Fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar

Nú þegar fimm ár eru liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers og upphafi verstu fjármálakreppu í marga áratugi hefur Evrópusambandið ekki enn staðið við loforð um að herða regluverk um fjármálageiran.

Þann fimmtánda september síðastliðinn voru fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar. Á þeim degi lýsti fjárfestingabankinn Lehman Brothers yfir gjaldþroti, í kjölfar misráðinna fjárfestinga í bandarískum fasteignaskuldabréfum. Stjórnmálaleiðtogar Evrópu lýstu því þá fjálglega yfir að komið yrði í veg fyrir að annað eins gæti átt sér stað aftur og að ráðist yrði í endurbætur á regluverki fjármálageirans innan Evrópusambandsins.

Fimm árum seinna er árangurinn algjörlega ófullnægjandi.

Fjármálakreppan leiddi til hrikalegra efnahagsvandamála í Evrópu. Atvinnuleysi innan Evrópusambandsins hefur vaxið stöðugt og nú eru 26 milljón manns án atvinnu, eða 10,7% vinnuaflsins, meðan atvinnuleysi meðal ungs fólks er miklu meira. Fjármálakreppan leiddi einnig til evrukrísunnar, gjaldmiðilskreppu sem hefur leitt til sársaukafullra niðurskurðaraðgerða í því sem næst öllum löndum Evrópusambandsins og gert það að verkum að hundruðum milljarða evra hefur verið veitt til bankakerfisins í svokölluðum björgunaraðgerðum. Í ljósi þess hve hátt verð þeir hafa greitt fyrir fjármálakreppuna eiga evrópskir borgarar rétt á því að krefjast skilvirkra aðgerða frá stjórnmálamönnum til að koma í veg fyrir að annað eins geti endurtekið sig. En þegar litið er yfir fimm ár af “endurbótum á fjármálakerfinu” er ekki um auðugan garð að gresja.

Sönnuargögnin tala sínu máli: evrópskir bankar eru ekki nægilega fjármagnaðir og reglur Evrópusambandsins gera bönkum á borð við Deutsche Bank og Barclays enn kleyft að taka að láni jafnvel meira en Lehman Brothers gerðu í aðdraganda hrunsins1; afleiðuviðskipti halda áfram að aukast og eru nú enn umfangsmeiri en fyrir fimm árum síðan2; lítið sem ekkert hefur verið gert til að banna eitraða fjármálagjörninga á borð við þá sem leiddu til fjármálakrísunnar.

Ein helsta ástæða þessa árangursleysis er að banka og fjármálastofnanir hafa þrýst á stjórnmálamenn til að koma í veg fyrir að settar verði reglugerðir sem rauverulega geta borið árangur. Fjármálaheimurinn eyðir gríðarlega háum upphæðum í að hafa áhrif á löggjafarvaldið og rekinn er linnulaus hræsluáróður: því er haldið fram að strangar reglur á frjármálamörkuðum muni leiða til aukins atvinnuleysis. Þessi rök eru fráleit ef litið er á kostnaðinn sem hlotist hefur af krísunni, risavaxnar björgunaraðgerðir fyrir bankana og þær milljónir evrópubúa sem eru án atvinnu.

Fjármálafyrirtæki njóta óhefts aðgangs að þeim sem setja lög og reglur, td. þegar kemur að nýjum reglum um bankastarfsemi og afleiðuviðskipti. Eins og margoft hefur verið bent á, ma. af The Alliance for Lobbying Transparency and Ethics Regulation in the EU (ALTER-EU) koma ráðgjafar Framkvæmdastjórnar og Ráðherraráðs Evrópusambandsins fyrst og fremst úr röðum fulltrúa stóru fjármálafyrirtækjanna. Sem dæmi má nefna að nýskipaður hópur sem veita á Evrópusambandinu ráðgjöf vegna skattaundanskota er að mestu mannaður fólki frá sömu bókhaldsfyrirtækjum og veita stórfyrirtækjum og auðmönnum ráðgjöf um hvernig lágmarka megi skattgreiðslur.

Til þess að hægt sé að hefja raunverulegar umbætur á fjármálamarkaðnum eru nokkur atriði nauðsynleg:

  • Nýja og lýðræðislega nálgun þarf að umbótum á fjármálakerfinu og árangursrríkar leiðir til að hemja áhrif fjármálafyrirtækjanna í Brussel, þar með talið þarf að endurskoða alla ráðgjafarhópa um fjármálaiðnaðinn og koma í veg fyrir að menn geti gengið á milli starfa hjá fjármálafyrirtækjum, og í eftirlitsstofnunum og hjá hinu opinbera.
  • Skipulagsbreytingar á fyrirkomulagi umbótanna sem nái strax fram að ganga, svo tryggja megi að efnahagskreppan leiði til þess að settar verði öflugri reglur og lýðræðislegri stjórn verði komið yfir fjármálageiran svo tryggja megi að hann starfi í þágu samfélagsins og náttúrunnar. Fyrstu skref í þá átt er að komið verði á skatti á fjármagnsviðskipti, (Financial Transaction Tax -FTT), bindiskylda banka verði aukin og eiginfjárhlutfall hækkað, bankar sem eru það stórir að það ógni efnahagslífinu (too big to fail) verði bútaðir í sundur, að gripið verði til aðgerða til að draga úr vægi fjármálaviðskipta fyrir hagkerfið og að komið verði í veg fyrir spákaupmennsku með matvæli.
  • Hraðar og skilvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Samkvæmt tölum framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins myndu slíkar aðgerðir skila 1,000 milljörðum evra sem skotið er undan skatti á hverju ári, upphæð sem myndi nægja til þess að gera niðurskurðaraðgerðir sambandslanda óþarfar.
  • Koma á reglum sem gera starfsmenn fjármálageirans ábyrga fyrir svikum eða lögbrotum fjármálastofnanna, eða því þegar þeir blekkja viðskipta vini sína. Það er með öllu óásættanlegt að þegar upp koma hneykslimál á borð við Liborvaxta-málið eða þátttöku HSBC bankans í peningaþvætti, komist bankar upp með að greiða sektir en þeir starfsmenn sem ábyrgðina bera hljóti enga refsinu. Bankar og bankamenn ættu aldrei að vera undanþegnir lögunum (too big to jail).

Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til undanfarin fimm ár hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum. Fyrir vikið er það algjört forgangsatriði fyrir almenning og félagasamtök að á næstu árum verði gerð alvara úr því að setja reglur um fjármálageirann og tryggt að umbótum sem skipta raunverulega máli verði hrint í framkvæmd.

Undir yfirlýsinguna skrifa:

Action from Ireland

Friends of the Earth Flanders and Brussels

Friends of the Earth Ireland

Friends of the Earth Europe

Les Amis de la Terre (Frakklandi)

Corporate Europe Observatory

European Federation of Public Services Unions (EPSU)

CNE-CSC (Belgíu)

Transnational Institute

War on Want (Bretlandi)

Citizen Debt Audit Platform (Spáni)

FairFin (Belgíu)

Zukunftskonvent

Lost in Europe

Food & Water Europe

Tax Justice Network

transform!italia

European ATTAC Network

ATTAC Finnlandi

ATTAC Noregi

ATTAC Portúgal

ATTAC Pólandi

ATTAC Vallóníu

ATTAC Spáni

ATTAC Frakklandi

ATTAC Austurríki

ATTAC Þýskalandi

ATTAC Írlandi

ATTAC Grikklandi

ATTAC Íslandi

Kairos Europe

Ecologistas en Acción (Spáni)

Jubilee Debt Campaign (Bretlandi)

World Economy, Ecology & Development – WEED (Þýskalandi)

Both Ends (Hollandi)

CADTM Europe

World Development Movement (Bretlandi)

Auditoria a Cidadada Divida Publica – IAC (Portúgal.)

Bank Track

Fondazione Culturale Responsabilità Etica (Ítalíu)

Veblen Institute for Economic Reforms (Frakklandi)

European Anti-Poverty Network

  • Við hinar nýju alþjóðlegu reglur um bankastarfsemi hefur bæst ný regla; sú snýr að skuldsetningarhlutfalli sem notað er til að mæla hlutfall eiginfjár banka á móti skuldum. Á alþjóðavettvangi, í Basel samningunum, er þetta hlutfall mjög lágt (3 prósent) – sem er jafnvel lægra en skuldsetningahlutfall Lehman Brothers þegar bankinn hrundi árið 2008. Reglur Evrópusambandsins eru enn metnaðarlausari því í þeim er ekki að finna nein viðmið um hvert skuldahlutfall banka skuli vera.
  • Tölfræði frá Bank of International Settlements. Einnig http://business.time.com/2013/03/27/why-derivatives-may-be-the-biggest-r…