Á að bjarga bönkunum eða á að bjarga írum?

Írland var í augum fjármálamarkaðanna góði nemandinn á evru-svæðinu og sýndi sigur öfgafrjálshyggjunnar sem byggist á lækkuðum sköttum, afgangi á fjárlögum og taumlausum fjármálageira. Samt endar “keltneski tígurinn” með að þurfa að borga fyrir “dyggðir” sínar. Eftir að fasteignabólan sprakk stóðu írsku bankarnir fljótlega á barmi gjaldþrots. Þá tóku stjórnvöld upp veskið og afgangurinn á fjárlögum breyttist í hyldýpi: hallin 2010 var 32%. Og fallið verður harkalegra verður, ekki fyrir bankana heldur fyrir írskan almenning.

Björgunaráætluninni sem Evrópusambandið og AGS hafa sett saman er fyrst og fremst ætlað að bjarga bönkunum.. ..erlendum, aðallega þýskum, breskum, frönskum og ítölskum, sem höfðu lánað írsku bönkunum í stórum stíl til að græða á “írska kraftaverkinu”.

Sem endurgjald fyrir lánaalínurnar sem eru opnaðar til að endurfjármagna bankageirann verður írskur almenningur í annað sinn að herða “sultarólina“: á stefnuskránni er 100 000 færri störf í opinberri þjónustu, skerðingar á atvinnuleysis- og fjölskyldubótum, auk lækkunar lágmarkslauna.

Því róttækari verða ráðstafanir sem ríkisstjórnin neitar að íhuga hækkun skatta á fyrirtækin (12,5% á meðan hann er 33% í Frakklandi); Google, Microsoft og Intel sem eru fyrirferðarmikil á Írlandi hafa auk þess hótað refsiaðgerðum ef hún gerir annað.

Auk þess að vera óréttlát er þessi stefna fáránleg því hún eykur á atvinnuleysið og þurrkar upp eftirspurnina innanlands. Þannig hefur matsfyrirtækið Moodys tilkynnt að það muni líklega lækka “um nokkur stig” lánshæfiseinkunn írska ríkisins vegna óvissunnar í efnahagsmálum sem þessar nýju aðhaldsaðgerðir, sem gripið er til til að “róa markaðina“, valda.

Hluthafar írsku og evrópsku bankanna eiga að bera kostnaðinn af mistökum sínum en ekki launafólk og skattgreiðendur. Til að vega upp á móti tapi sínu verða BNP, Société Général, Deutsche Bank, HSBC… strax að frysta allar arðgreiðslur.

Í dag er mikilvægast að berjast gegn þessari alþjóðlegu stefnu um aðhaldsaðgerðir og niðurskurð og koma fram með raunverulega valkosti við nýfrjálshyggjuna.

Í Grikklandi, Frakklandi, á Spáni, í Portúgal, á Bretlandi, og nú á Írlandi eru víðfeðmar baráttuhreyfingar alþýðu að rísa upp. Attac í Frakklandi, ásamt Evrópudeildum Attac og öðrum baráttuhreyfingum leggja sitt af mörkum.

Þess vegna mætir Attac í Frakklandi fyrir framan höfuðstöðvar Evrópusambandsins í París laugardaginn 27. nóvember kl. 15 til að sýna samstöðu með mótmælaaðgerðum sem eiga sér stað á sama tíma á Írlandi.

Attac Frakkland,

Paris, 24 nóvember, 2010