sammenlagte opbakning til de to regeringspartier – Fremskridtspartiet og Selvstændighedspartiet – er faldet fra godt 50 pct. af stemmerne ved det seneste valg i 2013 til 29,5 pct. ved en måling onsdag, mens Piratpartiet, der i 2013 kom ind med 5,1 pct. som et helt nyt protestparti med en smal dagsorden om frihed på internettet, nu ifølge meningsmålingerne står til at blive Islands største parti med hele 43 pct. af stemmerne.

81 pct. af vælgerne forlangte forleden ifølge Gallup den afgang for statsminister Gunlaugsson, som onsdag blev en formel realitet, da partifællen, hidtidig fiskeriminister Sigurdur Ingi Johannsson, af koalitionsregeringen blev udpeget som ny statsminister med løfte om et fremskyndet parlamentsvalg til efteråret. Oppositionen vil imidlertid ifølge The Guardian søge at få vedtaget en mistillidserklæring mod regeringen på mandag.

Moraliseringens begrænsning

»De involverede politikere siger hele tiden, at transaktionerne med Mossack Fonseca var lovlige, hvortil folk svarer, at de er umoralske. Men jeg stiller mig meget kritisk over for hele den moralske diskussion, hvor folket får lov at råbe og skrige, være skuffede og i choktilstand et par uger, hvorefter man glemmer det. Moralen tæller ikke som argument, der formår at lave systemet om,« siger Gudmundsson. Han mener, at kritikken i en vis forstand er sentimental og for let, hvis den ikke bevæger sig ud over den moralske vrede.

»Jeg bestrider ikke de moralske aspekter i sagen. Men skattelyene er jo et system, der er blevet konstrueret, og hvis det skal laves om, gælder det om at gennemskue sammenhængene i det, der foregår. Herunder det faktum, at eksisterende lovgivning bruges til at fastholde uretfærdigheder. Så vreden skal omsættes til konkrete reformkrav. Reformerne må ligge i at ændre lovgivningen, snarere end at udpege enkelte syndebukke såsom en afgående statsminister. Og reformer kommer kun, hvis der er et vedvarende engagement og pres.«

»Da vi fik en ny socialdemokratisk ledet regering efter kasserolle-revolutionen, blev der udstedt en masse løfter, mens folkemængden endnu var på gaderne. Men vreden forduftede, presset blev ikke opretholdt og løfterne ikke indfriet. Hvis vi således igen falder i søvn på vagten og taber tråden, sker der ikke noget.«

Einar Már Gudmundsson siger, at der er mange gode ideer og progressive folk i Piratpartiet, som nu vokser eksplosivt i meningsmålingerne. Det er bare ikke nok.

»Piratpartiet har ikke meget program. Det siger de jo selv. ’Vi kan diskutere tingene,’ siger de. Det er først og fremmest folkets mistillid til andre partier og politikere, der giver det den store opbakning.«

Populismen

– Mistilliden til eliten, det politiske establishment, ’systemet’ er jo ikke et specielt islandsk fænomen, men noget, der præger det meste af verden disse år. En sådan mistillid kan føre i mange retninger?

»Ja, der er nogle, der tilbyder nemme svar, mens andre har glemt, hvem de oprindeligt kæmpede for. Derfor danner mistilliden også grundlag for højrepopulismen. Populisternes fag er jo ikke at analysere sammenhænge, men med propaganda at mobilisere på utilfredsheden og mistilliden. Vi ser foruroligende valgresultater mange steder, men pointen er netop, at højrepopulisterne faktisk bliver valgt – og i USA kan Donald Trump blive præsidentkandidat og måske præsident med anvendelse af et minimalt ordforråd og ustandselige gentagelser,« siger Gudmundsson.

»Mistilliden er en umiddelbar reaktion, der som sagt kan føre i så mange retninger. Derfor må vi stille det krav til intelligentsiaen, at den sikrer oplysning i stedet for sentimentalitet.«

Den islandske forfatter synes, at samfundsdebatten om disse ting i dag er retningsløs.

»Det er de samme, der stadig har magten, og de har ikke andre svar på udfordringerne end at fortsætte med at puste bobler op. Det er den eneste vej ud af krisen, de kan tilbyde.«

Han påpeger, hvordan økonomerne med deres sprog har præget tænkningen i en meget lang periode.

»Ingen forstod dem, men vi lod alle, som om vi gjorde det, for ellers var vi dumme. Vi var blevet del af Kejserens nye klæder

»I virkeligheden er sammenhængene langt mere komplekse, og vi er måske inde i en hidtil ukendt fase i historien. Det er en meget farlig situation, men også en meget kreativ situation. Er der måske en revolution i gang?«

Iceland´s Revolution

A protest in Reykjavik in 2010. Skarphéðinn Þráinsson / Flickr.jpg

The Icelanders put the bankers in jail. The Icelanders crowdsourced a new constitution. The Icelanders refused to bail out the banks. The Icelanders held a national referendum on sovereign debt. Anyone with a mild interest in current events has come across these claims, spread for years by online memes and snappy editorials.


In reality, however, the responses to the 2008–9 Icelandic banking crash were only modestly progressive and failed to bring about any kind of shift to the left. They have also been much more contested locally than most international media accounts reflect.

Iceland’s famed but ambiguous policies of debt management have only been partially carried out by the country’s left parties. In some cases, debt-relief policies have been outright reactionary in their upward redistribution of wealth.

Remarkably, popular sentiment against banking and indebtedness has not been channeled into building any long-term prospects for the Icelandic left. Rather, the country’s establishment parties have successfully promoted their own weak measures against mortgage plight to recover from the loss of trust they suffered following the crash.

The Icelandic left is itself partly to blame for this, having failed to make homeowner and student debt a campaign issue of its own, thus leaving debtors’ plight vulnerable to opportunist use by the same political forces that presided over the country’s hyper-financialization and disastrous bust in the 2000s.

Iceland’s principal left political party, the Left-Green Movement, enjoyed a historic electoral victory and promising ascendance to a coalition government in 2009. But the Left-Greens’ failure to engage the debt question and formulate an egalitarian debt politics harmed the party and hamstrung the effort to build a strong left alternative in post-crash Iceland.

Perhaps most disastrously, its leadership not only refused to mobilize the party around the intense popular opposition to the infamous “Icesave” accords with the United Kingdom and Netherlands, but tragically came to be more closely associated, through the person of then-party chairman Steingrímur J. Sigfússon, with the Icesave fiasco than any other party in the country.

Above all, the Icelandic experience reveals the urgency of finding an egalitarian and redistributive approach to debt politics; one which can relay popular sentiment without falling into nationalism, limiting itself to superficial reform, or making the finance sector a scapegoat for the systemic failures of capitalism.

The Boom Years

During the 1930s, a durable political arrangement emerged in Iceland by which contesting social forces would rally behind three, and eventually four, parties. In addition to the party of capital, the Independence Party, there would be an agrarian party, the Progressive Party, and a party for wage laborers, the People’s Party, which morphed in the late 1990s into the Social Democratic Alliance.

The social-democratic People’s Party, however, like its sister labor parties all over the European continent, could not prevent the emergence of a Moscow-aligned Communist rival, which was founded in 1930. Repeatedly merging with dissident elements of the chronically emaciated People’s Party, the Communists wielded a strong influence in Iceland compared with the Scandinavian countries through the Icelandic Socialist Party (1938–1968) and later the People’s Alliance (1968–1998).

Though the country contained formidable unions and a strong communist presence, and government policies gravitated towards the Nordic welfare model, the key to understanding twentieth-century Icelandic politics is to recognize the supremacy of the conservative-liberal Independence Party.

Since the 1944 founding of the Icelandic republic, the Independence Party has ruled with a paternalistic hand and a ferocious loyalty to the country’s protectionist-oriented capitalist class, while enjoying considerable support among the wider public. It has deftly navigated a corporatist political system that has remained more or less unchanged since the intense class struggles of the 1930s.

The Independence Party’s grip on power was facilitated by Iceland’s tradition of coalition governments supported by parliamentary majorities, which usually allowed the party to choose between the Progressives and Social Democrats as their junior partner.

During the long reign of Independence Party leader Davíð Oddsson, the party ruled in coalitions with the Social Democrats and, from 1995 to 2007, with the now-centrist Progressive Party. While the Social Democrats collaborated with Oddsson in the financialization of Iceland’s economy, the prime responsibility for the excesses of the 2002–8 period lays with the Independence Party and the Progressive Party, who jointly adopted a tailored privatization program enforced through their reviled clientelist networks.

Without a doubt, the gigantic proportions of the 2008 Icelandic crash reflected the explosive growth generated within the span of less than half a decade by the newly privatized banking system.

The financialization of Iceland’s economy did not take place in response to any profound, underlying crisis in other sectors; it was not a bootstrapping strategy against what Robert Brenner has called the “long downturn” of Fordism, as it was in many other Atlantic economies. To the contrary, the 1990s and 2000s saw stable growth in fishing, heavy industry, high tech, and retail, while unemployment was almost nonexistent.

Not surprisingly, this strong non-finance-based profitability, complemented by an explosion in tourism after the crash, is the single most important — but frequently overlooked — explanation for Iceland’s seemingly miraculous recovery in the seven years since the crash. This strong economic performance is also what has allowed Iceland to escape the political and economic woes surrounding sovereign debt in Europe’s depressed Southern economies.

Curiously, the Icelandic left hardly ever responded to financialization under Oddsson’s rule as a particularly pressing problem. For sure, the privatization of the two major state-owned banks in 2003 was recognized as partly corrupt.

But in the context of Iceland’s robust economic performance during the period — viewed as proof of the virtues of the neoliberal doctrine that demanded privatization — critical voices were easily written off. Banking had a relatively benign image, and bankers were even seen as a progressive alternative to some older segments of the country’s corporatist capitalist class.

The big issue dividing the Left and the Right during the 2000s was not financial regulation but energy policy and the environment. With widespread alarm over the looming destruction of Iceland’s highlands, a left-liberal environmentalist movement at times employed finance- and market-friendly rhetoric against the government’s considerable subsidies for global heavy-industry giants such as Alcoa and Rio Tinto.

A Movement Is Born

The crash of October 2008, coming amid a long and prosperous boom, took everyone by surprise. Geir Haarde, Oddsson’s successor as Independence Party chairman and prime minister, famously uttered the words “God bless Iceland” in a televised address to the nation, immediately causing alarm in a thoroughly secular country.

It became evident that the Icelandic banking sector had, with the government’s complicity, systematically concealed its vulnerabilities for years and engaged in massive fraud, the ludicrousness and magnitude of which has few parallels.

The result of this sudden, traumatic revelation was an outpouring of popular rage that had no equivalent in modern Icelandic history, save for the intense popular opposition to the country’s accession to NATO in 1949. A vibrant and loosely leftist protest movement took over Austurvöllur, the parliament square in the center of Reykjavík, in the winter of 2008–9.

The vitality of the Austurvöllur movement was remarkable, especially in light of how rare criticism of the finance bonanza was while it was happening. Suddenly waking up to the woes of neoliberalism and financialization, the Austurvöllur movement’s defiant weekly protests were complemented by citizen meetings calling for action and reform, the particulars of which ranged in scope from joining the EU to appointing a women’s-only emergency government to founding a new republic.

Hatred of the Independence Party and of Davíð Oddsson, head of the Central Bank since 2005, was the core unifying element of this disparate movement. Convened under the slogan “Voices of the People,” Austurvöllur found a spokesperson and diligent organizer in the person of troubadour Hörður Torfason, already well known as an artist and, no less, as the first prominent Icelander to come out as gay (in 1975).

Under Torfason’s direction, the meetings kept a narrow focus, calling for the resignation of the government, the board of directors of the Central Bank and the Financial Services Authority, as well as the initiation of general elections. Modest and eminently achievable, Torfason’s four demands stood in contrast to the energetic and at times refreshingly utopian atmosphere that settled over the city center.

In January 2009, as protests escalated rapidly, sparking clashes with riot police, the Austurvöllur movement saw what would prove its greatest victory: the resignation of the coalition government of the Independence Party and the Social Democrats, which had been in power since 2007.

While forcing the resignation of a government that enjoyed a huge parliamentary majority rarely seen in Iceland (forty-three out of sixty-three members of parliament) was a major feat, the possibility for any kind of deeper economic regime change had already been more or less precluded by the International Monetary Fund’s patronage of the Icelandic economy, which began as early as November 2008.

The Left in Government

On their face, the parliamentary elections that followed the crash were no less momentous than the crash itself. In May 2009, for the first time in the republic’s history, the two parties seen to compose Iceland’s electoral left managed to create a government coalition on the basis of a solid parliamentary majority.

These were the Left-Green Movement, heirs to Iceland’s communist parties, who had since the late nineties emphasized feminism and environmentalism; and the Social Democratic Alliance, now rid of chairperson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, whose image was severely tarnished by the coalition with Haarde’s Independence Party.

Steingrímur J. Sigfússon, the charismatic leader of the Left-Greens, took office as finance minister while other Left-Green MPs were put in charge of important ministries like health and education. The welfare-oriented veteran MP Jóhanna Sigurðardóttir, freshly elected chairperson of the Social Democrats after Gísladóttir’s departure, would lead the government as prime minister, hailed in the global press as the world’s first lesbian head of government.

Sigurðardóttir and Sigfússon’s government, enjoying a strong popular mandate at the start, quickly adapted itself to the task of instituting the International Monetary Fund’s austerity program and of rebuilding the financial system. Sigfússon maintained a clear focus on reconstructing, rather than restructuring, the banking system, and complying with the watchdogs of global finance.

Simultaneously, he made huge concessions to the Social Democrats, above all by fulfilling their long-time dream of applying for full EU membership, a move that was divisive within both the Left-Greens and among the population at large. In exchange, the Left-Greens bargained for some defensive victories: modest tax hikes for the wealthy and a hold on social-safety-net cutbacks.

Both of the new ruling parties were from the outset hesitant to identify themselves too strongly with the seething popular anger against bankers and neoliberal demagogues. Instead of channeling this mood toward any reversal of the policies that lead to the crash, Sigfússon’s goal was to revamp the essentially neoliberalized economic system it had destroyed. Known as a firebrand orator, Sigfússon’s fierceness soon turned into grumpy resentment of the media and his critics.

Never questioning the gospel of austerity, the Left-Green leadership transformed their party into the executors of what they saw as a painful but unavoidable process. The nationalization of losses resulting from private gains was proudly enforced by the Left-Greens, seemingly in the hope that voters would accept hardship as a punishment for their own complicity in the finance boom and for not having voted the Left-Greens to government earlier. This approach quickly lead to disillusionment inside the party and the evaporation of its new supporters.

The government did sponsor some efforts to satisfy popular anger, one of which was to pursue the Haarde government’s decision to appoint a committee of technocrats to evaluate the causes of the banking crash. The experts swiftly and efficiently prepared a behemoth nine-volume report, “Antecedents and Causes of the Collapse of the Icelandic Banks in 2008 and Related Events.”

The report was received well, but though damning of institutional failures and individual negligence, it was free of any kind of systemic critique. In retrospect, its primary function appears to have been to restore thoroughly unmerited trust in Iceland’s regulatory institutions, and it remains unclear what changes, if any, have been made on the basis of its findings.

Another, perhaps more promising, reform effort made by the Sigfússon-Sigurðardóttir government was the initiation of a process to rewrite Iceland’s constitution. Great fanfare ensued, with the spontaneous creation of grand “crowdsourcing” meetings and widespread excitement about procedural reforms to public decision making, with direct democracy, internet voting, participatory budgeting, and the like floated. The process itself, however, was deemed unlawful by the Supreme Court and was eventually suspended by parliament, where it seems now to have lost all support.

While the constitutional issue held important potential, the lack of any public outrage in the face of parliament’s strangulation of the process raises doubts about the viability of making constitutional reforms central to a transformative left politics.

Another troubling question is the extent to which constitutional failures were to blame for the crash, and why this reform was made to appear so urgent in its wake. For better or for worse, this wave of enthusiasm for administrative and procedural reform did not completely die out, and would later play a role in the success of Iceland’s Pirate Party.

A third effort, perhaps the most ill advised, was the launch of court proceedings against the various ministers who presided over Iceland’s economy in the months before and during the crash. Marred by obvious political horse trading, the result lacked all credibility. Instead of prosecuting Haarde’s entire cabinet — including its Social Democratic ministers, among whom had been the minister of commerce — the government made Haarde himself the sole defendant, giving the entire undertaking the appearance of a vindictive show trial.

Finally, with the support of French examining magistrate Eva Joly, massive court proceedings were initiated against bank chiefs suspected of fraud in the buildup to the crash. Many of the alleged crimes were reckless beyond belief, such as the fake purchase by a member of the Qatari Al-Thani family of a 5 percent share in the major bank Kaupthing, later exposed to have been organized and financed through back channels by the bank itself.

The long and arduous court proceedings, still ongoing, have recently seen scores of bankers sentenced to heavy prison terms. While celebration at the sight of handcuffed bankers is in order, the sheer absurdity of the crimes in question makes it hard to extrapolate any lessons for high-level white-collar criminal prosecution elsewhere.

Unmet Expectations

Taken together, the Icelandic state’s actual reforms after the crash were limited in scope and served largely as a foil to direct attention away from the economic restoration imposed by the IMF in mostly frictionless collaboration with the government.

Sigfússon’s restructuring was successful if judged solely on its own terms. Some of its measures were admittedly heretical by the standards of the global financial system, such as the imposition of capital controls, the refusal to prevent the three big banks from reaching legal bankruptcy, and the avoidance of extreme welfare cuts.

Iceland’s treatment by the IMF was far from a “Greek tragedy,” and it appears that Sigfússon’s statesmanship and determination may have played in a role in averting such a scenario, but so did the absence of intra-European political feuds, the fact that Iceland’s non-financial sector always retained good prospects, and that Iceland’s own mini-currency, the Króna, could withstand the massive devaluation that immediately propped up both the fishing and tourism industries.

While Iceland’s unorthodox, supposedly left restructuring was praised by figures like Paul Krugman, no efforts were made to strike a more favorable balance of forces between popular and capitalist interests that went beyond harm reduction.

The priority was always to get the wheels running again, not to reform the economy — let alone transform it. It is telling that while the Left-Greens had loudly protested the privatization of the Icelandic telecom firm and the banks under Oddsson’s rule, they made no attempt to reverse privatization once in power.

Perhaps most disappointingly, efforts to reform Iceland’s fisheries management yielded no significant results. The controversial system, known as the quota system, is based on the annual allotment of a quota in each species by ton, a practice mandated by the state in the mid 1980s to prevent overfishing. In 1990, a momentous law was passed which made individual quota shares, previously given out at no cost, eligible for free commercial transfer.

Following this decision, quota shares became a form of capital that was bought, sold, rented, and securitized at highly profitable rates. As selling or leasing out quota to larger corporations became far more profitable for smaller players in the industry than actual fishing, the system simultaneously buttressed the formation of a new class of super-wealthy “quota kings” and destroyed the economies of multiple villages along Iceland’s sparsely populated coastline.

Following decades of popular frustration with the disastrous social consequences of the quota system, it was expected that the left government would finally reform it, but these hopes were dashed as the Left-Green’s minister of fishing got the process bogged down in a doomed attempt to solicit agreement from the industry itself.

Ultimately, the legacy of the Left-Green’s time in government contains little more than modest victories, like slight income tax hikes and a 20 percent raise in the monthly allocation of state-offered student loans which barely kept up with inflation.

Since the Left-Greens failed to meet the high expectations they set before taking office, public discontent came to be channeled and satisfied in a number of other ways. Surprisingly, some of the most successful appeals came from the powers that had presided over the finance fiasco itself, above all the Progressive Party, whose proposed measures avoided challenging elite interests and lacked redistributive or egalitarian characteristics.

While the Progressive and conservative attacks on Sigfússon and Sigurðardóttir’s administration were not compelling at first, the government’s inept responses to these attacks proved fatal. When the Progressive Party began to mobilize its own grassroots network around issues of sovereign and homeowner’s debt and offered what appeared to be bold and tangible action, the Left-Greens and the Social Democrats stood no chance.

The Icesave Surrender

The issue that most strongly ignited popular anger in the wake of the crash, and which became a curse on public debate in Iceland for years, was the “Icesave” affair. Icesave was the name given to the commercial bank accounts, carrying conspicuously high interest rates, offered by Landsbankinn to customers in the United Kingdom and Netherlands during the pre-crash finance bonanza.

As soon as the crash hit, it became clear that deposits were being sucked into the black hole of the Icelandic collapse. The UK and Dutch governments immediately took steps to guarantee all potential losses incurred by citizens who owned Icesave deposits, but subsequently insisted that the Icelandic government was liable. Westminster employed legislation intended to prevent the financing of terrorism to freeze Landsbankinn’s assets in Britain.

Finance Minister Sigfússon, curiously eager to take political responsibility for solving the Icesave affair rather than leaving it to the Social Democrats, came under intense pressure from the IMF to accept any and all conditions imposed by the Dutch and UK governments, despite the serious legal ambiguities concerning the applicability of EU directives under conditions of a system-wide banking crash. In a catastrophic error of judgment, Sigfússon’s envoys returned from 2009 negotiations with the Dutch and British with draft legislation that capitulated entirely to their demands.

Anger ensued, with fault lines drawn in ways that did not conform to the left-right spectrum of Icelandic politics. The Right mobilized nationalist sentiment to present the dispute as one of a tiny, defenseless population against the tyranny of foreign states, harking back to Iceland’s conflict with Britain in the 1960s and ’70s over fishery zones.

Opposition to the Icesave accords, on anticapitalist rather than nationalist grounds, was also endorsed by independent left groups, such as the Iceland chapter of the alter-globalization network ATTAC, and a significant number of the Left-Green MPs. Left and progressive allies from around the world, ranging from Eva Joly to Michael Hudson and Alain Lipietz, defended the right of the Icelandic people to refuse sole responsibility for the Icesave debts.

Like Sigfússon’s camp inside the Left-Greens, the Social Democratic Alliance joined forces with centrist elements of the Independence Party and argued that anything short of absolute compliance with British, Dutch, and IMF demands would be a disgrace, jeopardizing Iceland’s international reputation and ability to reinstate itself in the community of Western nations.

This sat well with the left-liberal analysis of the Icelandic crash and its roots, which emphasized local incompetence and corruption above all, the only solution to which would be the adoption of what Iceland’s Social Democrats naively regarded as the responsible and ethical practices of the EU and its leading states.

Oblivious to the glaring thuggishness and legal ambiguity of the British demands, left-liberal sensibilities presented the payment of Icesave debts as a kind of justified war reparations. Sigfússon’s camp defended the deal in even more absurd terms; most memorably Svavar Gestsson, former leader of the People’s Alliance and chief negotiator of the first Icesave drafts, declared: “We are in fact carrying away the sins of the world, as was said of Jesus Christ.”

Homeowners of the World, Unite

Even before the Left-Greens were split between Sigfússon’s fanatical attachment to odious Icesave deals and a fierce internal opposition, a new citizens movement called InDefence had already put itself at the forefront of the anti-Icesave movement.

This energetic volunteer group gathered 75,000 signatures protesting the British government’s freezing of Icelandic assets and organized a maudlin Internet meme campaign in which Icelandic families, oblivious to the racist subtext, posed for cameras holding placards with messages innocently asking whether they “looked like terrorists.”

Lacking the left, egalitarian, and reform-oriented focus of the Austurvöllur protests, the InDefence group managed to transform dismay over the crash into national pride, gladly making room for supporters of the Independence Party and Progressive Party, who cherished the opportunity to divert attention from their own complicity in the banking scandals. Those within the Left-Greens who opposed the government’s Icesave proposals were quickly shoved aside by Sigfússon, causing a dramatic exodus from the party’s parliamentary group.

With support from The Homes Association and the republic’s cunning president, Ólafur Ragnar Grímsson, in office since 1996, the InDefence group’s campaign marked a decisive turning point in the development of Iceland’s post-crash politics. In refusing to ratify Sigfússon’s Icesave accords in January 2010 and instead subjecting them to a national referendum, Grímsson detonated a political bombshell.

The president aligned himself with popular sentiment and caused embarrassment for the leftist government amid a wave of global support for this seemingly progressive and daring affront to Iceland’s foreign creditors.

Cleverly, Grímsson — a chameleon who before his presidency successively held posts in several political parties — also managed to use the Icesave affair to gloss over his own relationship with the banking elite, whose business ventures he had ceaselessly touted during the bonanza years.

While the Icelandic presidency is historically ceremonial, Grímsson had been viewed at the turn of the millennium as the Left’s ally against Oddsson’s rule. Following his intervention in the Icesave affair, he immediately became reviled by his former allies and a hero of a nascent right-liberal populist movement.

The camp of Icelandic voters that remained most unimpressed with the Left-Green and Social Democratic government was composed largely of indebted homeowners, who found a voice in the Homes Association. The sharp rise in consumer prices that resulted from the Króna’s collapse during the crash had an immediate and disastrous effect on mortgage holders.Principals and monthly installments grew substantially due to the practice of indexation, a peculiarity of Icelandic banking practices that was introduced as a counter-inflationary measure in the 1980s. With indexation, the principals of mortgages, student loans, and most other long-term loans in Iceland are linked to a consumer price index, placing the risks of inflation entirely on the borrower.

The few who had averted indexation by taking loans in foreign currencies — a practice of Icelandic banks later deemed partially unlawful — were in no better position. Iceland’s economy encourages homeownership and measures have not been taken to make leasing and renting cheap and accessible, as they have in Sweden. As in the United States, mortgage plight is a common condition in Iceland. Correspondingly, InDefence and the Homes Association had a supporter base that defined its priorities in terms of homeownership rather than wages and welfare.

Furthermore, these new citizens movements had limited interest in the wider social justice concerns of the Left, and shamelessly exploited nationalist sentiment. The Icesave debacle and the onslaught of loud complaints from homeowners guaranteed that the response to sovereign and household debt came to be perceived as the chief shortcoming of the left government.

Even if the particular victimization of homeowners by the crash was exaggerated, the Icelandic left still needs to address indebtedness as a dimension of social struggle. Finding ways of offering class-sensitive policies that will place the issue of indebtedness alongside wages and welfare as a matter of economic justice is a challenge that remains to be met.

Things Fall Apart

The most incredible volte face of post-crash politics came with the May 2013 parliamentary elections. The Progressive Party entered the campaign revitalized by its affiliation with the InDefence movement, vindicated by a recent European Free Trade Association court ruling on the Icesave accords, seemingly unfazed by the crash, and betting heavily on the discontent of mortgaged homeowners.

The silver bullet of the party’s electoral campaign, however, was its promise of the so-called “correction,” a proposal to refund increases in indexed mortgage principals resulting from the inflation spike. Speaking directly to disaffected homeowners, the plan would be financed by levies on foreign claimants to the remains of the collapsed banks once the IMF-authorized capital controls were eased, scheduled to take place in the upcoming electoral term.

Getting the message across despite his loopy and awkward persona, Progressive chairman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson relentlessly pushed the correction as a dominant campaign issue. Ultimately, the bet paid off, and Gunnlaugsson successfully placed himself and the Progressive Party’s seemingly bold ideas at the center of the 2013 contest.

During the campaign, the Left-Greens and the Social Democratic Alliance were visibly weakened. The Social Democrats, now led by the hopelessly bland MP Árni Páll Árnason, were harmed by misguided policies such as advocacy for EU membership at a time when the EU was less popular than ever in Iceland.

Furthermore, the left parties’ legitimate criticisms of the correction — above all the nauseating fact that it would primarily benefit already affluent mortgage holders — offered little to voters in the absence of alternative, egalitarian approaches to much-needed debt relief for working- and middle-class Icelanders.

Implicitly acknowledging the damage done by the austerity he implemented and the reviled Icesave deals he advocated, Sigfússon stepped down in advance of the campaign, making room for the fresh-faced former minister of culture and education, Katrín Jakobsdóttir. When votes were counted, the results allowed the Progressives and the Independence Party to form a parliamentary majority, resuming the political trajectory established in Iceland before the crash.

The Missing Left Alternative

Even as they extinguished the last spark of the enthusiasm of the Austurvöllur movement, the 2013 elections also saw some intriguing developments. The most noteworthy of these was the success of the new Pirate Party, headed by Birgitta Jónsdóttir.

Jónsdóttir entered politics in 2009 as an MP of the Citizens’ Movement, a short-lived group comprising various activists from the Austurvöllur protests. Anticipating the eventual implosion of the loosely knit coalition, Jónsdóttir laid the groundwork for an Icelandic equivalent to the Pirate Parties of Sweden and other European countries.

In a surprise win, the party secured three MPs in the 2013 elections and, in May 2014, one member of Reykjavík’s fifteen-member city council. The subsequent rise of the Icelandic Pirate Party has no direct parallel in any other Western country. Polling at 36 percent, it is the country’s leading party, seven points ahead of the historically dominant Independence Party.

While the Pirates have recently advocated for issues like universal basic income, the party’s propensity towards a naively apolitical proceduralism, all the more worrisome given the presence of a rabid and growing right-libertarian wing within its ranks, will likely prevent it from unifying around a leftist agenda of any sort.The astonishing popularity of the Pirate Party is in some ways comparable to that of the Best Party, founded in 2009 and later transformed into the parliamentary party Bright Future. Spearheaded by comedian Jón Gnarr, who consequently became the mayor of Reykjavík, the Best Party ran victoriously for city council in the 2010 municipal election. Bright Future, now struggling after Gnarr’s departure from politics, faces increasing challenges in distinguishing itself from the established parties.

With their mockery of mainstream politics and focus on cyberspace and technocratic state reforms, both Bright Future/The Best Party and the Pirate Party share some characteristics with the Italian Five Star Movement.

Along with the InDefence Movement, these two parties currently stand as the principal legacy of the political rupture that began with the Austurvöllur protests in the wake of the crash. That legacy has been disappointing. The response to the 2008 crash has neither sustained mass mobilization around demands for economic redistribution nor developed a compelling political discourse acknowledging class conflict.

While people around the world will no doubt continue to project various fantasies onto the tiny island republic, the fact remains that Iceland has yet to see any surge in left mobilization comparable to that in Portugal and Greece — or even the more modest adjustments being made inside the two trans-Atlantic establishment left-liberal parties in the form of the Bernie Sanders and Jeremy Corbyn campaigns.

Until a coherent left-wing force capable of uniting those suffering from Iceland’s economic inequalities emerges, that is likely to remain the case.

Ávarp flutt 8. mars í Iðnó

Kæru félagar,

til hamingju með daginn og takk fyrir að bjóða mér.

Ég ákvað að mæta hingað sem fulltrúi hins femíníska próletaríats. Ég er alls ekki lömpen, eða tötrahypja eins og það heitir á íslensku, heldur afskaplega stéttvís kona. Ég hef alltaf verið femínisti. Mínar fyrstu femínísku minningar eru hápólitískar auðvitað, snúast um Kvennaframboðið, svuntu og ásakanir um áróðursbrögð frá pabba vinkonu minnar. Góð saga, ég skal einhverntíman segja ykkur hana.

Ég hef líka alltaf verið kommúnisti. Í mínum huga fara róttæk stéttabarátta og femínismi saman eins og lóa og spói og ég varð í alvöru ótrúlega hissa fyrir ekkert svo mjög löngu síðan þegar ég áttaði mig á því að allir geta sagst vera femínistar, án þess að geta eða þurfa að færa nokkrar sönnur á mál sitt. Ég hafði semsagt alveg misst af neóliberal útgáfunni af kvenfrelsisbaráttunni, þangað til 2008, satt best að segja. Skömm er frá að segja.

Jæja, nú hætti ég að kjafta frá leyndarmálum og hef erindið:

Getur femínismi verið afl gegn fasima?

Er fasismi eitthvað sem við þurfum raunverulega að vera að pæla í hér á Íslandi? Og afhverju hefur almenningur, ekki bara einhverjir radíkalar, undanfarið verið að hugsa um fasisma?

Vegna þess að pólitískir flokkar með áberandi fasísk einkenni eru orðnir mjög áberandi:

Tepartýið í Bandaríkjunum, öfga-hægri armur Repúblíkanaflokksins, samansafn smáborgara og próletaríats sem hefur enga stéttavitund vegna þess að allt tal um stéttabaráttu hefur verið markvisst fjarlægt úr umhverfinu, eða Gullin dögun í Grikklandi, flokkur fasista sem hafa ekkert að fela og hræða okkur kannski mest þessvegna, UKIP í Bretlandi, Svíþjóðardemókratarnir sem unnu stórsigur í kosningum síðasta sumar, ásamt fjölmörgum öðrum óhefðbundnum hægri flokkum í Evrópu, sem einnig unnu mikla sigra í kosningunum síðasta sumar(á meðan kosningaþátttaka dregst almennt saman, mæta kjósendur þjóðernisflokkana á kjörstað). Svo mætti lengi telja, gleymum ekki Pegida hreyfingunni.

Hér í Reykjavík fékk flokkur sem var við það að þurrkast út stórfínt fylgi um leið og forystan ákvað að þramma af stað undir ekkert mjög taktföstum slætti íslamófóbíunnar. Þessi sami flokkur fríkar út og fer að tala um ofsóknir og endalausnir ef einhver leyfir sér að vitna í orð borgarfulltrúanna sem voru kjörnir, fer í kjölfar eigin ofsafenginna viðbragða að tala um arfleið flokksins sem mesta mannréttindaflokks Íslands. Þegar sú sýning fer í gang er freistandi að vitna í Trotský, sem velti mikið fyrir sér uppgangi fasismans fyrir margt löngu:

“Veröldin öll hefur hrunið innan í höfðum smáborgaranna, sem glatað hafa öllu andlegu jafnvægi. Stétt þessi argar kröfur sínar svo hávært, sökum örvæntingar, hræðslu og biturleika, að hún sjálf heyrir ekki lengur og glatar því getunni til að skilja eigin orð og látbragð.”

Þrátt fyrir að gríðarmikill munur sé oft á milli landa í því hvernig fasismi birtist hjá pólitískum hreyfingum eiga þær ávallt mikilvæg atriði sameiginleg: Þeirra á meðal eru tilbúningur á óvinum og blórabögglum,og markviss áróður, í þeim tilgangi að búa til hræðsluástand á meðan raunverulegur tilgangur hreyfinganna er falinn í popúlisma og fölskum loforðum.

Og svo afskaplega mikilvægur þáttur: stéttaeðlið, sem er ávallt til staðar, auðvaldið; sem styður undantekningarlaust hin fasísku öfl á einhvern hátt og uppsker undantekningarlaust eins og til var sáð.

Gott dæmi um framkomu auðvaldsins við vinnuaflið undir fasískum stjórnarháttum er ástandið í Chile undir stjórn Pinochet: þar glataði vinnuaflið sífellt meira af sínum skerf í tekjum þjóðarbúsins til auðvaldsins, lágmarkslaun lækkuðu um næstum því helming á níunda áratugnum, fátækt jókst, einn þriðji af vinnuaflinu var án atvinnu í upphafi níunda áratugarins.

Tuttugasta öldin geymir svo auðvitað mörg fleiri dæmi.

Hversvegna hafa flokkar með fasísk einkenni orðið svona áberandi undanfarin ár?

Viðbrögð flokka nýfrjálshyggjunnar sem víðast hvar hafa verið og eru við völd, við kreppu auðvaldsins sem dunið hefur yfir veröldina, hafa búið til ástand þar sem fasísk retorík á greiðan aðgang að kjósendum. Í stað þess að grípa til þess sem hægt væri að kalla eðlileg viðbrögð í kreppuástandi, að nota ríkið til að endurbyggja samfélögin sem kapítalistarnir hafa farið langt með að eyðileggja, er þveröfug leið farin af hinum hefðbundnu pólitísku flokkum: niðurskurður, uppsagnir, ósanngjörn dreifing skattbyrðinnar þar sem þau blönku halda restunum af velferðarkerfinu uppi á meðan þau auðugu stinga arðinum undan, niðurrif áunninna réttinda vinnandi fólks og svo auðvitað árásir á mótmælendur og árásir á aðflutt og “óþarft” vinnuafl sem tilheyrir öreigastéttinni, ásamt ýmsu öðru.

(Hér er hægt að nefna hnífaárás lögreglunnar sem hlýðir skipunum útlendingayfirvalda, á Chaplas Menka, sem dæmi um árásir á “óþarft” vinnuafl).

Síðasta krísa, sem byrjaði á WallStreet og breiddist svo út um alla veröld hefur afhjúpað algjörlega nýfrjálshyggjuna sem það sem hún er: Hið “fullkomna” arðránstæki, þar sem bæði lagaumgjörð þjóðríkjanna og alþjóðleg lagaumgjörð er útbúin og endurunnin til að hámarka gróða auðvaldsins, þar sem “endurbætur” verða á vinnumarkaði í þeim tilgangi að auðvelda arðránið, þar sem hið yfirþjóðlega fjármagn þarf ekki að þola neinar hömlur en hið alþjóðlega prekaríat, hið óþarfa vinnuafl, má raunverulega drepast án þess að það komi nokkrum sérstaklega við.

Kapítalisminn og nýfrjálshyggjan hafa skapað samfélag sturðlaðra öfga. Ég vitna í einn internet komma: Að segja að ójöfnuður sé mikill á alþjóðlega vísu er eins og að segja að sólin sé pínku heit.

Samkvæmt útreikningum Credit Suisse, þeirrar ægilegu kommastofnunnar, á ríkasta eitt prósent veraldarinnar helming alls auðs á meðan helmingur alls mannkyns á samanlagt eitt prósent auðsins. World Socialist Web Site reiknaði dæmið áfram, notaði forsendurnar sem Credit Suisse hafði notað og komst að þeirri niðurstöðu að ef þróunin héldi áfram á sömu leið myndi eitt prósentið eiga allan auð veraldar innan 23 ára.

Frekar hrollvekjandi tölur, ekki satt?

Á meðan niðurskurðarstefna yfirvalda gerir lífið erfiðara fyrir hin eignalausu og skuldugu, halda hin ríku áfram að auðgast, þau soga til sín öll verðmæti sem sköpuð eru í samfélaginu, koma þeim undan í skattaskjól eða nota til að sölsa undir sig enn meiri eignir sem áður voru í almannaeigu en hafa verið settar á markað, oftast í óþökk almennings, af yfirvöldum.

Semsagt, ekkert triklar lengur niður, allt sogast upp.

Örvæntingarfullir kjósendur í Evrópu og víðar gefast upp á falslýðræði nýfrjálshyggjunnar, þar sem kapítalistarnir hafa í raun tekið sér einræðishlutverk, treysta ekki lengur loforðum hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka, sem hafa enda svikið öll loforð aftur og aftur. Í sjúkri veröld nýfrjálshyggjunnar verður til sjúkt samband á milli óöruggra kjósenda, fasista og plútókrata. Í sjúkri veröld gerast ömurlegir hlutir, örvænting fær fólk til að taka ömurlegar ákvarðanir.

Það er ekkert sjálfsagt við það að fasismi njóti vinsælda eða sé óumflýjanlegur. En ef aðstæður halda áfram að versna, ef auðvaldið heldur áfram á sinni glæpaför og samfélög halda áfram að hnigna er ekkert ólíklegt að kapítalistarnir snúi sér í auknum mæli til fasískra afla til að tryggja hámörkun gróðans.

Eins og þau sem þekkja til fasisma á síðustu öld geta bent okkur á eru sum einkenni fasisma þegar til staðar á Vesturlöndum og fram koma sífellt háværari kröfur um meira, frá hópi þeirra sem fara með samfélagslega stýringu:

Öflugri njósnastofnanir, innan þjóðríkjanna og alþjóðlegar, sem eru ávallt á verði og vopnað lögreglulið með sérstakar heimildir til að takast á við svokölluð óæskileg, róttæk öfl .

Hvernig berjumst við femínistar gegn fasisma?

Í mínum huga er það augljóst:

Við berjumst gegn fasisma með því að berjast gegn kapítalismanum.

Við berjumst gegn fasisma með því að berjast fyrir réttlæti.

Við berjumst gegn fasisma með því að bjóða uppá raunverulegar, alternatívar lausnir.

Við berjumst gegn fasismanum með því að hjálpast að í því lífsnauðsynlega og almikilvægasta verkefni sem hægt er að hugsa sér:

Að koma okkur sjálfum, systrum okkar og bræðrum, sjálfu lífríkinu úr klóm þessa sturlaða auðvalds nútímans, sem stendur á bjargbrún heimsendis, tilbúið í að steypa okkur öllum fram af brúninni.

Við höfnum einstaklingshyggjunni, við höfnum frama einnar á kostnað annarar, við höfnum markaðsvæðingu réttlætisins og við viðurkennum að hin femíníska barátta er alþjóðleg og intersekjónal.

Ef okkur er raunverulega umhugað um að berjast gegn fasisma þá berjumst við gegn auðvaldinu.

Við spyrjum okkur: Hvað er femínismi?

Femínismi er frelsishreyfing, frelsunarhreyfing. Við frelsum okkur undan oki feðraveldisins, við gerum það sjálfar með persónulegri ákvörðun um að lifa sem upplýstar manneskjurog svo gerum við það með því að horfast í augu við það að baráttan er algjörlega samtvinnuð stéttabaráttunni.

Til að berjast gegn uppgangi fasismans þurfum við að taka þátt í róttækri fjöldahreyfingu sem vinnur markvisst gegn auðvaldinu og vinnur markvisst í því að búa til samfélag félagslegs og efnahagslegs jöfnuðar.

Í nafni alþjóðahyggjunnar ætla ég að lokum að vitna fyrst í Klöru okkar Zetkin, og svo í Rósu okkar Lúxemburg, blessuð sé minning þeirra:

Hagsmunir vinnuaflsins, þeirra kúguðu og arðrændu, eru þeir sömu í öllum löndum,

og

með baráttunni fyrir frelsun kvenna munum við flýta þeirri stundu er núverandi samfélagsgerð splundrast undan hamarshöggum hins byltingarsinnaða próletaríats.

Lifi baráttan, takk fyrir

Yfirlýsing evrópsku Attac samtakanna í kjölfar grísku þingkosninganna

Í dag er dagur samstöðu með Grikkjum í Evrópu. Því birtum við yfirlýsingu evrópsku Attac samtakanna til stuðnings Syriza.

Vonin hefur borið sigur úr býtum í baráttunni við ótta og uppgjöf í grísku þingkosningunum sem haldnar voru 25. janúar síðastliðinn. Í fyrsta skipti í grískri sögu er vinstri sinnuð ríkisstjórn við völd í landinu. Sigurinn vekur von, ekki aðeins fyrir grískan almenning heldur einnig fyrir alla þá íbúa Evrópu sem sýnt hafa samstöðu í baráttunni við niðurskurð Troikunnar.

Samstaðan var mikil og áberandi í kosningabaráttunni, ekki aðeins á fundum í Grikklandi, heldur líka í pólitískum yfirlýsingum og á stuðningsviðburðum um alla Evrópu. Segja má að við höfum öll tekið þátt í þessum sögulegu atburðum. Niðurstöðurnar hvetja okkur til dáða: í grísku kosningunum unnu kjósendur til baka lýðræðislegan rétt sinn til að stýra þeim ákvörðunum sem teknar eru í þeirra eigin samfélögum.

Fyrstu yfirlýsingar og aðgerðir hins nýja meirihluta staðfesta ásetning um að berjast gegn niðurskurðarstefnunni í Grikklandi og Evrópu, að frelsa almenning undan skuldaokinu sem notað er til að framkvæma stefnumál nýfrjálshyggjunnar og sem meinar kjósendum að njóta lýðræðislegra réttinda og félagslegs réttlætis. Þessi barátta verður hatrömm og þarfnast viðvarandi stuðnings. Evrópsku Attac samtökin heita stuðningi sínum, því málið varðar Evrópu alla og baráttan snýst um að breyta stefnu álfunnar.

Ekkert af þessu verður auðvelt og vissulega má setja fram gagnrýni ef þess gerist þörf. Hin evrópsku Attac samtök ætla sér að fylgjast náið með ákvörðunum þeim sem ríkisstjórn Syriza tekur. Við þessar vandasömu aðstæður munum við fyrst og fremst leggja mat á árangur ríkisstjórnarinnar út frá því hversu vel hún stuðlar að því að eftirfarandi markmið náist; endalok niðurskurðastefnunnar, að efla stofnanir lýðræðisins, að taka völdin úr höndum markaðarins, að bregðast við loftlagsbreytingum af mannavöldum og endurvekja félagslegt réttlæti um alla Evrópu.

Sökum þess að opinberar skuldir Grikklands koma okkur öllum við og skipta höfuðmáli fyrir Grikki sjálfa, sem standa frammi fyrir ósjálfbærri skuldastöðu, munum við fyrst og fremst berjast fyrir því að haldin verði evrópsk ráðstefna um opinberar skuldir, í líkingu við þá sem haldin var árið 1953 í London vegna skulda Þýskalands. Þessa ráðstefnu munum við nota til þess að berjast fyrir endurskilgreiningu á hlutverkum og völdum þeim sem stofnanir Evrópusambandsins fara með.


Þýðing: Sólveig Anna Jónsdóotir

Ályktun stjórnar Attac-samtakanna á Íslandi um kosningarnar í Grikklandi 25. janúar 2015

Undanfarin fimm ár hafa Grikkir mátt þola einhverja verstu kreppu, hörmungar og harðindi sem dunið hafa yfir nokkurt Evrópuríki frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Almennt atvinnuleysi er nærri 30%, atvinnuleysi meðal ungs fólks ríflega 50%, efnahagslífið hefur dregist saman um 25% á fimm árum og hvergi sér til lands í þessum þjóðfélagslegu hamförum.

Harðindin eru eingöngu af manna völdum. Þau eru fyrirskipuð af svokallaðri Troiku, heilagri þrenningu Evrópusambandsins, Evrópubankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem tekið hefur sér vald til að skipa fyrir um að Grikkir skuli þola niðurskurð, samdrátt og eymd.

Nú lítur út fyrir að Grikkir kjósi til valda flokk, sem hefur á stefnuskránni að hafna forræði Troikunnar. SYRIZA boðar að komist flokkurinn til valda, muni stjórn sem hann leiðir hefja aðgerðir til að vinda ofan af þessum manngerðu hörmungum. Heimili fá rafmagn, lágmarkslaun verða lögboðin, undið verður ofan af einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, o.s.frv. Boðað verður til alþjóðlegrar skuldaráðstefnu þar sem Grikkir munu fara fram á að ólögmæt skuldsetning landsins verði felld úr gildi.

Stefna og starf SYRIZA flokksins og mikið fylgi hans er vonarljós í þeim hörmungum sem nýfrjálshyggjan hefur leitt yfir Grikkland og önnur lönd álfunnar. Ásamt með flokknum Podemos á Spáni er nú raunverulegur möguleiki á að boðið verði upp á valkost við grimmilega nýfrjálshyggju og niðurskurðarstefnu þá sem Þýskaland undir forystu kanslarans Angelu Merkel, með stuðningi AGS, hefur þröngvað upp á evrópskan almenning, í þágu fjármagnsaflanna.

Sósíaldemókratar, bæði hér og annars staðar í Evrópu, keppast við að lýsa því yfir að SYRIZA sé popúlískur flokkur sem gangi gegn heilbriðgri skynsemi með stefnu sinni. Íslandsdeild Attac álítur hins vegar, ásamt hinum alþjóðlegu Attacsamtökum, að stefna og áherslur SYRIZA geti orðið fyrirmynd fyrir endurnýjun stjórnmála, bæði á Íslandi sem og annars staðar í álfunni; að unnt verði að byggja nýja sókn gegn því eina prósenti mannfjöldans, sem á nær fjórðung þjóðarauðs Íslands og helming alls auðs mannkyns.

Síðan kreppa auðvaldsins skall á hafa allar pólitískar og efnahagslegar aðgerðir í Evrópa snúist um að tryggja alvald banka og auðjöfra yfir almenningi. Engu hefur verið skeytt um afdrif fólks, sem misst hefur vinnu og heimili, engu hefur verið skeytt um lýðæðið, þvert á móti hafa mótmæli verið barin grimmilega niður og fríverslunarsamningar gerðir bak við luktar dyr, engu hefur verið skeytt um afdrif flóttafólks og farandverkamanna sem búa við ömurlegar aðstæður, ofsótt af stjórnvöldum og hreyfingum fasista, sem vaxið hefur fiskur um hrygg í efnahagslegu uppnámi síðustu ára. Ekkert hefur skipt máli nema auður auðvaldsins og að hann haldi áfram að vaxa.

Niðurstaða kosninganna á morgun kemur til með að hafa áhrif langt út fyrir Grikkland. Sigur SYRIZA mun blása kjarki í brjóst almennings sem þjáðst hefur undir oki kapítalistanna. Hann mun kveikja ljós í myrkri kreppunnar og vísa veginn til mannúðlegrar framtíðar þar sem gildi lýðræðisins; frelsi, jafnrétti og bræðralag eru raunverulega í heiðri höfð. Sigur SYRIZA gefur fólki í Evrópu tækifæri til að segja: Við erum þreytt á nýfrjálshyggju, niðurskurði og rasisma. Við krefjumst Evrópu fyrir fólk, ekki fjármagn!

Íslandsdeild Attac sendir hugheilar baráttu og stuðningskveðjur til Grikklands. Við stöndum við hlið ykkar í baráttunni fyrir réttlátri veröld, megi sigur ykkar vísa okkur veginn.

Við höfum engu að tapa nema fölsku lýðræði nýfrjálshyggjunnar og heilan heim að vinna.

Stjórn Attac á Íslandi.

Fátækrahverfin hið innra

Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.

Þannig yrkir sænska skáldið Tómas Tranströmer og má segja að þarna birtist sannleikur ljóðsins, sá lífskjarni þess sem engin önnur svið ná yfir. Enginn veit hvað gerir ljóðið að handhafa þess sannleika sem ekki er hægt að orða með öðrum aðferðum. Þar koma til töfrar, töfrar tungumálsins. Ljóð verður til þegar hugsun og tilfinningar renna saman.

Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna,” orti annað skáld, William Carlos Williams, sem líka var læknir og vissi nákvæmlega um hvað hann var að tala.

Það segir því meira um nútímann en ljóðið hve fáir leita það uppi. Það nýtur ekki mikils fylgis í skoðanakönnunum og það hefur lengi gengið atvinnulaust í þjóðfélagi yfirborðsmennskunnar. En þetta segir ekki alla söguna, því ljóðið vaknar við furðulegustu aðstæður og nær máli. Ekkert ósvipað og þegar fólk mótmælir. Þú getur sagt að ég sé draumóramaður, en ég er ekki einn um það.

Svona gæti ég haldið áfram að prjóna, en hvað með fátækrahverfin? Búa þau innra með okkur? Hvernig mælum við slíkan viðskiptajöfnuð? Er mikil verðbólga í sársaukanum? Hver er kauphallarvísitala gleðinnar? Eða eigum við að spyrja: Hvað varð um umhyggjuna í ríkidæminu? Svo virðist vera að því betur sem þjóðum vegnar á veraldlega sviðinu því minna sé umburðarlyndið. Þetta má heita undarleg mótsögn.

Til að hampa tjáningafrelsinu hrópa ég skíthæll á eftir nágranna mínum“, yrkir danska skáldið Peter Poulsen. Í allri umræðu nútímans gætir mjög þeirrar tilhneigingar að aðgreina tjáningafrelsið frá þroska. Í dag vitum við að það er dónaskapur að tala niðrandi um konur og samkynhneigða en það sama gildir ekki um útlendinga og fólk úr öðrum menningarheimum. Sá sem tjáir sig tekur ábyrgð sig á orðum sínum.

Sænskir rasistar hafa nýlega hampað myndum sem sýna nafngreinda þeldökka menn, oft talsmenn innflytjenda, hengda í snörum. Myndirnar minna á myndir frá athöfnum Ku Klux Klan. Þegar þeim er bent á að þetta sé rasismi kalla þeir þetta list og vísa til tjáningafrelsis. Þarna er spurningin um mörk tjáningafrelsis og þroska. Við vitnum aftur í Peter Poulsen og segjum: “Til að hampa tjáningafrelsinu hrópa ég skíthæll á eftir nágranna mínum“.

Að beita tjáningafrelsinu sem veiðileyfi á ákveðna þjóðfélagshópa og trúarbrögð er vanþroskuð misnotkun á því. Það þýðir þó ekki að slökkva eigi á þessum vanþroskuðu röddum heldur verður að mæta þeim bæði í orði og á borði. Nasisminn er hin eilífa áminning um þessi mál og þeir sem nú eru í því hlutverki sem gyðingar voru í þá eru landflótta fólk og múslimar. Þess vegna ber að taka þau hægrisinnuðu öfl sem nú tröllríða kjörkössum Vesturlanda alvarlega. Þau eru fátækrahverfin innra með okkur en nærast um leið á getuleysi umbótaaflanna sem fyrir löngu hafa kvatt þá hópa samfélagsins sem þeir upphaflega voru skuldbundnir.

Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar.
Gesturinn hugsaði: Þið búið vel.
Fátækrahverfin eru innra með yður.

og öll þessi ef og öll þessi kannski,
að vera eða vera ekki.
Þess vegna trúi ég á spurningamerkið,
drekki táraflóðinu
og hlæ jafnvel í mótmælaskyni.
Hver er ég og hvar
innan um öll þessi ef og öll þessi kannski …

Í upphafi var orðið,
og orðið var tónn og orðið var mynd
og engin mótsögn að vera í mótsögn við sjálfan sig,
því raddir lífsins eru margar
og heyrast löngu eftir
að þær eru þagnaðar

og þögnin talar í sífellu
um öll þessi ef og öll þessi kannski,
um tóna og myndir, orð án upphafs
því í upphafi var ekkert nema orð
hér á jörðu þar sem maginn
er jafn galinn og hausinn

Ég trúi á spurningamerkið,
á leitina að sambandi,
að innstungu í vegginn hjá guði
sem vitaskuld er án raflagna
og sambandslaus við allt
nema skip heiðríkjunnar
hlaðin svörtum fánum
og myrkri við sjónhring.

Þess vegna
trúi ég á spurningamerkið,
á hring lífsins
sem er síðasta núllið
í síðustu krónunni
og ekkert getur bjargað okkur
nema öll þessi ef
og öll þessi kannski,
trúin í trúleysinu
og trúleysið í trúnni,
amen.

Pistill sem Einar Már flutti á málþing í Iðnó 17. janúar um stöðu múslima á Íslandi, málfrelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfgafólk getur skapað í samfélaginu.

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta

Málfrelsi, trúfrelsi, hætta.

Samhyggð, forréttindi, samhengi.

3 orð sem væri gott að halda málþing um.

Samhyggð, að geta sett sig í spor annara, að reyna að klæða sig í annara upplifanir. Mannkynssagan er einskis virði án samhyggðar, án hennar er hún bara upptalning á atburðum, án hennar getum við sleppt því að skrá niður atburði, því við skiljum þá ekki og án skilnings er atburðaskráningin einskis virði, þá erum við eins og fólk með söfnunaráráttu, sem fyllir heimili sín af drasli sem það gerir aldrei neitt með.


Forréttindi, þau eru margskonar en td. eru það forréttindi að geta hlegið að bröndurum um fjöldamorð. Eða bröndurum um Múhammeð þegar það er alltaf verið að drepa menn sem heita Múhammeð, alltaf verið að pynta menn sem heita Múhammeð, í pyntifangelsum siðmenningarinnar, þegar fólk í löndum þar sem margir heita Múhammeð er alltaf að deyja, þegar þú heitir aldrei Múhammeð og enginn myndi nokkru sinni halda að þú hétir það, afþví það er ekkert Múhammeðslegt við þig, það tók enginn mynd af þér í pyntifangelsi, berum, blóðugum, saurugum, það hló enginn að þér svoleiðis og tók af því mynd.

Hvaða orð er mikilvægast? Í hvaða röð er best að  hafa þau? Getum við td. skilið forréttindi ef við höfum ekkert samhengi ? Samhengi; getum við sett atburði líðandi stundar í samhengi? Getum við sett tilveru fólks, annara annarsstaðar í veröldinni í samhengi við eitthvað sem gerðist áður í veröldinni? Getum við sett reiði og bræði fólks vegna svokallaðra brandara í samhengi? Við hvað? Við villimennsku og vanþróun? Við það að heita Múhammeð, sem við heitum aldrei.

Getum við sett nútímann í samhengi við atburði síðustu ára? Við innrásarstríð þar sem við verðum í upplifunum annars fólks martröð, viðbjóður úr iðrum mannlegs ímyndunarafls, morðingjar og nauðgarar, mannleg holdgerfing heimsendis fyrir milljónir? Í samhengi við upplifanir fólks í Írak, Afganistan, Líbíu af heimsendi?

Gerum við sett atburði nútímanns í samhengi við stuðning okkar við arðræninga og einræðisherra? Í samhengi við vopn sem við sendum svo hægt sé að drepa fólk? Í samhengi við dróna sem við sendum til að drepa fólk? Í samhengi við fólk sem við sendum til að drepa fólk? Í samhengi við vestræna siðmenningu og meinta yfirburði hennar? Getum við farið lengra aftur, erum við fær um að setja nútímann í samhengi við atburði sem við munum jafnvel ekki eftir sjálf? Í samhengi við óbærilegt ofbeldi nýlendutímans, þar sem kristnir hvítingjar arðrændu og píndu af svo mikilli innlifun að sadismi og þjáning varð hversdaglegasta upplifun í heimi?

Ég viðurkenni að ég finn oft til mikillar bræði. Ég fann til bræði þegar Bandaríkin gerðu innrás í Írak. Ég átti heima í Ameríku þegar sprengjurnar féllu á Bagdad. Ég fann til bræði vegna þess að ég gat ekkert gert. Ég skil bræði. Ég fann einhvern frið í Ameríku með því að fara í kirkju og með því að læra og reyna að skilja og finna huggun í vitneskju um veröldina. En ég naut forréttinda. Samhyggðin segir mér að ef ég hefði verið kona í öðru landi, fórnarlamb, ef ég hefði upplifað þessa bræði sem fórnarlamb en ekki áhorfandi hefði ég ekki fundið neinn frið. Ég viðurkenni það. Ég væri ekki friðsöm. Og mér finnst krafan um friðsemi sem kemur frá vesturlandabúum sem njóta allra forréttinda sem veröldin á barmi heimsendis getur veitt þeim satt best að segja fyrirlitleg. En ég reyni að sýna samhyggð, skilja forréttindi sem eru svo mikil að fólk getur ekki séð þau, menntunarskort sem er svo alvarlegur að fólk veit ekki einu sinni hversu illa menntað það er.

Ég skil bræðina. Hún kemur ekki til vegna íslam. Hún kemur til vegna heimsendis. Vegna verkefnisins heimsyfirráð mín, dauði þinn. Verkefnis sem við erum viljugir þátttakendur í, verkefnisin vestræn gildi uber alles. Verkefnisins sem íslendingar taka þátt í, Pegida á Íslandi, Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Sveinbjörg og Guðfinna, þær sem eru karikatúr af fáfræði og forréttindum, Evrópa sem er orðin karikatúr af endurtekningu mannkynssögunnar, Evrópa sem nú gengur í halarófu á eftir þeim sem ávallt leggja drög að heimsyfirráðum. Eins og merkilegur maður sagði í formála að merkilegri bók:

Og öll þín þögn er til einskis; í dag rís blindandi sól pyntinganna hæst, hún lýsir upp allt landið. Undir miskunarlausu skini hennar hljómar allur hlátur falskur.

Íslam er engin ástæða, sadískt flissið á vesturlöndum í átt að heimsendi er ástæða.


Pistill sem Sólveig Anna flutti á málþing í Iðnó 17. janúar um stöðu múslima á Íslandi, málfrelsi, trúfrelsi og þá hættu sem öfgafólk getur skapað í samfélaginu.

Ef Syriza sigrar í grísku kosningunum, hvað gerist þá næst?

Raunverulegar líkur eru á því að róttæk vinstri sinnuð stjórn taki við völdum á Grikklandi eftir kosningarnar sem haldnar verða þann 25. janúar næstkomandi. Stjórnmálasamtökin Syriza, bandalag evrópukommúnista, frjálsra félagasamtaka og and-hnattvæðingarsinna, njóta mikilla vinsælda.

Almenn skoðun aktivista og félaga í Syriza er að flokkurinn muni sigra í kosningunum og skipa nýja ríkisstjórn. Syriza sigraði í kosningum til þings Evrópusambandsins síðastliðið sumar og náði jafnframt töluverðum árangri í sveitastjórnarkosningum. Flokkurinn hefur haft forystu í skoðanakönnunum síðustu mánuði, mældist td. með 29 prósenta fylgi seint í desember. Kosningalög Grikklands hygla þeim flokki sem flest atkvæði hlýtur og gerir honum mögulegt að ráða yfir afgerandi meirihluta með 35 til 40 prósent atkvæða, eftir því hversu margir flokkar ná kosningu á þing.

Að sjálfsögðu er sigur ekki öruggur. Líklegast er að Syriza vinni kosningarnar án þess að ná hreinum meirihluta. Fram að kosningadegi mun flokkurinn verða fyrir holskeflu hræðsluáróðurs. Á þessari stundu er líklegast að Syriza verði að mynda bandalag með öðrum flokkum til að komast í ríkisstjórn.

Vandi Syriza er að engir líklegir samstarfsflokkar eru til staðar: Kommúnistaflokkur Grikklands, KKE, sem bauð fram til kosninga árið 2012 undir slagorðinu -Ekki treysta Syriza- hefur útilokað nokkuð samstarf. Jafnaðarmannaflokkurinn Pasok er í djúpri kreppu, hefur misst fjölda kjósenda yfir til Syriza og er af þeim sökum hatrammur andstæðingur. Pasok stendur hins vegar frammi fyrir möguleikanum á klofningi á milli formannsins Evangelos Venizelos og fyrrrum formanns og forsætisráðherra, Giorgos Papandreou. Gríska flokkakerfið er almennt mjög óstöðugt og óvíst er hvaða flokkar ná kosningu.

Ef Syriza nær ekki hreinum meirihluta í kosningunum, getur það gerst að elítur Evrópusambandsins beiti aðra flokka – líklegast að undanskildum KKE og Gullinni dögun – þrýstingi til að mynda svokallaða þjóðarstjórn gegn Syriza. Nýleg dæmi eru slík afskipti. Í nóvember 2011 var, að undirlagi þáverandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, mynduð teknókratísk stjórn í Grikklandi, undir forrystu fyrrum seðlabankastjóra, í þeim tilgangi að halda áfram niðurskurðarverkefninu. Þessi stjórn sat með samþykki hinna hefðbundum meginstraumsflokka, Pasok og Nýs lýðræði. Þrátt fyrir þetta eru félagar og aktivistar í Syriza bjartsýn – og sagan sýnir að þau geta náð lengra en reiknað er með.

Ef Syriza myndar ríkisstjórn…

Ef að Syriza tekst að mynda ríkisstjórn bíða gríðarmiklar áskoranir bæði innanlands og á evrópskum vettvangi. Á Grikklandi mun flokkurinn mæta hatrammri andstöðu frá stórfyrirtækjum, niðurskurðarflokkunum og grískum fjölmiðlum. Grísk efnahagselíta gæti notfært sér lög Evrópusambandsins til að vinna gegn Syriza, td. með því að höfða mál fyrir Evrópudómstólnum gegn endurskipulaggningu grískra banka.

Fyrir flokkinn sjálfan getur það að komast til valda skapað álag á samband forystunnar og stuðningsmanna, og breytt gangverki flokksins. Syriza verður að finna jafnvægi á milli tveggja hlutverka – þess að vera trúverðugur valkostur við valdaöflin í samfélaginu og þess að setja fram áætlun um myndun ríkisstjórnar.

Grikkland er sérstaklega viðkvæmt fyrir utanaðkomandi þrýstingi frá elítu Evrópusambandsins. Í stað þess að nota hótanir til þess að koma í veg fyrir að Syriza komist til valda líkt og gert var í kosningunum 2012 (þegar Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, kallaði Syriza lýðskrumara og forseti Frakklands, François Hollande, varaði Grikki við því að önnur lönd myndu vilja losna við Grikkland úr evrusamstarfinu ef Syriza sigraði kosingarnar), búast margir félagar Syriza við því að nú muni andstæðingar flokksins innan Evrópu fara sér hægar. “Þau munu ekki gera okkar þann greiða að standa gegn okkur opinberlega. Í þetta skipti væri það gott fyrir okkur ef þau væru fjandsamleg”, segir Andreas Karitzis, meðlimur miðstjórnar Syriza.

Evrópsk elíta gæti þess í stað ákveðið að leyfa Syriza að komast til valda til þess að láta flokknum mistakast, annað hvort með því að beita stjórnina gríðarlegum þrýstingi eða gera tilraun til að spilla flokknum. Hið síðarnefnda gerði það að verkum að niðurskurðarverkefninu yrði haldið áfram en kæmi jafnframt í veg fyrir að vinstrisinnað fólk og hreyfingar í Evrópu gætu fylgt liði að baki Syriza og Grikklandi.

John Milios, prófessor í stjórnmálahagfræði og þingmaður fyrir Syriza, telur seinni kostinn þann líklegri: “Ég held að þau muni reyna að gera Syriza það sem þau gerðu vinstri flokkunum á Ítalíu, sem voru mjög vinstrisinnaðar þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og mjög hallir undir nýfrjálshyggju þegar þeir voru við völd… Þetta þýðir að við verðum að fara mjög varlega innan flokksins. Samkvæmt marxismanum eru stéttaátök allsstaðar, jafnvel innan flokksins. Þessvegna er nauðsynlegt að vinnuaflið skipuleggi sig, styðji flokkinn og leggi sjálft fram tillögur.”

Karitzis hefur þá skoðun að evrópsk elíta muni treysta á niðurskurðar stjórnarfyrirkomulagið sem til hefur orðið undanfarin ár, með tilkomu nýrra stofnanna og samkomulaga. “Þau munu samþykkja okkur, ganga til samninga við okkur í upphafi. Þau munu segja: -Sjáum hvað þið getið gert. Það eru reglur til staðar sem þið getið ekki brotið, samningar sem þið verðið að virða.- Þau eru sannfærð um að ómögulegt sé fyrir nokkra stjórn að breyta ástandinu sem komið hefur verið á síðan 2012.”

En Syriza ætlar sannarlega að reyna. Eitt það fyrsta sem flokkurinn gerir, komist hann til valda, verður að kalla saman alþjóðlega ráðstefnu um skuldir ríkja og krefjast skuldaniðurfellingar á grískum og evrópskum ríkisskuldum. Evrópskar ríkisstjórnir og stofnanir mæta sennilega til saminga án þess að gefa nokkuð eftir. Karitzis segir: “Þau eru sannfærð um að við göngum að málamiðlun, að við höfum ekki mikinn tíma, af þeim sökum verða þau ekki mjög óvinveitt í byrjun samingaviðræðna.” Giorgos Chondros, sem er í forsvari fyrir umhverfisdeild flokksins, telur að samningaviðræður verði langdregnar. “Við þurfum ekki aðeins að takast á við gríska elítu, heldur einnig þá evrópsku. Þetta gerir það að verkum að aðstæður okkar eru þeim mun erfiðari. Við þurfum á stuðningi samtaka og hreyfinga um alla Evrópu að halda.” John Milios býst við “sálfræðihernaði” frá háttsettu fólki í Evrópusambandinu sem og kröfuhöfum.

Að öllum líkindum munu Grikkir brjóta einhverjar af reglum ESB um hallarekstur á ríkissjóði. “Það leikur enginn vafi á því að þær upphæðir sem okkur eru sýndar um stöðu grískra ríkisfjármála, um stöðu bankanna, eru allar falsaðar,” segir Yanis Varoufakis, hagfræðiprófessor og ráðgjafi Syriza. Hið raunverulega ástand opinberra fjármála kemur sennilega í ljós þegar ríkisstjórn Syriza tekur við völdum.

Undirbúin fyrir hótanir bankamanna

Meðlimir Syriza halda því fram að vegna efnahagslegra ástæðna geti evrusvæðið ekki losað sig við Grikkland. En evrópsk elíta gæti beitt annars konar þrýstingi: Hægt væri að koma af stað bankaáhlaupi á gríska banka. Hægt væri að sverta ímynd Grikklands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Seðlabanki Evrópu gæti hætt að skila til baka hagnaði af vöxtum á grískum ríkisskuldabréfum.Grikkland gæti fengið færri styrki vegna verkefna til uppbyggingar á innviðum landsins, líkt og vegakerfinu – samkvæmt Varoufakis hefur verið slakað á regluverkinu í kringum slíka styrki til að styðja við núverandi stjórnvöld á Grikklandi, sem þýðir að hægt væri að herða reglurnar á ný til að skaða stjórn Syriza.

Þeim sem fjárfest hafa í grískum ríkisskuldabréfum hefur verið gefið til kynna með -blikki- frá Berlín að fari svo að Grikkland geti ekki borgað muni skuldin engu að síður fást greidd. Varoufakis segir ” þau gætu alveg eins farið hina leiðina til að auka efnahagslegan þrýsting á vinstrisinnaða ríkisstjórn.” Allar þessar aðgerðir gætu skaðað getu Syriza til að standa við mikilvæg loforð um að koma aftur á ókeypis heilbrigðiskerfi, hækka lægstu ellilífeyrisgreiðslur og koma á leigubótakerfi.

Líklegast er alvarlegasta aðgerðin sú að Evrópski seðlabankinn hóti því að hætta að veita lausafé til grískra banka. Varoufakis lýsir þessu sem “kjarnorkusprengju” sem myndi, því sem næst samstundis, gera það að verkum að gríska bankakerfið hryndi. Þetta væri öfgafullt en ekki óhugsandi: Í desember 2014 hótaði í raun Evrópski seðlabankinn því að skrúfa fyrir fé til grískra banka nema ríkisstjórnin færi að vilja Troikunnar. Varoufakis er sannfærður um að taki Syriza við völdum verði stjórnin að búa sig undir slíkar kúganir, ætli hún að endast nógu lengi til að semja upp á nýtt fyrir hönd Grikklands.

Þrátt fyrir allar þessar áskoranir ríkir bjartsýni hjá meðlimum Syriza. Jafnvel þó að mörg þeirra telji mögulegt að ríkisstjórnin endist aðeins í nokkrar vikur, segja þau að líkurnar séu betri nú en árið 2012. Þau sjá klofning innan bandalags nýfrjálshyggjuaflanna sem hægt er að notfæra sér, eins og td. hræðslu Evrópska seðlabankans við verðhjöðnum, stöðu ítalska forsætisráðherrans, Matteo Renzi og deilurnar innan frönsku ríkisstjórnarinnar.

Með því að ná völdum og byrja að framkvæma stefnu flokksins, vonast Syriza til þess að hraða núverandi umræðu, sérstaklega í röðum evrópskra sósíaldemókrata og verkalýðsfélaganna.

“Aðalmálið er að styðja við sjálfsöryggi samfélagsins, að berjast gegn þeirri hugmynd að við séum algjörlega uppá aðra komin og að við ráðum ekki við að gera áætlanir sem samfélag,”segir Alexandros Bistis, aðalkosningastjóri Syriza. Andreas Karitzis telur að hætta sé á því að evrópsk samfélög samþykki að þau séu ekki frjáls til að ráða neinu um efnahagsstjórn. “Við lifum á sögulegum tímum þar sem við verðum að berjast fyrir þeim gildum sem við trúum á, eins og lýðræði, frelsi, virðingu” segir Andreas. “Við eigum að reyna að vekja von hjá fólki.”


Lisa Mittendrein og Valentin Schwarz eru meðlimir í Attac Austurríki og þátttakendur í samstöðuherferð með grísku vinstri öflunum. Þessi grein byggir á rannsókn fyrir skýrslu þeirra Með Grikklandi fyrir Evrópu: Hversvegna stuðningur við gríska vinstrið er nauðsynlegur núna, sem hægt er að nálgast ókeypis hér.

Þýðing: Sólveig Anna Jónsdóttir

Sumarháskóli evrópskra félagshreyfinga, París ágúst 2014

Tveir fulltrúar íslensku Attac-samtakanna, Sólveig Anna Jónsdóttir og Árni Daníel Júlíusson sóttu sumarháskóla evrópskra félagshreyfinga, sem haldinn var í París 19.-23. ágúst síðastliðinn. Hér verður gerð grein fyrir umræðum á nokkrum málstofum sumarháskólans.


Sumarháskólinn var haldinn í útjaðri Parísar í háskóla sem kenndur er við Denis Diderot, einn fremsta upplýsingarmann Frakka og ritstjóra frönsku alfræðiorðabókarinnar. Háskólinn er á vinstri bakka Signu, nokkurn spöl frá miðborginni. Í grendinni er þjóðarbókasafn Frakka, kennt við Francoise Mitterand fyrrum forseta Frakkland. Öll umgjörð sumarháskólans var þægileg og skilvirk. Matur og drykkur á vegum ýmissa aktívistasamtaka fékkst í hádeginu á grænu svæði á miðju háskólasvæðinu, og þar voru sölu- og kynningartjöld ótal samtaka, með hvers kyns kynningarefni, bókum, tónlist, kvikmyndum, áprentuðum bolum o.s.frv..

Sumarháskólann sóttu mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir, svo fundarsalir voru yfirleitt troðfullir, stundum yfirfullir. Stemningin var mjög góð, fundir líflegir og mikill baráttuandi sveif yfir öllu. Fulltrúar frá Grikklandi, Spáni og Portúgal voru áberandi, jákvæðir og ferskir, en flestir fulltrúar komu þó frá Frakklandi og Þýskalandi þar sem eru stærstu Attac-deildirnar í Evrópu. Attac-samtökin voru upphaflega stofnuð 1997 sem viðbrögð alþjóðsamfélagsins við alþjóðavæðingu á forsendum fjármagns og kapítalisma, og voru hluti af baráttubylgju gegn nýfrjálshyggju sem reis hátt á tímabilinu 1999-2001. Greinilegt var að hinn nýji andi aktívisma og baráttu sem til varð með uppreisnunum 2011 hefur endurnýjað kraftinn í samtökunum, og eins og áður segir var greinilegt að Suður-Evrópubúar hafa komið sterkir inn á síðustu árum. Margir þeirra sem hafa orðið virkir í félagshreyfingum upp úr 2011, t.d. í Indignados-hreyfingunni á Spáni, líta þó á Attac sem “gömul samtök” og skipuleggja sín eigin samtök, t.d. í nafni Occupy-hreyfingarinnar.

Á ráðstefnunni voru einnig Norðmenn, Svíar, Írar og Englendingar. Norsku Attac-samtökin eru mjög öflug og ráða yfir sterku skipulagi, starfsmönnum og mörgum aktívistum. Attac-deild er nýstofnuð á Írlandi og þaðan komu tveir fulltrúar, eins og frá Íslandi. Einnig er deildin í Englandi nýtilkomin, og komu þeir sterkir inn í ýmsar málstofur, t.d. á sviði innflytjendamála og stríðsógnar.

Málstofa um kreppuna og viðbrögð við henni, 20. ágúst

Ein af þeim málstofum sem fulltrúar Íslendinga fylgdust með var málstofa um kreppuna og viðbrögð við henni. Málstofan stóð þrjá morgna, 20.-22. ágúst og var ein af nokkrum kjarnamálstofum sem stóðu allar þrjá daga. Í öllum þessum málstofum töluðu þekktir aktívistar og sérfræðingar og ræddu um stöðuna. Í málstofunni um kreppu og kreppuviðbrögð töluðu fulltrúar frá Grikklandi, Frakklandi, Belgíu, Austurríki, Spáni og Þýskalandi.

Gerard Duménil frá Attac Frakklandi var að tala þegar komið var að fyrsta morguninn, en Dominique Lévy hafði þá lokið máli sínu. Duménil er nemandi Charles Bettelheim, sem var einn áhrifamesti marxisti 6., 7. og 8. áratugarins í Frakklandi. Duménil útskrifaðist með doktorspróf í hagfræði frá Ecole des Hautes Etudes Commerciales 1978. Louis Althusser, annar áhrifamikill franskur marxisti, skrifaði formála að ritgerðinni, þegar hún kom út á bók. Duménil varði á 9. áratugnum gildiskenningu Marx, sem byggði á verkum enska hagfræðingsins Ricardo. Hann hefur haldið uppi harðri gagnrýni á nýfrjálshyggju ásamt með höfundum eins og Dominique Lévy, Jacques Bidet o.fl. Með Lévy skrifaði hann bókina “The Crisis of Neoliberalism.” Meginhugmynd þeirrar bókar er að nýfrjálshyggjan hafi lítið að gera með umskipti í hugmyndafræði eða annað slíkt, heldur hafi verið um að ræða stéttabaráttu, markvissa endurreisn algerra yfirráða yfirstéttarinnar. Markmiðið hafi verið að bæta tekjur yfirstéttarinnar, ekki að fjárfesta í framleiðslutækjum eða nýjum framleiðsluaðferðum og enn síður að fjárfesta í þjóðfélagslegum framförum.

Duménil ræddi vanda Suður-Evrópuríkja. Hann spurði hvort ætlunin væri að endurnýja kapítalismann eða hvort við værum bara föst í kerfinu. Hann greindi kreppuástandið í Suður-Evrópu og benti á að rótin að vandanum sæti mjög djúpt. Með myndun Evrusvæðisins hefði átt að opna þessum löndum aðgang að mörkuðum, búist var við að framleiðni í hagkerfum þeirra myndi aukast og alls staðar á Evrusvæðinu yrði jafn gott að stunda viðskipti. Vandinn væri bara sá að það hefði ekki gerst. Nauðsynlegt hefði verið að fjárfesta gríðarlegt fé til að auka framleiðni í þessum löndum, og það hefði ekki dugað nema til að auka framleiðnina takmarkað. Meginþorri fjárfestinga á evrusvæðinu hefðu átt sér stað í löndum sem þegar höfðu forskot, aðallega Þýskalandi.

Löndin í Suður-Evrópu ættu með öðrum orðum við það vandamál að stríða að aukin framleiðni og útjöfnun í hagkerfum þeirra miðað við lönd norðar í álfunni hefði ekki tekist. Þrjár leiðir væru út úr kreppunni, sem væri fyrst og fremst fjármálakreppa. Einfaldast væri að koma upp takmörkunum á sviði fjármálaviðskipta, leggja skatta á gróða og afnema alveldi fjármálamarkaða. Önnur leið væri á þeim nótum sem Keynes lagði til á sínum tíma. Ef félagslegar og aðrar bætur væru skornar niður leiddi það beina leið til samdráttar í efnahagslífi. Það markmið að greiða niður skuldir ríkis, sveitarfélaga og annarra við núverandi aðstæður væri fáránlegt, jafnvel AGS væri sammála því. Þriðja leiðin væri sú sem marxistar legðu til, að afnema kerfið í heild sinni, því væri ekki við bjargandi. Engin þessara leiða útilokaði aðra, og þær gætu farið saman.

Sú stefna sem mörkuð hefði verið í Evrópu, niðurskurður í velferðarkerfi, afnám ýmissa réttinda verkafólks, niðurskurður í heilbrigðis- og skólakerfi sýndi hins vegar að kerfið væri gjaldþrota. Ef kerfið væri í mjög djúpri kreppu vegna þess að kapítalisminn væri ekki lengur uppbyggilegur, heldur réðist gegn samfélögunum, væri þá ekki kominn tími til að huga að altækum lausnum í marxískum anda? Hvernig á að ákveða hversu miklu eigi að breyta? Hversu langt þurfum við að ganga, spurði Duménil og hann svaraði: Ástandinu verður ekki breytt nema með mjög miklu átaki, það er ekki lengur hægt að gera umbætur á kerfinu eins og venjulega. Þetta skiptir máli fyrir stefnumörkun aðgerðarsinna.

Ricardo Garcia Zaldivar

Næstur á mælendaskrá var Spánverjinn Ricardo Garcia Zaldivar, Attac á Spáni. Hann er hagfræðingur við Háskóla Karls III. í Madríd. Á Spáni hefur mótmælaaldan gegn kreppu nýfrjálshyggjunnar og kapítalismans í Evrópu risið einna hæst, og 2011 kom fram mótmælahreyfing kennd við 15. maí. Á þessu ári hefur nýr flokkur með grundvöll í þessari mótmælahreyfingu verið að ná fjöldafylgi, en það er Podemos.

Zaldivar ræddi um kapítalisma á Spáni en sagði að greining hans gæti átt eins vel við Grikkland, Portúgal, jafnvel Ítalíu og Frakkland. Spánn hefði gengið í Evrópubandalagið árið1986 og þegar í stað hefði frjálst flæði fjármagns verið innleitt. Þetta hafði umsvifalaust áhrif á efnahagskerfið og neyddi það til að keppa við önnur hagkerfi á mjög ójöfnum forsendum. Viðskiptalífið hafði verið á bak við verndarmúra sem einræðisstjórn Francos hafði sett upp, en átti nú skyndilega að keppa á samkeppnismarkaði sem það hafði engar forsendur til að gera. Afleiðingin var “a massacre”, fjöldi fyrirtækja réði ekki við stöðuna og lagði upp laupana.

Spænskur kapítalismi varð að velja sér svið þar sem hann hafði möguleika á að blómstra, og þau svið voru bæði fá og þröng: Byggingariðnaður og ferðamennska. Afleiðingin varð samþætting hagþróunar við þýska hagkerfið. Módelið var einfalt, “frjálsri” samkeppni var neytt upp á samfélagið, svo allur iðnaður á Spáni lenti á haugunum, en fjármagnið kom og því var eytt í hraðbrautir, til að hraðar mætti flytja inn varning frá Þýskalandi!

Neysluvörur sem neytt var á Spáni voru framleiddar í öðrum löndum. Peningar til að kaupa varningin komu líka utan frá sem lán. Minna var flutt út en inn, þannig að halli varð á vöruskiptajöfnuði. Þetta skýrir hvað gerðist 2007-2008. Hagkerfi sem ekki fékk staðist til lengdar sprakk einfaldlega, eða hrundi. Árið 2006 voru á Spáni byggðar fleiri íbúðir en í Frakklandi, Ítalíu og Englandi til samans. Eftirspurn var einungis eftir 20% af framleiðslunni en 80% var byggt spekúlatívt, veðjað á að einhver myndi einhverntíman kaupa.

Staðan í norðurhluta Evrópu var þveröfug. Þýskir bankar lánuðu spænska hagkerfinu. Í Þýskalandi gekk allt vel, iðnaður blómstraði, hann seldi vörur sínar erlendis, skorið var niður í félagskerfinu, laun lækkuð, en þýskur iðnaður og þýskir bankar höfðu handbært fé, gríðarlegt fé, af hverju ekki að lána spænskum bönkum til að blása út fasteignabóluna enn meira. En skyndilega stóðu spænskir bankar uppi í botnlausri kreppu, algerlega gjaldþrota.

Á tíma fasteignabólunnar á Spáni lánuðu bankar mikið fé til fjölskyldna. 80% Spánverja eiga íbúðir sínar sjálfir, leigumarkaður er lítill. Fólk þarf að kaupa sér þak yfir höfuðið og fólk keypti húsnæði með lánum til 40 eða 50 ára. Jafnframt varð gríðarleg fasteignabóla við ströndina, meðfram allri ströndinni: Íbúðir voru byggðar og seldar Norður-Evrópumönnum.

Árið 2007 sprakk bólan, byggingarfyrirtækin fóru á hausinn, bankarnir lentu í vanda og fóru að loka. Eftir 3-4 ár kom annað stig kreppunnar. Stjórnvöld fóru að bjarga bönkum, einkaskuldir urðu að opinberum skuldum með því að stjórnvöld lögðu út fé sem ekki var til, svo ríkið varð gríðarskuldugt. Ríkisstjórnin varð að hlýða því sem Seðlabanki Spánar lagði til.

Þetta hefur víða gerst. Auður hefur verið fluttur frá verkalýðsstéttinni til kapítalista og stjórna fyrirtækja. Bankar eru verndaðir og mjög valdamiklir, t.d. Santander bankinn. Í Grikklandi er sagt: Hér gengur illa, en samt ekki eins illa og í Búlgaríu. Á Spáni er sagt, hér gengur illa en samt ekki eins illa og í Grikklandi. Í Frakklandi er sagt, hér er allt á hausnum, en samt ekki eins og á Spáni. Við lifum um efni fram vegna þess að “hugmyndafræði hins frjálsa markaðar” er allsráðandi, sagði Zaldivar að lokum.

Í umræðum á eftir kom m.a. fram það álit eins áheyranda að nýfrjálshyggja Vesturlanda hefði misst allt út úr höndunum á sér þegar Kínverjar gripu tækifærið og urðu betri í nýfrjálshyggjuleiknum en Vesturlönd sjálf. Kínverjar noti markaðinn á markvissan hátt undir stjórn sterks ríkisvalds til að undirbúa sósíalisma, en Vesturlönd noti markaðinn undir stjórn markaðsins sjálfs, sem hafi valdið stjórnleysi og hruni. Þá komu fram áhyggjur af því að seðlabankar prentuðu ókjörin öll af peningum, til að koma í veg fyrir verðhjöðnun. Kæmi til hennar væri eins víst að öll spilaborgin myndi hrynja.

Bent var á að skilja þyrfti að vandamálin, væri skortur á eftirspurn, of hæg fjárfesting, hluti launa lækkandi, eða hvað? Hver ætti að kaupa, hver ætti að lána. Þegar framleiðni fer minnkandi hrynur grundvöllur kapítalismans, og þá um leið uppsöfnun auðmagns. Getur kapítalismi enn skapað verðmæti, var spurt.

Einnig var spurt hvort kreppan fælist ekki í skorti á auðlindum.

Dominique Lévy varð fyrir svörum. Hann sagði varðandi eftirspurnarvandamálið að eftirspurn hefði t.d. verið of mikil í Bandaríkjunum og leitt til mikils innflutnings erlendis frá með skuldasöfnun. Hann benti á að oft hefði komið til auðlindaskorts, og slíkt hefði alltaf verið leyst. Hann sagði einnig að hann teldi ekki að núverandi kreppa væri lokakreppa kapítalismans, kapítalisminn myndi ekki hverfa af sjálfu sér. Þess vegna værum við hér, að ræða leiðir til að láta hann hverfa.

Þá kvaddi sér hljóðs tölfræðingurinn og hagfræðingurinn Michel Husson. Hann nefndi Kína og sagðist ekki telja að það að byggja upp mesta misréttissamfélag heimsins væri fyrsta skref í átt til sósíalisma. Hann héldi ekki að þar yrði til öflugur sósíalismi. Hann sagði einnig að kapítalismi væri ekki sérlega skilvirkur við að mæta ýmsum þörfum fólks, svo sem félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun, sem lítil hagnaðarvon væri í að sinna. Það væri vaxandi bil á milli þeirra þarfa sem kapítalisminn gæti látið í té (t.d. bílar) og þess sem fólk flest þarfnaðist.

Þá tók aftur til máls Ricardo frá Spáni og taldi vandamál Evrópu vera vandamál sem auðmagnið hefði skapað. Hrun í húsnæðisverði á Spáni hefði leitt til þess að þar væru 3.000.000 íbúðir á lágu verði. Bankarnir héldu þeim auðum, því þeir hefðu látið bera þær fjölskyldur út sem þar hefðu búið. Bankarnir ætli að bíða þangað til verðið hækkar á ný. Frelsi kapítalsins hefði skapað eins konar fjármálaský eða peningaský, sem leitaði um allt til að finna 10% gróða.

Þá var spurt utan úr sal hvort þáttakendur í pallborðinu gætu skýrt muninn á Íslandi og Evrópu. Á Íslandi hefði bönkunum ekki verið bjargað og bankastjórar dæmdir í fangelsi, en í Evrópu væri fólk sett í fangelsi fyrir að skulda bönkunum fé. Michel svaraði því til að íslenska leiðin væri fullkomlega mögulegt í Evrópu, ef viljinn væri fyrir hendi.

Dominique talaði um að núverandi kreppa væri fyrst og fremst kreppa hins engilsaxneska kapítalisma, þeirrar tegundar sem þróast hefði í Bandaríkjunum og Bretlandi og þröngvað upp á Þýskaland eftir síðari heimsstyrjöld. Þessi tegund kapítalisma væri ekki alls staðar við lýði. Kreppan væri síður en svo endalok kapítalismans, hann ætti enn mörg líf eftir.

Thanos Contagyris, stjórnandi málstofunnar og fulltrúi Attac í Grikklandi sagði við svo búið að auðvitað værum við á lokastigum kapítalismans, og var ósammála Dominique. Kerfið sjálft væri í djúpri kreppu.

21. ágúst

Peter Wahl

Morguninn eftir hóf Peter Wahl frá Attac í Þýskalandi málstofuna. Attac í Þýskalandi er önnur af öflugustu deildum Attac-samtakanna, ásamt með þeirri frönsku. Minna hefur farið fyrir mótmælum og uppstokkun í stjórnmálakerfinu í Þýskalandi í mótmælaöldunni frá 2011 miðað við ýmis önnur lönd, en öflug mótmæli urðu þó á síðasta ári í Frankfurt am Main, sem kennd voru við Blockupy, og sú hreyfing hyggur á frekari aðgerðir. Peter Wahl var einn af stofnendum þýsku Attac-deildarinnar og hefur verið mjög virkur í hreyfingunni.

Wahl hóf mál sitt á því að benda á að í styrjöld væri nauðsynlegt að ráðast á ákveðna staði í varnarvirkjum andstæðingsins. Nauðsynlegt væri að finna góðan stað til að berjast á, hentugan vígvöll. Að sínu áliti væri mikilvægast að sigra fjármálakapítalið eða eyða völdum þess og áhrifum, það væri lykilverkefni vinstri afla.

Af hverju er það svo nauðsynlegt, spurði hann. Svarið er að fyrir 30 árum síðan varð meginbreyting í því hvernig kapítalisminn virkaði, vegna þess að fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum og Evrópu fóru að starfa á annan hátt en áður. Áður höfðu fjármálamarkaðir þjónað öðrum þáttum kapítalismans, hinum áþreifanlegu framleiðsluþáttum eins og bílaframleiðslu, matvælaframleiðslu, raftækjaframleiðslu o.s.frv. Nú breyttist þetta samband. Fjármálamarkaðirnir urðu miðpunktur hins nýja kapítalisma. Rétt eins og kol og stál voru miðpunktur 19. aldar kapítalisma og bifreiðar miðpunktur 20. aldar kapítalisma þá er fjármálaauðvaldið nú miðpunktur 21. aldar kapítalismans.

Fjármálaauðvaldið byggir á auðæfum, peningum. Fjármálabrask verður mikilvægasta viðskiptamódelið, sem áður skipti litlu máli, en nú er verðgildi hlutabréfa upphaf og endir allrar starfsemi kapítalískra fyrirtækja. Keynes benti á sínum tíma á að braskarar gerðu ekki mikinn skaða ef þeir leyfðu viðskiptastarfsemi að öðru leyti að þróast óheft, en ef fyrirtæki í framleiðslugeiranum yrðu að búa við að fljóta á úthafi fjármálabrasks þá væri það að bjóða hættunni heim. Ef spilavítið tekur völdin, þá sé fjandinn laus.

Hver er grundvöllur valda fjármálafyrirtækjanna? Fyrst og fremst gríðarlegt umfang, og gríðarlegur gróði eða arðsemi. Þetta væri ólíkt því sem væri annars í samfélaginu. Regla kapítalistanna væri að fjárfesta ekki í raunverulegri framleiðslu, heldur fjármálafyrirtækjum.

Áhrif fjármálamarkaðanna á stjórnmál væru gríðarleg. Erfitt væri fyrir stjórnmálamenn að stýra fjármálamörkununum. Þeir væru alþjóðavæddir, samtengdir þvers og kruss milli landa, skattsvik væru lítið mál, kerfið væri ótrúlega flókið og mjög erfitt að setja því stólinn fyrir dyrnar með reglugerðum. Til væri orðið alþjóðlegt “oligarchy” (fáveldi) í fjármálaheiminum. Opinber þjónusta væri sífellt háðari fjármálamörkuðunum, heilbrigðisþjónustan, eftirlaunakerfið og menntakerfið. Fjármögnun verkefna á vegum ríkis og sveitarfélaga yrði æ háðari fjármálamörkuðum með útgáfu skuldabréfa.

Raunar væri fjármálaveldið farið að hafa afar neikvæð áhrif um allt samfélagið. Varanleg vanfjárfesting í raunhagkerfinu hefði áhrif á vinnumarkaðinn. Varanlegt og vaxandi atvinnuleysi væri ein af afleiðingunum. Fjármálaauðvaldið þrýsti stöðugt og óaflátanlega á eftir því að einkavæða. Það er þyrst og sækir í að ná undir sig starfsemi af öllu tagi með einkavæðingu, skólum, sjúkrahúsum, stoðkerfum eins og vatnsveitum, rafveitum o.s.frv.

Í öðru lagi veldur fjármálakapítalisminn stöðugt meiri misskiptingu, hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Þetta er nú almennt viðurkennd staðreynd, eins og mikil áhrif franska hagfræðingsins Pikettys sýna.

Í þriðja lagi hnignar lýðræðinu stöðugt. Fjármagnið getur á augabragði yfirgefið land þar sem ákvarðanir óhagstæðar því eru teknar af lýðræðislegum stjórnvöldum. Þetta gildir að vísu ekki um Bandaríkin og Þýskaland, en öll önnur ríki, ekki síst Grikkland, Portúgal, Spán, jafnvel Ítalíu. Áhrif fjármálavaldsins eru gríðarleg án þess að nokkur bankamaður hafi verið kjörinn til valda í lýðræðislegum kosningum. Sambandið er hið sama og milli galdramannsins og lærlingsins, ó meistari ég þarf aðstoð þína því ég hef vakið upp svo marga drauga.

Endurbætur eru ónógar, taka aðeins á fáum þáttum og eru óskipulegar, og úr áhrifum þeirra er skipulega dregið af lobbíistum fjármálafyrirtækja. Þær munu að lokum verða að engu, en eru að vísu ekki fullkomlega gagnslausar.

Er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Sú spurning hvaða kerfi þjóðfélagið þurfi er spurning sem ekki hefur verið lögð fram. Hver er nauðsynlegur grundvöllur breytinga? Nauðsynlegt er að loka spilavítinu, svipta fjármálafyrirtækin, bankana, völdum. Það þarf að loka þeim, segja upp öllu starfsfólki, þurrka hörðu diskana á tölvum þeirra, loka húseignum þeirra og loka samskiptaleiðunum sem gera þeim kleift að færa fjármagn óhindrað milli landa.

Minnka þarf fjármálageirann skipulega, þar til hann þjónar á ný þörfum framleiðslukerfisins en ekki öfugt, það þarf að af-alþjóðavæða markvisst, og koma á höftum á frjálst flæði fjármagns. Minnka þarf flækjustigið, sem þýðir að endurreisa þarf lýðræðisleg yfirráð yfir mörkuðum. Aftengja þarf tengsl milli fjármála hins opinbera og fjármálamarkaðanna, stighækkandi skattkerfi þarf að komast á og eftirlaun og heilbrigðiskerfi má ekki einkavæða.

Stjórnmálalausnir á þessu sviði þurfa að taka tillit til þess að bankamenn eru ekki löghlýðnir borgarar, m.ö.o. þeir eru glæpamenn, valdastéttin er klofin, en hún hefur ekki efni á að borga fyrir næstu kreppu, sagði Wahl að lokum.

Eric Toussaint

Næstur á mælendaskrá var belgíski stjórnmála- og sagnfræðingurinn Eric Toussaint. Hann er forystumaður alþjóðlegra samtaka, CADTM, sem hafa aðsetur í Liege í Belgíu og hafa unnið mikið starf á sviði skuldamála þriðja heimsins og raunar alls heimsins. Hugtakið “odious debts” er eitt af lykilhugtökum þeirrar umræðu.

Toussaint ræddi um Evrópusambandið, nánari samvinnu Evrópuríkja undir forystu núverandi leiðtoga Evrópu. Evrópusambandið hefði sérkenni miðað við það hvernig Bandaríkin og Japan t.d. væru skipulögð. Meginmarkmið Evrópusambandsins væri að ráðast á og rústa félagslegum umbótum sem komið var á á tímabilinu 1945-1970 fyrir tilstilli baráttu verkalýðshreyfingarinnar og annarra félagshreyfinga. Sem sagt, halda áfram með, útvíkka og dýpka Thatcherismann. Markmiðið væri að gera Evrópu “samkeppnishæfa” á heimsmarkaði, þannig að hún gæti keppt við Bandaríkin og Kína.

Niðurskurður í velferðarkerfi hefði byrjað þegar um 1983 á vegum Mitterand-stjórnarinnar í Frakklandi og Papandreou-stjórnarinnar í Grikklandi. Árásirnar væru engin nýjung. Kreppan hefði nú haft þau áhrif að elítan í Evrópu hefði tvíeflst í árásum sínum á velferðarkerfið og eflingu nýfrjálshyggjunnar. Mjög brútal “shock therapy” hefði verið framkvæmd í Grikklandi, Portúgal, Írlandi og á Spáni. Í Frakklandi væri notuð svokölluð froskaaðferð. Alþjóðabankinn lýsir því þannig að froskur sé settur í pott með volgu vatni, og potturinn settur yfir eld. Froskurinn gerir sér ekki grein fyrir því að vatnið hitnar smám saman og deyr að lokum. Þannig ætlar Alþjóðabankinn að fara með verkalýðsfélög og aðra andspyrnu gegn niðurbroti velferðarkerfisins. Hvoru tveggja, frosksaðferðin og “shock therapy”, er ætlað að brjóta niður andspyrnuna.

Leiðtogar Evrópu hafa smíðað öfluga hernaðarvél gegn velferðarkerfinu. Þeir vilja ekki minnka, heldur auka muninn á Búlgaríu og Frakklandi t.d. Laun eru tíu sinnum lægri í Búlgaríu en Frakklandi. Þýskaland lætur framleiða varning á sínum vegum í láglaunalöndum og setur hann síðan saman heima hjá sér. Evran er mjög mikilvæg. Hún heldur PIIGS löndunum svínbeigðum, sem þrælalöndum. Þessi lönd geta ekki brugðist við kreppunni með því að lækka virði gjaldmiðilsins. Þau verða að skera niður launakostnað sem kostar gríðarleg átök.

Toussaint taldi að Sumarháskólinn væri vonarneisti í baráttunni, hér væru meir en 2000 manns, miklu fleiri en von var á. Róttækir vinstri flokkar væru hins vegar veikir og hefðu ekki náð að spyrna við í kreppunni. Óvinurinn væri miklu ófyrirleitnari og viðbrögðin væru allt of veik. Hvaða mótspil sem er sem hindraði þessar árásár væri af hinu góða. Ný skuldakreppa hefði myndast í Evrópu frá því 2008-2010, sem hefði leitt til mikillar kreppu í sjálfsforræði ríkja á jaðri Evrópu. Þessi skuldakreppa væri skuldakreppa einkaaðila, sem flutt hefði verið yfir á opinbera sviði, tap bankanna hefði verið þjóðnýtt og almenningur látinn borga brúsann.

Skuldir PIIGS ríkjanna hefðu aukist með stjarnfræðilegum hraða. Ástandið á Írlandi væri þó annað en í Grikklandi, en í heildina væru veiku hlekkirnir á Evrusvæðinu í gríðarlegum vanda. Opinberar skuldir á leið til himins. Skuldir hins opinbera í Grikklandi væri 175% af þjóðarframleiðslu, 140% í Portúgal. Þetta væri þrælkunarvél.

Toussaint ræddi þann möguleika að til valda kæmi vinstri stjórn sem hefði stuðning almennings. T.d. SYRIZA gegn Troikunni, og endurskoðun (audit) grískra skulda yrði framkvæmd, sem gæti valdið kreppu í Evrópusambandinu og breytt pólitísku ástandi í Evrópu. Grikkir skulda 300 milljarða dollara, og þar af skulda þeir Troikunni 230 milljarða. Þetta eru, sagði Toussaint, ólöglegar skuldir, “odious, illegal debts” (líkt og Icesave-skuldin, ÁDJ). Lánsféð væri ekki notað á neinn þann hátt að kæmi almenningi til góða, lánið væri ekki veitt á lýðræðislegum forsendum eða lýðræðislega stýrt, það væri notað til að framkvæma aðgerðir sem var grundvallarbrot á mannréttindum og brot á öllum samningum. Nauðsynlegt væri að nota opinbera endurskoðun skulda (public debt audits) til að afhjúpa glæpina. Þjóðnýting bankakerfisins og tryggingafélaga væri nauðsynleg, en hún kæmi í stað þess sem væri algerlega nauðsynlegt, að loka fjármálakerfinu.

Thanos Contagyris

Í Grikklandi hafa orðið stórkostlegar breytingar í pólitísku landslagi. Öflugur flokkur hefur orðið til sem hafnar “lausnum” Evrópusambandsins eða hinnar svokölluðu Troiku á kreppu evrusvæðisins, og hefur raunhæfa möguleika á að komast í ríkisstjórn í Grikklandi. Þessi flokkur er SYRIZA.

Fulltrúi Grikklands, Thanos Contagyris, Attac Grikklandi sagði allra fyrst að nýfrjálshyggjan væri dauð í Grikklandi. Eitthvað annað væri komið í staðinn. Hvorki sjálfstæði þjóðarinnar né einkaeign væri vernduð lengur. Efnahagslífið hefði dregist saman um 25%. Opinberar skuldir hefðu margfaldast, fátækt hefði stóraukist.

Fyrir 2500 árum hefði lýðræði verið fundið upp, einmitt til að leysa skuldavanda. Auðmenn hefðu lánað almenningi sem ekki gat greitt lánin, það varð uppreisn og til varð lýðræðiskerfi til að taka á slíkum málum.

Hvernig ættu Grikkir að komast út úr skuldavandanum?

Vöxtur hefði verið mikill til 2008. Halli á ríkisútgjöldum hefði verið minni en vöxtur efnahagskerfisins á hverju ári. Opinberar skuldir hefðu verið miklar en ekki vaxandi til 2007, en þá hækkuðu skuldir mjög hratt langt umfram það sem nokkur möguleiki væri að greiða til baka. Í september 2009 hófst kreppa, sem enn stendur.

Orsakir kreppunnar er að finna í hervæðingu. Frá 1981 fór Grikkland að kaupa mikið af vopnum af öðrum Evrópuríkjum, og það skýrir helminginn af öllum skuldum Grikklands. Ef ekki hefðu komið til þessi vopnakaup þá væri Grikkland ekki í vanda. Of mikið var flutt inn, og of lítið út, sé sagt. Ýmsar goðsagnir ganga um að Grikkir vinni of lítið og eyði of miklu. Fái of hátt kaup. Í raun sé vinnuvika Grikkja lengri en annars staðar og eyðslan nákvæmlega sú sama og meðaltal Evrópuríkja.

Kreppan er skelfileg, atvinnuleysi gríðarlega hátt. Skuldavandinn er óleysanlegur. Hvernig á að lækka skuldirnar niður í 60% þjóðarframleiðslu eins og stefnt er að? Ekki dygði þó t.d. 4% þjóðarframleiðslunnar yrðu greidd næstu 30 árin, það myndi aðeins duga til að borga vextina en ekki af höfuðstól skuldarinnar. Það tæki minnst 50 ár að leysa vandann.

Við höfum evruna og aðeins þau vandamál sem fylgja henni, en enga af kostum hennar. Sama ástand skapaðist í Þýskalandi 1929. Það gæti gerst hvað sem er. Hvernig ætti að leysa vandann? Tvær leiðir hafa verið lagðar til. Núverandi stjórn vill niðurskurð í ríkisútgjöldum (“austerity”) næstu 25-50 ár. Spillingu verði útrýmt. Takist þetta ekki þá eru þrjár leiðir opnar. Í fyrsta lagi væri möguleiki að neyða Þýskaland til að borga skuldirnar, taka á sig skellinn. Grikkland gæti gert bandalag við aðrar þjóðir í suðri. Annar möguleiki væri að Grikkland hætti að borga, og yfirgæfi evrusvæðið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef SYRIZA vinnur í næstu kosningum þá mun verða mynduð stjórn með áætlun um þjóðlega endurreisn. Það verður róttæk stjórn, mun róttækari en núverandi stjórn. Erfitt mun þó reynast að semja við lánardrottna, en Grikkland myndi yfirgefa evrusvæðið ef það tækist ekki. Það myndi verða endalok Evrópusambandsins.

Umræður

Spurning kom úr sal: Er íslenska leiðin fær?

Eric Toussaint svaraði því til að íslenska bankakerfið hefði verið einkavætt og síðan hrunið í september 2008. Íslensk yfirvöld hefðu stöðvað allar fjármagnshreyfingar. Þau hefðu ákveðið að fara fram á gjaldþrot bankanna frekar en bjarga þeim. Yfirvöld hefðu stofnað nýja banka sem farið hefðu með eignir hinna gömlu, hrundu. Bankainnistæður Íslendinga hefðu verið verndaðar, en innistæður erlendra ríkisborgara hefðu hins vegar brunnið upp í hruninu, sérstaklega hinar svokölluðu Icesave-innistæður, sem aðallega voru í Bretlandi og Hollandi. Síðan hefðu hafist viðræður milli Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar. Bretar og Hollendingar hefðu krafist þess að Íslendingar greiddu töpuðu innistæðurnar, sem hefði þýtt að íslenska ríkið hefðu orðið að þjóðnýta tap, sem til varð á vegum og vegna aðgerða einkaaðila (eigenda Landsbankans).

Íslenskur almenningur hefði hafnað slíkum afarkostum. Ríkisstjórnin hafi samið við Hollendinga og Englendinga, en öflug hreyfing gegn samningnum hefði orðið til og mikill fjöldi skrifað undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. 93% Íslendinga hefði síðan hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Annar samningur hefði verið gerður og honum hafi einnig verið hafnað í febrúar 2012, nú með 63% á móti. Ísland hefði verið sett á lista yfir terroristahreyfingar vegna þess að það vildi ekki borga Bretlandi. Íslenskar innistæður í Bretlandi hefðu verið frystar.

Nú væri 3-4% hagvöxtur á Íslandi. Landið gæfi út ríkisskuldbréf á alþjóðamarkaði og sala bankaeigna væri í gangi. Höft væru á fjármagnshreyfingum. Íslenska dæmið sýnir að unnt sé að hafa taumhald á fjármálaveldinu. Fjármagnshreyfingar verða ekki við að peningar stíga upp í flugvél. Þannig að Ísland hindraði fjármagnshreyfingar, erlend fyrirtæki með eignir á Íslandi urðu að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á markaði. Það eina sem þau máttu gera.

Bretland og Holland kærðu Ísland vegna Icesave málsins til EFTA og dómstóll þeirra samtaka dæmdi Íslandi í vil og Bretlandi og Hollandi í óhag. Niðurstaða dómsins er áhugaverð, Ísland reyndist ekki vera skyldugt til að borga tap einkaaðila og láta ríkisvaldið taka yfir skuldirnar. Bretland mun áfrýja dómnum. Hægristjórnin er komin til valda á ný, vinstri stjórnin reyndist ekki nægilega róttæk. Fasteignabólan á Íslandi sprakk, og hægrimenn lofuðu að ráða bót á tapinu sem hlaust af því fyrir heimilin. Þetta er það sem ekki hefur verið gert á Spáni t.d., en það var gert á Íslandi.

Toussaint sagði að lokum að íslenska módelið væri ekki eitthvað sem ætti að fylgja í blindni, en það sýndi hvað félagslegar hreyfingar gætu gert, að einhliða aðgerðir einstakra ríkisstjórna væru mögulegar og að AGS hefði stutt Ísland þegar það kom á ströngum takmörkunum á fjármagnsflæði. AGS styddi Ísland ennþá hvað þetta varðaði. Stofnunin hefði algerlega snúið við blaðinu hvað þetta varðaði miðað við fyrri aðgerðir. Kýpur hefði einnig komið á takmörkunum á fjármagnsflæði, með samþykki og stuðningi Troikunnar. Þetta væri leið sem SYRIZA myndi líklega fara.

Upp kom spurningin um samskipti róttækra félagshreyfinga og pólitískra flokka, t.d. Indignados og Podemos á Spáni. Einn pallborðsmeðlima svaraði því að róttækir flokkar hefðu stuðning vegna þess að stefnuskrá þeirra væri róttæk, og allar líkur á að þeir myndu framkvæma stefnuskrá sína.

Í umræðunum kom hins vegar fram að Peter Wahl áleit að flokkar eins og Podemos og SYRIZA væru ekki nýtt fyrirbæri. Róttækir flokkar hefðu komið fram áður, en þeir hefðu alltaf orðið að einhvers konar kerfisflokkum áður en langt um leið, t.d. Die Linke eða Græningjar í Þýskalandi.

Ekki væri hægt að gera stefnubreytingu innan vébanda Evrópusambandsins og yfirgefa nýfrjálshyggju, því nýfrjálshyggja væri grundvöllur og stefnuskrá þess. Það þyrfti að leggja niður Evrópusambandið.

Niðurlag

Vonandi gefur þessi umfjöllun innsýn inn í sumt af því sem til umræðu var á sumarháskóla Attac í París í ágúst. Nefna má að heitar umræður voru um mörg önnur málefni, svo sem innflytjendamál og athafnir NATO í Úkraínumálinu og Miðausturlöndum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.