Sumarháskóli evrópskra félagshreyfinga, París ágúst 2014

Tveir fulltrúar íslensku Attac-samtakanna, Sólveig Anna Jónsdóttir og Árni Daníel Júlíusson sóttu sumarháskóla evrópskra félagshreyfinga, sem haldinn var í París 19.-23. ágúst síðastliðinn. Hér verður gerð grein fyrir umræðum á nokkrum málstofum sumarháskólans. Sumarháskólinn var haldinn í útjaðri Parísar í háskóla sem kenndur er við Denis Diderot, einn fremsta upplýsingarmann Frakka og ritstjóra frönsku alfræðiorðabókarinnar. ... [Read more...]

Uppreisn örvæntingarinnar

Mikkel Bolt og greining hans á samhengi kreppu, nýfrjálshyggju og uppreisnarbylgjunnar frá 2011. Danski listfræðingurinn og marxistinn Mikkel Bolt hefur sent frá sér bókina Krise til opstand, með undirtitlinum Noter om det igangværende sammenbrud. Bolt hefur tekið virkan þátt í umræðu vinstri sinna í Danmörku um nokkurra ára skeið og er þekktur í þeirra hópi. ... [Read more...]

Byltingar eru einn mikilvægasti þátturinn í sögu síðastliðinna 500 ára

Á síðustu fimm árum hefur orðið djúptæk breyting á samfélagsumræðunni. Eftir nærri þriggja áratuga gagnsókn auðvaldsins, frá því um 1980 til 2007 eða svo, með fjármálabólum, “hagvexti” og falli ríkja sem kenndu sig við sósíalisma hefur kapítalisminn sjálfur verið nærri því að falla. Hann hefur lent í sinni dýpstu kreppu frá því um 1930, og ... [Read more...]

Hugleiðing í aðdraganda kosninga

Andstaða við einkavæðingu og fjármálavæðingu samfélagsins er gríðarleg. Nýjasta dæmið er könnun Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðings, sem fjallað var um í fréttum RÚV 25. apríl. “Þegar litið er á heildina þá kemur í ljós að um 82% telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin af hinu opinbera. Nú þegar spurt er um fjármögnun ... [Read more...]

Nýlendan Ísland?

Nýlendan Ísland 1 – til 1914 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stefnir að því að gera Ísland að hráefnanýlendu heimsauðvaldsins. Hér er m.a. mikið af „hreinni“ orku, bæði vatnsorku, jarðhita og vindorku, fögur náttúra sem gæti hentað sem afslöppunarsvæði fyrir þreytta forstjóra alþjóðlegra stórfyrirtækja, og olía á Drekasvæðinu. Þetta eru þau not sem alþjóðaauðvaldið ætlar að hafa af Íslandi ... [Read more...]

Situation in Iceland – a report prepared for a meeting of activists and left green parties in Brussels 31. may 2011.

Introduction Two years ago, Iceland elected a new parliament or Alþingi, as a result of a people´s revolt. The revolt was a spontaneous democratic popular reaction to the collapse of the banks and the de facto bankruptcy of the country. At the time it seemed destined to be an isolated incident, a rare occurrence in ... [Read more...]