Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum.
Laugardaginn 15. október kl. 15 er boðað til aðgerða, Tökum torgin, hér í Reykjavík. Ætlunin er að koma saman á Lækjartorgi og láta í ljós andstöðu við fjármálavaldið og krefjast alvöru lýðræðis, eins og gert verður um allan heim þennan dag. Samskonar aðgerðir hafa verið boðaðar í 662 borgum í 79 löndum um allan heim. Hér á eftir fylgir í íslenskri þýðingu ákall þeirrar alheimssamstöðu sem myndast hefur á örskömmum tíma gegn fjármálavaldinu og fyrir alvöru lýðræði.
Alþjóðleg yfirlýsing
15. Október — Sameinumst í baráttunni fyrir hnattrænum breytingum
Hinn 15. október mun almenningur um heim allan fara út á götur og torg. Frá Ameríku til Asíu, frá Afríku til Evrópu rís fólk upp til að krefjast réttar síns og alvöru lýðræðis. Tími er kominn til að við sameinumst í friðsömum mótmælum um heim allan.
Núverandi valdhafar vinna einungis í þágu örfárra og hundsa bæði vilja meirihlutans og þann fórnarkostnað sem mannfólk og umhverfi verður að bera. Þetta er óþolandi staða sem verður að taka enda.
Við munum einum rómi gefa stjórnmálamönnunum, og fjármálaelítunni sem þeir þjóna, til kynna að það er okkar, fólksins, 99 prósentanna, að ákveða okkar eigin framtíð. Við erum ekki vörur í þeirra höndum til að höndla með, né heldur í höndum bankamannanna sem eru ekki fulltrúar okkar.
Hinn 15. október ætlum við að hittast á götum úti og hefja þær hnattrænu breytingar sem við viljum sjá. Við munum mótmæla friðsamlega, ræða saman og skipuleggja okkur þar til við náum þeim fram.
Tími er kominn til að sameinast. Tími er kominn fyrir þá að hlusta.
Almenningur um allan heim, rísum upp 15. október.
Nánari upplýsingar veita:
Sólveig Alda Halldórsdóttir s. 692 23 22,
Birgir Smári Ársælsson s. 865 65 42
Bjarni Guðbjörnsson s. 5520237
Árni Daníel Júlíusson s. 891 80 96
Sjá Facebook viðburð: http://www.facebook.com/event.php?eid=281167531901475