Túnis og tilskipanir AGS: Hvernig þjóðhagsstefna veldur hungri og atvinnuleysi um heim allan.

Zine El Abidine Ben Ali herforingi, brottrekni forsetinn sem steypt var af stóli í Túnís er úthrópaður í vestrænum fjölmiðlum, einum rómi, sem einræðisherra.

Mótmælahreyfingunni í Túnis er frjálslega lýst sem afleiðingu af ólýðræðislegri valdstjórn sem fæotum treður reglur “alþjóðasamfélagsins“.

En Ben Ali var ekki “einræðisherra“. Einræðisherra tekur ákvarðanir og skipar fyrir. Ben Ali var þjónn efnahagslegra hagsmuna Vesturlanda, strengjabrúða sem hlýddi skipunum af trúmennsku, með virkum stuðningi alþjóðasamfélagsins.

Erlendum afskiptum af innanríkismálum í Túnis er í engu getið í fjölmiðlunum. Verðhækkanir matvæla voru ekki “fyrirskipaðar” af stjórn Ben Ali. Wall Street og AGS bera ábyrgð á þeim.

Hlutverk Ben Ali var að framfylgja helstefnu AGS í efnahagsmálum sem um meira en tveggja áratuga skeið hefur grafið undan efnahagslífi Túnis og varpað íbúum þess í fátækt.

Ben Ali, sem þjóðhöfðingi, tók engar mikilvægar ákvarðanir. Fullveldið var horfið. Árið 1987, á hátindi skuldakreppunnar, tók ný ríkisstjórn við af vinstri þjóðernisstjórn Habib Bourguiba, sem fylgdi eindregið “frjáls markaðs” umbótastefnu.

Þjóðhagsleg stjórnun undir stjórn AGS var í höndum erlendra kröfuhafa Túnis. Síðustu 23 árin hefur stefna Túnis í efnahags- og félagsmálum fylgt helstu kennisetningum nýfrjálshyggjunnar (Washington Consensus).

Ben Ali hélt völdum vegna þess að stjórn hans hlýddi og framfylgdi tilskipunum AGS um leið og hún þjónaði hagsmunum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.

Þetta sama mynstur höfum við séð í fjölda landa.

Stjórnarskipti” eru nauðsynleg til að viðhalda samfellunni í háskalegum umbótum AGS. Ný pólitísk strengjabrúða í valdastóli tryggir framkvæmd nýfrjálshyggjustefnunnar um leið og hún skapar skilyrði fyrir endalok spilltrar og óvinsællar ríkisstjórnar, sem var stuðst við til að varpa öllum almenningi í fátækt.

Mótmælahreyfingin

Hvorki Wall Street né alþjóðlegu fjármálastofnanirnar í Washington eru beint skotmark mótmælahreyfingarinnar. Samfélagsuppreisnin beindist gegn ríkisstjórninni frekar en gegn afskiptum erlendra valdastofnana af framkvæmd stefnu stjórnvalda.

Upphaflega voru mótmælin ekki niðurstaða af skipulagðri pólitískri hreyfingu sem beindist gegn umbótunum í anda nýfrjálshyggjunnar.

Ennfremur eru vísbendingar um að spilað hafi verið með mótmælahreyfinguna til að skapa ringulreið í samfélaginu og til að tryggja pólitíska samfellu. Það eru til óstaðfestar frásagnir um vopnaðar sveitir með kúgunartilburði og hótanir á helstu þéttbýlissvæðunum.

Mikilvægasta spurningin er nú hvernig kreppan kemur til með að þróast? Hvernig mun almenningur í Túnis mæta víðtækum erlendum afskiptum?

Washington og Brussel hafa ákveðið að setja nýja ríkisstjórn strengjabrúða í stað óvinsællar valdstjórnar. Kosningar eru fyrirhugaðar undir eftirliti svokallaðs alþjóðasamfélags, og frambjóðendur í þeim verða fyrirfram valdir og samþykktir.

Ef þessi ríkisstjórnarskipti verða gerð í þágu erlendra hagsmuna mun nýja leppstjórnin án efa tryggja samfelluna í nýfrjálshyggjustefnunni sem hefur steypt almenningi í Túnis í fátækt.

Bráðabyrgðaríkisstjórn leidd af starfandi forseta, Fouad Mebazza, er nú í blindgötu og mætir ákafri andstöðu frá verkalýðshreyfingunni (UGTT). Mebazza hefur lofað að “segja skilið við fortíðina” án þess þó að tiltaka sérstaklega hvort það þýði afnám umbóta nýfrjálshyggjunnar.

Sögulegur bakgrunnur

Fjölmiðlarnir hafa í einum kór fjallað um kreppuna í Túnis sem heimatilbúna pólitík án sögulegs samhengis.Tilgátan er að með því að setja “einræðisherrann” af og setja í hans stað réttkjörna ríkisstjórn muni samfélagskreppan að lokum leysast.

Fyrsta “uppreisnin um brauðið” átti sér stað í Túnis árið 1984. Mótmælahreyfingin í janúar 1984 kviknaði vegna 100% hækkunar á brauðverði. AGS krafðist þessarar hækkunar vegna endurskipulagningaráætlunarinnar (SAP). Afnám niðurgreiðslna á matvælum var eitt skilyrða lánasamningsins við AGS.

Habib Bourguiba forseti, sem lék sögulegt hlutverk í að frelsa landið undan nýlendustefnu frakka, svaraði uppreisninni með því að lýsa yfir neyðarástandi:

Á meðan byssuhvellir glumdu sveimuðu sveitir lögreglu- og hermanna um borgina og bældu niður “brauðuppreisnina” Sýning á valdinu leiddi að lokum til ótryggs friðar, en ekki fyrr en ræumlega 50 mótmælendur og áhorfendur höfðu látið lífið. Þá, í dramatísku fimmmínútna ávarpi í útvarpi og sjónvarpi tilkynnti Bourguiba að fallið væri frá verðhækkuninni.

Tunis: Bourguiba leyfir þeim að borða brauð – TIME 16. janúar 1984

Í framhaldi af afturköllun Bourguiba forseta var verðhækkunin á brauði afnumin. Bourguiba rak innanríkisráðherrann og neitaði að undirgangast kröfur nýfrjálshyggjunnar (Washington Consensus).

Stefnu nýfrjálshyggjunnar hafði engu að síður verið hrint í framkvæmd sem leiddi til óðaverðbólgu og fjöldaatvinnuleysis. Þremur árum síðar var Bourguiba og ríkisstjórn hans steypt af stóli í valdaráni án blóðsúthellinga “vegna vanhæfni” og í framhaldinu var Zine el Abidine Be Ali hershöfðingi gerður að forseta í nóvember 1987. Þessu valdaráni var ekki beint gegn Bourguiba, því var ætlað að leysa endanlega upp þjóðernispólitíkina sem til varð um miðjan sjötta áratuginn og einkavæða eigur ríkisins.

Valdarán hersins markaði ekki aðeins endalok þjóðernisstefnunnar eftir lok nýlendustefnunnar (post-colonial) sem Bourguiba hafði verið leiðtogi fyrir heldur veikti það einnig hlutverk Frakklands. Ríkisstjórn Ben Alis var eindreginn bandamaður Washington frekar en Parísar.

Örfáum mánuðum eftir að Ben Ali var gerður að forseta landsins í nóvember 1987 var miklvægt samkomulag undirritað við AGS. Einnig náðist samkomulag við Brussel sem laut að því að koma á fríverslun við ESB. Umfangsmiklu einkavæðingarferli var einnig ýtt úr vör undir eftirliti AGS og Heimsbankans. Með tímakaup í kringum 0.75 evrur , varð Túnis einnig uppspretta ódýrs vinnuafls fyrir Evrópusambandið.

Hver er einræðisherrann?

Skoðun á gögnum AGS bendir til að allt frá valdatöku Ben Alis til dagsins í dag hafi ríkisstjórn hans af trúmennsku virt skilyrði AGS og Heimsbankans, þ.m.t. að fækka opinberum starfsmönnum, afnema verðlagseftirlit á mikilvæguastu neysluvörunum og framkvæma umfangsmikla einkavæðingu. Afnám viðskiptahindrana að kröfu Heimsbankans leiddi til öldu gjaldþrota.

Vegna þessa niðurrifs á efnahagslífi landsins urðu peningasendingar túnískra verkamanna í Evrópusambandinu að mikilvægri uppsprettu gjaldeyristekna.

650 000 eða svo túnisbúa býr erlendis. Heildarupphæð peningasendinga verkamanna árið 2010 var í kringum 1 960 milljarðar$, og hafði aukist um 57 prósent frá 2003. Stór hluti þessara peningasendinga í erlendum gjaldeyrir fer í að greyða erlendar skuldir landsins.

Verðhækkanir á heimsmarkaðsverði matvæla vegna spákaupmennsku.

Í september 2010 náðist samkomulag milli Túnis og AGS, sem mælti með afnámi þeirra niðurgreiðslna sem enn væru við líði til að ná jafnvægi á fjárlögum:

Varfærni í fjármálum er í algerum forgangi hjá yfirvöldunum [í Túnis] sem einnig sjá þörfina á að viðhalda fjármálastefnu 2010 í góðu samræmi við alþjóðlegt umhverfi. Viðleitni síðasta áratugar til að ná með marktækum hætti niður skuldahlutfalli hins opinbera má ekki tefla í tvísýnu með slakri fjármálastefnu. Yfirvöld eru staðráðin í að hafa strangt eftirlit með útgjöldum sínum, þ.m.t niðurgeiðslum,IMF Tunisia: 2010 Article IV Consultation – Staff Report; Public Information Notice on the Executive Board Discussion; and Statement by the Executive Director for Tunisia

Því er vert að veita athygli að krafa AGS um aðhaldssöm fjárlög og afnám niðurgreiðslna er tímalega samstiga nýjum hækkunum á verði matvæla á hrávörumörkuðum í London, New York og Chicago. Þessar verðhækkanir eiga að mestu leiti rætur að rekja til spákaupmennsku stórra fjármálafyrirtækja og hagsmuna matvælaiðnaðarins (agribusiness).

Þessar verðhækkanir á matvælaverði er afleiðing af hreinum og klárum leikfléttum (frekar en skorti) sem hrynda alþýðu heimsins í fátækt. Matvælahækkanirnar eru nýr áfangi í hnattvæðingu fátæktarinnar.

Fjölmiðlar villa almenningi sýn á orsökum þessara verðhækkana með því að beina athyglinni nær eingöngu að framleiðslukostnaði, veðurfari og öðrum þáttum sem leiða til minnkaðs framboðs og gætu stuðlað að verðhækkunum matvæla. Þó þessir þættir geti haft áhrif þá hafa þeir litla þýðingu í að útskýra mikla og dramatíska bylgju verðhækkana.

Sívaxandi matvælaverð er að mestu leiti afleiðing af markaðsmisnotkun. Hún er fyrst og fremst vegna spákaupmennsku á hrávörumörkuðunum. Kornvreð var hækkað með umfangsmiklum viðskiptum spákaupmanna á vöruskiptamörkuðunum í New York og Chicago …

Spákaupmennska með hveiti, hrísgrjón og korn getur átt sér stað án raunverulegra vöruskipta. Fyrirtækin sem stunda spákaupmennsku á kornmarkaðinum þurfa ekki endilega að vera raunverulegir seljendur eða dreifingaraðilar á korni.

Viðskiptin geta notast við sjóði sem eru myndaðir um hrávöruvísitölur sem eru eins konar veðbankar á almenna hækkun eða lækkun á hrávöruverði. “Söluréttur (put option)” er veð á verðlækkun en “kauparéttur (call option)” er veð á verðhækkun. Með samstilltri misnotkun geta stofnanafjárfestar og fjármálastofnanir stuðlað að verðhækkunum og síðan veðjað á verðhækkun á tilteknum vörum.

Spákaupmennskan skapar markaðsóstöðugleika. Óstöðugleikinn sem þetta skapar verður síðan tilefni til nýrrar spákaupmennsku.

Hagnaðurinn verður til þegar verðið hækkar. Hins vegar, ef spákaupmaðurinn tekur skortsölu á markaðnum verður arðsemin til við verðhrun.

Nýleg uppsveifla í spákaupmennsku á matvælamarkaði hefur leitt til þess að hungur breyðist nú út í heiminum á áður óþekktum skala

Michel Chossudovsky, Global Famine, Global Research, 2. maí 2008

Frá 2006 til 2008, varð mikil verðhækkun á helstu fæðutegundunum, þeirra á meðal hrísgrjónum, hveiti og korni. Verð á hrísgrjónum þrefaldaðist á fimm ára tímabili, frá u.þ.b. 600$ tonnið árið 2003 í meira en 1800$ tonnið í maí 2008.

(Michel Chossudovsky, The Global Crisis: Food, Water and Fuel. Three Fundamental Necessities of Life in Jeopard., Frekari upplýsingar má finna í: Michel Chossudovsky, Global Poverty and the Economic Crisis, 7. Kafli í ritgerðasafninu: Michel Chossudovsky and Andrew Gavin Marshall, editors, The Global Economic Crisis, The Great Depression of the XXI Century, Global Research, Montreal 2010

Nýleg verðuppsveifla á korni veldur 32 prósenta hækkun á matvælaverðsvísitölu FAO eins og hún var skráð á seinni helming ársins 2010.

Miklar verðhækkanir á sykri, korni og jurtaolíum hafa valdið methækkun á matvælaverði í desember sem slóg út metið frá 2008 þegar matvælakostnaður olli óeirðum víða í heiminum, og gefur vísbendingar um að verðlagið hafi náð “hættumörkum“.

Mánaðaleg vísitala sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett saman sló út fyrri hápunkt – Júní 2008 – í desember þegar hún náði hæsta punkti síðan mælingar hófust, 1990. Vísitalan er reiknuð út af Matvæla- og landbúnaðarstofnuninni í Róm (FAO) og samanstendur af körfu korntegunda, jurtaolíum, mjólkurvara, kjöts og sykurs, og hefur hækkað samfellt í sex mánuði.

Jill Treanor, World food prices enter ‘danger territory’ to reach record high, The Guardian 5. janúar 2011

Það er bitur kaldhæðni að í skugga hækkandi matvælaverð ráðleggur AGS afnám niðurgreiðslna til að ná markmiðum um aðhaldssöm fjárlög.

Misbeiting upplýsinga um fáttækt og atvinnuleysi

Félagsleg örvænting ríkir og lífsafkoma fólks er lögð í rúst.

Þó að mótmælahreyfingin í Túnis sé augljóslega bein afleiðing af vaxandi fáttækt heldur Heimsbankinn því fram að dregið hafi úr fátækt vegna umbóta til frjáls markaðar sem ríkisstjórn Ben Ali stóð fyrir.

Samkvæmt landskýrslum Heimsbankans var ríkisstjórnin í Túnis (með stuðningi Bretton Wood stofnananna) í lykilhlutverki í að koma fátækt niður í 7 prósentustig (töluvert lægra en það sem skráð er í Bandaríkjunum og ESB.

Túnis hefur náð eftirtektarverðum árangri í réttlátum vexti, baráttunni gegn fátækt og skorar hátt á félagslegum mælikvörðum. Hagvöxtur þar hefur verið að meðaltali 5% síðastliðin tuttugu ár með samfelldri aukningu tekna á mann og samsvarandi aukningu á velferð fyrir þegnana sem sést á því að fátæktastigið er 7%, sem er með því lægsta á svæðinu.Samfeld tekjuaukning á íbúa hefur verið helsti drifkrafturinn við að draga úr fátækt … Sveitavegir hafa verið sérstaklega mikilvægir til að tengja fátæklinga á landsbyggðinni mörkuðum og þjónustu í þéttbýlinu. Átak í húsnæðismálum bætti lífsskilyrði hinna fátæku og losaði einnig um tekjur og sparnað til að nota til kaupa á jafnt fæðu sem öðrum vörum með þeim jákvæðu afleiðingum að draga úr fátæktinni. Niðurgreiðslur á matvælum, sem hafa miðast við að koma hinum fátæku að gagni, þó ekki sé þeim eins markvisst beint að fátæklingum og þörf er á, hafa einnig nýst fátæklingum í þéttbýli.

World Bank: Túnis – Country Brief

Þessar tölur um fátækt, svo ekki sé minnst á efnagslegu og félagslegu “greininguna” að baki þeim, er helber uppspuni. Þær tala um frjálsa markaðinn sem tæki til að draga úr fátækt. Greiningarrammi Heimsbankans er notaður til að réttlæta “enahagslega kúgun” sem hefur verið hrint í framkvæmd í meira en 150 þróunarlöndum.

Ef einungis 7% íbúanna byggi við fátækt (eins og segir í “mati” Heimsbankans) og 93% þjóðarinnar fullnægði grunnþörfum sínum í mat, heilsugæslu og menntun, þá væri engin samfélagskreppa í Túnis.

Heimsbankinn er virkur þátttakandi í að sjóða saman upplýsingar og afbaka félagslegar aðstæður túnisbúa. Opinberlega er atvinnuleysið talið 14%, en raunverulega talan er miklu hærri. Skráð atvinnuleysi meðal ungs fólks er af stærðargráðunni 30 prósent. Félagsleg þjónustu, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun hefur hrunið undir þunga efnahagslegra aðhaldsaðgerða AGS og Heimsbankans.

Túnis og heimurinn

Það sem er að gerast í Túnis er þáttur í hnattrænu efnahagsferli sem leggur lífskjör almennings í rúst með vísvitandi misnotkun markaðsaflanna.

Almennt séð þá er “harður efnahagslegi og félagslegi veruleikinn sem liggur til grundvallar inngrigum AGS síhækkandi matvælaverð, staðbundnar hungursneyðir, fjöldauppsagnir verkafólks og opinberra starfsmanna í þéttbýli og eyðilegging félagslegra átaksverkefna. Kaupmáttur innanlands hefur hrunið, heilsugæslustöðvum og skólum hefur verið lokað, hundruðum milljóna barna hefur verið neitað um réttinn til grunnskólagöngu.” (Michel Chossudovsky, Global Famine, Global Research, 2. maí 2008).

[Nauðsynlegt er að beina mótmælahreyfingunni ekki aðeins að stjórnvöldum heldur einnig að sendiráði Bandaríkjanna, fulltrúum Evrópusambandsins, AGS og sendinefnd Heimsbankans í Túnis. [Viðbót M.C. frá 22. Janúar 2010]