Niðurskurðarverðlaun Nóbels til Evrópusambandsins

Margir leiðtogar ríkja og ríkisstjórna í Evrópuog fulltrúar stofnana ESB hafa fagnað veitingu friðarverðlauna Nóbels til Evrópusambandsins. En Attac fagnar því ekki: það er algerlega út úr kortinu að verðlauna Evrópusambandið á sama tíma og stofnanir þess þröngva upp á almenning niðurskurði í félagsmálum, efla hernaðarmátt ESB og ofsóknir gegn innflytjendum og ástunda herskáa utanríkisviðskiptastefnu.

Barrosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, réttlætir verðlaunin með því að segja að Evrópusambandið haldi á lofti gildum “frelsis, lýðræðis, réttarríkisins og mannréttinda”. Þessi gildi eru hins vegar víðsfjarri stefnumiðum stofnsamninga ESB.

Hernig er hægt að veita friðarverðlaun Nóbels víggirtu Evrópusambandi, en lokun landamæra þess hefur kostað þúsundir mannslífa? Sambandi sem stefnir að því að auka hernaðarlega getu sínu (grein 42.3 í sáttmála þess) og sem viðurkennir óskorað vald NATO? Hvaða skilaboð er verið að senda þeim sem líða fyrir herskáa utanríkisviðsdkiptastefnu ESB eins og hún birtist í efnahgassamvinnusamningum við hóp ríkja í Afríku og Suðurhöfum sem krefjast algers markaðsfrelsis sem grefur undan efnahagslífi viðkomandi landa?

Að lokum, hvaða skilaboð er verið að sendan þeim milljónum borgara sem hafa mótmælt síðustu tvö árin á götum og torgum Grikklands, Spánar og Portúgals eyðileggingu félagslegra réttinda þeirra og ákvörðunum Þríeykisins með Framkvæmdanefndina og Seðlabankann í broddi fylkingar? Attac í Noregi bendir á að “þeir sem mótmæla nýfrjálshyggjustefnu Evrópusambandsins og niðurskurðaráætlunum verði fyrir ruddalegu löghrtegluofbeldi”.

Í stað þess að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun Nóbels leggjum við til að það fái niðurskurðarverðlaun Nóbels. Niðurskurðarstefnan sem fylgt hefur verið s.l. tvö ár hefur haft það eitt í för með sér að auka á vanda landanna sem verða fyrir barðinu á henni. Þannig grefur hún gjá á milli “kjarna- og jaðarríkjanna”. Hún kyndir undir þjóðernisstefnu og efnahagstríði og stofnar í alvarlega  hættu uppbyggingu Evrópu í anda samstöðu og samvinnu sem Attac í Frakklandi sem öðrum aðildarríkjum ESB berst fyrir.

Attac í Frakklandi 12. október 2012