Um undirskriftasöfnunina frá Sigga hrelli

Kæru félagar,

Magma málið er nú í biðstöðu. Ný nefnd hefur verið skipuð sem úrskurða á um lögmæti viðskiptanna, líkt og síðasta nefnd þar á undan.

Með fullri virðingu fyrir lögum er samt verið að afvegaleiða umræðuna. Þetta er pólitískt ágreiningsefni fremur en lagalegt. Það skortir hins vegar vilja og kjark hjá ríkisstjórninni til að takast á við það.

Það er orkuútrásin sem við horfumst í augu við. Þjóðerni útrásarvíkinganna er ekki aðalatriðið heldur leikreglur, siðferði og undirliggjandi tilgangur.

Ef við viljum auka þrýsting á ríkisstjórnina þurfum við fleiri undirskriftir, 16 þúsund eru ekki nóg. Þess vegna hefur sú hugmynd komið upp að safna undirskriftum á blöð. Næsti laugardagur (Gleðigangan) og 21. ágúst (Menningarnótt) eru tilvaldir dagar. Til stendur að hittast nk. laugardagsmorgun í Húsinu, Höfðatúni 12 og skipuleggja þetta átak. Staðfesting (ef næg þátttaka fæst) með tímasetningu verður send út á föstudagskvöldið.

Vinsamlegast hafið samband sem fyrst ef þið sjáið ykkur fært að vera með í þessu. Einnig gæti þurft aðstoð við að slá undirskriftirnar inn í tölvu. Ég get því miður ekki svarað tölvupósti eftir hádegi á morgun fram á föstudagskvöld.

Kær kv.- Sigurður – sími 821-8272.

(einnig má skrá sig í attacis@gmail.com