Í febrúar 1953 var Sambandsríkið Þýskaland (RFA) að sligast undan skuldum sínum og hætta var á að það drægi öll lönd Evrópu með sér í fallinu. Lánadrottnarnir – Grikkland þeirra á meðal – sem óttuðust um hag sinn komust að niðurstöðu sem kom engum á óvart nema frjálshyggjumönnum: “innri gengisfelling”, þ.e. lækkun launa, tryggir ekki endurgreiðslu skuldanna, heldur þvert á móti.
Á leiðtogafundi í London ákvað 21 land að endurmeta kröfur sínar í ljósi raunverulegrar getu samherja síns til að standa í skilum með skuldbindingar sínar. Þau felldu niður 60% af höfuðstól skuldanna sem RFA hafði hlaðið upp og veittu því 5 ára greiðsluskjól (1953-1958)og höfðu endurgreiðslutímabilið til 30 ár. Einnig settu þau skilyrði um ákveðna “þróun” inn í samninginn þannig að landið þyrfti ekki að verja nema einum tuttugasta af útflutningstekjum sínum til greiðslu skuldarinnar. Þessi ákvörðun Evrópuríkjanna var andhverfa Versalasamninganna (1919) og lagði grunninn að uppbyggingu Vestur-Þýskalands eftir stríð.
Þetta er nákvæmlega það sem samfylking róttækra vintriafla (Syriza) leggur til í dag: fara í þveröfuga átt við alla skammtíma Versalasamningana sem kanslari Þýskalands, Angela Merkel, og fjármálaráðherra hennar, Wolfgang Schäuble, þröngva upp á skuldsett Evrópuríki og sækja okkur innblástur í þessa einstöku framsýni sem Evrópa sýndi eftir stríð.
“Björgunar”áætlanirnar fyrir Suður-Evrópu hafa mistekist og grafið botnlausann brunn sem skattborgurunum er boðið upp á að reyna að fylla. Það hefur aldrei verið jafn miilvægt og einmitt nú að komast að sameiginlegri og endanlegri heildarlausn. Því er óskiljanlegt að horft sé fram hjá slíku markmiði til að tryggja endurkjör þýska kanslarans.
Við þessar aðstæður er tillagan sem Syriza hefur sett fram um evrópska skuldaráðstefnu , í anda London-fundarins um skuldir Þýskalands 1953, að okkar mati eina raunhæfa lausnin og kemur öllum til góða: heildarsvar við skuldakreppunni og viðurkenning á ósigri stefnunnar sem Evrópa hefur fylgt hingað til.
Eftirfarandi eru kröfur okkar sem snúa að Grikklandi:
- Veruleg lækkun á höfuðstól ríkisskuldanna sem hafa hlaðist upp;
- Greiðsluskjól (moratoire) svo þær upphæðir sem annars færu í afborganir lána nýtist til að reisa hagkerfið við;
- Setja skilyrði um þróun inn í samninginn svo endurgreiðslur skulda drepi ekki í fæðingu endurreisn hagkerfisins;
- Endurfjármögnun bankanna án þess að þær upphæðir sem í það fara séu taldar með opinberum skuldum landsins.
Þessar aðgerðir verða að styðjast við umbætur sem stuðla að jafnari dreifingu auðæfanna. Lausn á kreppunni felur í sér að við snúum baki við þeirri fortíð sem leiddi til hennar og vinnum að félgslegu réttlæti, jafnrétti, pólitísku og fjármálalegu gegnsæi, í stuttu máli að lýðræði. Slíkri áætlun verður ekki hrint í framkvæmd nema af flokki sem er óháður fjármálafáveldinu, þessum þrönga hópi forstjóra sem hefur tekið ríkið í gíslingu, en meðal þeirra eru skipakóngarnir sem – fram til 2013 – eru undanþegnir skatti, fjölmiðlakóngar og bankafúskarar (gjaldþrota) sem bera ábyrgð á kreppunni og reyna að viðhalda óbreyttu ástandi. Í ársskýrslu Transparency International fyrir 2012 er Grikkland talið spilltasta landið í Evrópu.
Þessi tillaga er að okkar mati sú eina mögulega ef við ætlum ekki að sætta okkur við stigvaxandi þenslu opinberra skulda í Evrópu, sem nú þegar hafa að meðaltali náð 90% af vergri landsframleiðslu. Sú staðreynd gerir okkur bjartsýna: þa ð er ekki hægt að hafna áætlun okkar því kreppan þjakar nú þegar harðkjarna evrusvæðisins. Að fresta vandanum hefur þær afleiðingar einar að auka á efnahagslegann og félagslegann kostnað af ríkjandi ástandi, ekki bara í Grikklandi heldur einnig í Þýskalandi sem og öðrum löndum sem hafa tekið upp sameiginlegu myntina.
Um tólf ára skeið hefur evrusvæðið – sem sækir sér innblástur í kreddur fjálshyggjunnar – einungis verið samband um gjaldmiðil án pólitískrar eða félagslegrar víddar. Viðskiptahalli landanna í sunnanveðri álfunni er spegilmynd afgangsins sem löndin í norðri sýna. Sameiginlega myntin þjónaði einnig Þýskalandi með því að “kæla” hagkerfið eftir kostnaðarsama sameiningu ríkjanna tveggja 1990.
En skuldakreppan kollvarpaði þessu jafnvægi. Svar Berlínar var að flytja út uppskrift sína að aðhaldsaðgerðum sem hefur haft þær afleiðingar að auka félagslegann ójöfnuð í sunnanverðri álfunni og efnahagslega spennu innan evrusvæðisins. Nú hverfist Evrópa um ásinn lánadrottnar í norðri/skuldunautar í suðri sem er birtingarmynd nýrrar vekaskiptingar sem ríkustu löndin eru höfundar að. Löndin í suðri sérhæfa sig í framleiðslu og þjónustu sem krefst mikils mannafla á lágmarkslaunum á meðan löndin í norðri sinna gæðaframleiðslu og nýsköpun og, sumir hverjir allavega, njóta mun mun betri kjara.
Tillaga Hans-Peter Keitel, forseta Sambands þýskra iðnrekenda (BDI), í viðtali sem birtist á vefsíðu Spiegel, um að breyta Grikklandi í “sérstakt efnahagssvæði” afhjúpar raunverulegt markmið björgunarpakkans. Aðgerðirnar sem þar eru lagðar til, og eiga að ráða ferðinni allt til ársins 2020 að minnsta kosti, eru dæmdar til að mistakast með hörmulegum afleiðingum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nú farinn að viðurkenna . En fyrir hugmyndasmiðina hefur samkomulagið þann kost að koma taumhaldi á grískt hagkerfi og gera það að efnahagslegri nýlendu evrusvæðisins.
Ógilding þessa samnings er því alger forsenda fyrir sérhverri lausn á keppunni: Þar er lyfið sjálft banvænt, en ekki bara skammturinn eins og sumir halda fram.
En við verðum einnig að taka á öðrum orsökum fjármálakreppunnar í Grikklandi. Sóun á almannafé hefur ekkert breyst: t.d. tíðkast enn dýrustu vegaframkvæmdir í allri Evrópu; eða einkavæðing hraðbrauta til að fjármagna nýjar framkvæmdir … sem síðan er hætt við.
Það er ekki hægt að tala um vaxandi ójöfnuð sem einfalda hliðarverkun fjármálakreppunnar. Gríska fjármálakerfið endurspeglar vensla- og hagsmunanetið, með öllum ínum undanþágum og ríðindum sem sniðin eru að þörfum auðhringanna. Þetta er innsiglað með óformlega samkomulaginu sem allt frá falli herstjórnarinnar bræðir saman atvinnurekendur og hina tvíhöfða skeppnu tvíflokksins – Nýtt lýðræði og samhellenísku sósíalistahreyfinguna (Pasok). Þetta er ein af ástæðum þess að ríkið sækir ekki tekjurnar sem það þarfnast með skattlagningu heldur lækkar laun og ellilífeyrir.
En kerfið (establishment) – sem naumlega lifði af kostningarnar 17. júní með hræðsluáróðri vegna hugsanlegrar útgöngu Grikklands úr evrusvæðinu – lifir með aðstoð öndunartækis: spillingarinnar. Það erfiða verkefni að rjúfa náið samband stjórnmálanna og viðskiptalífsins – vandamál sem Grikkir eru ekki einir um að glíma við – yrði forangsverkefni alþýðustjórnar undir forystu Syriza.
Við krejumst því greiðsluskjóls til að breyta Grikklandi. Án þess munu allar tilraunir til að hreinsa til í fjármálunum verða jafnárangurslausar og strit Sísifosar. En í þetta sinn mun harmleikurinn ekki henda hina fornu Korinþeuborg eina heldur Evópu alla. Tags: