Íslandsdeild Attac var stofnuð 30. maí 2009. Hún er hluti alþjóðlegrar hreyfingar fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra.
Attac varð til í Frakklandi í júní 1998. Deildir eru í 48 löndum, og nú bætist Ísland við. Af þessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru alls yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna. Bráðabirgðastjórn hefur verið skipuð og verður aðalfundur haldinn í haust. Von er á heimsókn fulltrúa erlendra Attacfélaga, og verður nánar tilkynnt um það þegar þar að kemur. Öllum sem hafa áhuga á jákvæðri uppbyggingu þjóðfélags, þar sem fólk er í fyrirrúmi en ekki fjármagnseigendur er boðið að taka þátt í þessu starfi.
Eftirfarandi stefnuskrá var samþykkt 1998 og liggur til grundvallar starfi Attac um heim allan:
Endurheimtum framtíð veraldar okkar.
Stefnuskrá Attac-samtakanna.
Alþjóðavæðing fjármagnsins eykur á efnahagslegt óöryggi og félagslegt misrétti. Hún fer á svig við og þrengir að valkostum almennings,lýðræðislegra stofnana og fullvelda ríkjum, sem bera ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað setur hún rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna og fjármagnsmarkaðanna.
Í nafni umbreytingar heimsins sem kynnt er sem náttúrulögmál er barist um völdin við borgarana og fulltrúa þeirra um hver ræður örlögum þeirra. Slík óvirðing, slíkur vanmáttur nærir vöxt andlýðræðislegra flokka. Brýnt er að stöðva þetta ferli með því að skapa ný eftirlitstæki, innan þjóðríkisins, innan Evrópu og alþjóðlega. Reynslan kennir okkur að ríkisstjórnir ráðast ekki í slíkt án þess að þrýst sé á þær. Að takast á við þessa tvöföldu áskorun, samfélagslegt hrun og pólitíska örvæntingu, krefst því viðbragða borgaranna og aðgerðarsinna.
Algert frelsi fyrir hringrás fjármagnsins, skattaparadísir og sprenging í viðskiptum spákaupmanna rekur ríkin inn á tryllta braut stórfjárfestum í hag. Í nafni nútímans hringsóla meira en 1800 milljarðar dollara á gjaldeyrismörkuðum á hverjum degi í leit að skyndigróða, algerlega án samhengis við gengi framleiðslunnar og viðskipta með vörur og þjónustu. Slík þróun hefur í för með sér samfellda tekjuaukningu auðmagnsins til handa á kostnað vinnulauna, eykur á öryggisleysið og útbreyðslu fátæktarinnar.
Nú, undir því yfirskini að tryggja öryggið, er launafólki boðið að skipta á ellilífeyriskerfi sínu og lífeyrissjóðakerfi til að senda inn sinn eigin heim fyrirtæki einungis til krafna um skammtímagróða, sem grefur undan lífskjörum þess, sem útvíkkar áhrifasvæði fjármagnsins og sem sannfærir þegnana um að uppbygging í anda samstöðu milli þjóða, almennings og kynslóðir sé gamaldags.
Undir yfirskini efnahagsþróunarinnar og atvinnunnar hafa aðildarríki OECD ekki gefið upp á bátinn áætlanir um að undirrita fjölþjóðlegan fjárfestingarsáttmála (MAI) sem myndi gefa fjárfestunum öll réttindin og leggur allar skyldurnar á ríkin. Á sama tíma ætlar framkvæmdastjórn ESB og nokkrar ríkisstjórnir að halda áfram krossferð sinni fyrir frjálum viðskiptum með því að setja upp nýtt markaðstorg yfir Atlantshafið (NTM) til að festa opinskátt í sessi ofurvald Bandaríkjanna í nýsitækni (audiovisuel) og rústa sameiginlegu landbúnaðarstefnunni.
Það er enn hægt að koma í veg fyrir marga keðjuverkunina sem hlýst af þessari mulningsvél ójafnaðarins milli Norður- og Suðurhvels (heimshluta) jafnt sem í hjarta sérhvers lands. Of oft nærist röksemdin um að þetta séu forlög okkar á ritskoðun upplýsinga um aðra valkosti. Þannig hafa alþjóðlegu fjármálastofnanirnar og stóru fjölmiðlarnir (en oft njóta eigendur þeirra ávinninga hnattvæðingarinnar) þagað um tillögur bandaríska hagfræðingsins James Tobin, nóbelsverðlaunahandhafa í hagfræði, um skatt á viðskipti spákaupmanna á gjaldeyrismarkaði. Jafnvel þó hann væri mjög hógvær, 0.05%, gæfi Tobin-skattur af sér nærri 100 milljarða dollara á ári. Hann yrði aðallega innheimtur í iðnríkjunum, þar sem stærstu fjármagnsmarkaðirnir eru staðsettir, en þessari upphæð má veita til alþjóðlegra stofnana til að berjast gegn ójafnrétti, til að útbreyða menntun og opinbera heilsugæslu í fátæku löndunum, og til að tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra þróun. Slíkar aðgerðir vinna með skýrum hætti gegn spákaupmennsku. Þær væru vatn á myllu andspyrnunnar og gæfu almenningi (borgurunum) og ríkjunum svigrúm á ný og, umfram allt, færir stjórnmálunum undirtökin á ný.
Með þetta að leiðarljósi setja undirritaðir sér það markmið að stofna samtök, ATTAC (Action pour une taxe Tobin d’aide aux citoyens), sem gerir þeim kleift að framleiða og dreifa upplýsingum fyrir sameiginlegar aðgerðir, jafnt hver í sínu landi, sem sameiginlega í Evrópu og alþjóðlega. Til að sporna við alþjóðlegri spákaupmennsku, skattleggja fjármagnstekjurnar, refsa skattaskjólunum, hindra almenna útbreiðslu lífeyrissjóðanna og, almennt, til að endurheimta þau svið sem lýðræðið glataði til fjármálaheimsins og berjast gegn öllu nýju afsali á fullveldi ríkisins í nafni svokallaðra „réttinda“ fjárfesta og kaupmanna. Markmiðið er einfaldlega að endurheimta saman framtíð veraldar okkar.