Árni Daníel Júlíusson

Nýlendan Ísland 2: Tímabilið 1900-1940

Í síðustu grein var rætt um stöðu Íslands í heimskerfinu um 1900. Bent var á að Ísland hefði ekki tilheyrt þeim meginhluta heimsins þar sem bjó fólk, dökkt, rautt eða gult á hörund, sem hvítir menn töldu sér rétt og skylt að kenna kristni og aðra góða siði með vélbyssur að vopni. Í þessum löndum ríkti grímulaust ofríki ofbeldisfullrar heimsvaldastefnu, kynþáttahyggju og kapítalisma. Megineinkenni íslenska samfélagsins voru hins vegar öflug smábændahreyfing, líkt og á öðrum Norðurlöndum, sjálfstætt, innlent auðvald og vaxandi verkalýðsstétt

Nýlendan Ísland 1 - til 1914

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stefnir að því að gera Ísland að hráefnanýlendu heimsauðvaldsins. Hér er m.a. mikið af "hreinni" orku, bæði vatnsorku, jarðhita og vindorku, fögur náttúra sem gæti hentað sem afslöppunarsvæði fyrir þreytta forstjóra alþjóðlegra stórfyrirtækja, og olía á Drekasvæðinu. Þetta eru þau not sem alþjóðaauðvaldið ætlar að hafa af Íslandi eftir bankahrunið. Gjaldþrota ríkisvald og nauðstödd alþýða er óskastaða AGS, en líklega hafa þeir ekki búist við uppreisn almennings.

Syndicate content