Fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar

Nú þegar fimm ár eru liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers og upphafi verstu fjármálakreppu í marga áratugi hefur Evrópusambandið ekki enn staðið við loforð um að herða regluverk um fjármálageiran. Þann fimmtánda september síðastliðinn voru fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar. Á þeim degi lýsti fjárfestingabankinn Lehman Brothers yfir gjaldþroti, í kjölfar misráðinna fjárfestinga ... [Read more...]

Ávarp Alter Summit ráðstefnunnar í Aþenu 7. og 8. júní 2013

Stefnuyfirlýsing almennings Sameiginlegar og aðkallandi kröfur okkar um lýðræðislega, félagslega, vistvæna og femíníska Evrópu. Endum niðurskurðinn, áður en niðurskurðurinn eyðileggur lýðræðið! Evrópa stendur á bjargbrúninni og starir ofan í hyldýpið. Niðurskurðarstefnan ýtir almenningi í Evrópu útí fátækt, ógnar lýðræðinu og tætir í sundur velferðarkerfið. Neyðarástand ríkir í þeim löndum sem verst verða úti, á meðan ... [Read more...]

FREDSPRISINITIATIVET 2012 – Fréttatilkynning

Friðarverðlaun Nóbels árið 2012 eru veitt Evrópusambandinu. Á undaförnum árum hefur mikilvægur þáttur í starfi Evrópusambandsins verið hernaðar og vígvæðing. Aðildarríki ESB flytja út þriðjung allra vopna sem framleidd eru, eru í öðru sæti yfir útgjöld til hernaðarmála og tekjur sumra vopnaframleiðanda sambandsins eru hærri en fjárlög þróunarríkja. FREDSPRISINITIATIVET 2012 er bandalag samtaka sem gangrýna ... [Read more...]

Tilkynning frá 15. októberhreyfingunni

Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum. Laugardaginn 15. október kl. 15 er boðað til aðgerða, Tökum torgin, hér í Reykjavík. Ætlunin er að koma saman á Lækjartorgi og láta í ljós andstöðu við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis, eins og gert verður um allan heim þennan dag. Samskonar ... [Read more...]

Spurningar frá Portúgal

Submitted by admin on Þri, 02/08/2011 – 10:28 Höfundur: Ýmsir Eftir að hafa horft á myndirnar “Maybe I should have” og “God bless Iceland” vöknuðu ýmsar spurningar meðal portúgalskra áhorfenda sem þeir setja fram í eftirfarandi myndbandi. Endilega svarið þessum spurningum og sendið okkur svör ykkar á attacis@gmail.com

Málþing 3. maí: Guli borðinn – rétturinn til að mótmæla

Þing í máli og myndum á alþjóðadegi tjáningarfrelsis 3. maí Þriðjudaginn 3. maí næstkomandi mun landsnefnd Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í samráði við Blaðamannafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands standa fyrir málþinginginu: Guli borðinn – rétturinn til að mótmæla Málþingið verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu og stendur frá 14-17. Landskunnir einstaklingar munu flytja framsögu ... [Read more...]

Fordæmum stríð

Sökum aðildar Íslands að NATO, sem tók við yfirstjórn aðgerða í Líbíu þann 31. mars, erum við nú, á vormánuðum árið 2011, þátttakendur í þremur stríðum. Í Afganistan eru 140.000 hermenn á vegum NATO og Bandaríkjanna, að ótöldum gríðarlegum fjölda málaliða sem njóta einhverskonar lagalegrar friðhelgi og komast upp með dráp á almenningi án þess ... [Read more...]