Hvernig er hægt að breyta ríkjandi þjóðskipulagi kapítalismans?

I Kapítalisminn: Horft um öxl

Attac hreyfingin starfar nú í yfir 40 löndum um allan heim. Samtökin vinna við að hugsa upp sterka sameiginlega valkosti við núverandi þjóðfélagsástand og skipuleggja aðgerðir og mótmæli gegn ríkjandi kerfi. Síðan Attac samtökin voru stofnuð í lok tíunda áratugarins hafa þau unnið gegn þeirri hugsun að valkostir við ríkjandi þjóðfélagskerfi nýfrjálshyggjunnar séu óhugsandi. Samtökin hafa því unnið að því að leggja fram heilstæðar og trúverðugar tillögur um breytingar og réttlátari veröld auk þess að skapa upplýsta umræðu um neikvæðar birtingarmyndir hnattvæðingar á forsendum fjármagnsins. Við höfum frá upphafi bent á neikvæðar afleiðingar afreglunar á fjármagnsmörkuðum, alþjóðaviðskiptum á forsendum nýfrjálshyggjunnar, einkavæðingu og úthýsingu almannaþjónustu. Við höfum einnig bent á hvernig sterk öfl hafa beinan hag af þessari þróun. Sumar af tillögum okkar um eftirlit með fjármagnsmörkuðum – sérstaklega krafan um “tobin-skatt”, örskatt á öll fjármagnsviðskipti – eru nú ræddar af vaxandi alvöru um allan heim.

Nauðsynlegar breytingar þola hins vegar enga bið. Neikvæðar birtingarmyndir núverandi efnahagskerfis hafa orðið æ meira áberandi. Við stöndum nú frammi fyrir félagslegri og efnahagslegri kreppu auk umhverfiskrísu, og öll þau vandamál sem af þessum krísum leiðir verða erfiðari viðfangs sökum lýðærðiskreppu Vesturlanda. Við getum því ekki leyft okkur að takast á við eitt vandamál í einu, heldur verðum við að skoða þau sem hluta af stærri heild. Við verðum að spyrja gagnrýnna spurninga um allt kerfið og leita nýrra leiða.

II Hvernig er hægt að breyta ríkjandi þjóðskipulagi kapítalismans?

Núverandi framleiðslutækni gerir okkur kleyft að framleiða ótrúlegt magn nauðsynja, vöru og þjónustu sem ættu að geta fullnægt grunnþörfum alls mannkyns og gott betur. Engu að síður lifir stór hluti mannkyns við varanlegan skort, fólk sem er arðrænt, því er meinað að fullnægja grunnþörfum sínum og það neytt til að gerast efnahagslegir flóttamenn.

Í dag lifir einn milljarður manna við hungur. Bilið milli ríkra og fátækra hefur vaxið, bæði á Suðurhveli jarðar og Norðurhveli jarðar. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa valdið öfgakenndum veðurfarsbreytingum sem ógna bæði matvælaframleiðslu og lífi fjölda manna, t.d. ógna alvarlegir þurrkar lífi og afkomu fólks allt frá Texas í Bandaríkjunum til Sahel-beltisins í Afríku. Gengið hefur á birgðir hráefna, málma og olíu, og það verður æ kostnaðarsamara, bæði fjárhagslega og í umhverfisskemmdum, að afla þeirra með alvarlegum afleiðingum fyrir náttúruna. Auðæfum jarðar er skipt æ ójafnar sem þýðir að efnahagsleg og pólítísk völd hafa safnast á hendur æ minni forréttindahóps.

Allt eru þetta afleiðingar efnahagskerfis sem leggur höfuðáherslu á að hámarka hagnað og er byggt á þeirri trúarsetningu að taumlaus hagvöxtur sé markmiðið og að náttúruauðlindir séu ótæmandi.

Við þurfum að endurhugsa hlutina frá grunni. Hver er tilgangur framleiðslunnar og fyrir hverja erum við að framleiða? Við þurfum líka að endurskoða neyslumynstur okkar. Öll efnahagsstarfsemi þarf að vera miðuð við sameiginlega hagsmuni jarðarbúa og taka tillit til umhverfisins og samfélagsins í heild. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur Evrópubúa því við reiðum okkur að stórum hluta á vinnuafl og náttúruauðlindir á Suðurhveli jarðar. Við í Attac samtökunum höfum unnið að valkostum við núverandi kerfi og að stuðla bæði að félagslegu réttlæti og umhverfisvernd sem eru að okkar mati óaðskiljanleg markmið.

III Baráttan fyrir lýðræði

Núverandi ástand hefði átt að vekja fólk til umhugsunuar. Þess í stað virðast stjórnvöld um allan heim staðráðin í að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Markmiðið virðist vera að endurreisa sem fyrst fjármálakerfið sem hrundi í óbreyttri mynd. Um leið er blásið til sóknar gegn réttindum almennings. Ríkisstjórnir Evrópusambandsins hafa notað kreppu evrusvæðisins til þess að blása til árása á velferðarkerfi landa Evrópu. Á sama tíma og fjármagnsmarkaðir halda áfram að vaxa og fá ekki aðeins að starfa óáreittir, heldur beinlínis að hagnast á efnahagserfiðleikunum, hafa ríkisstjórnir Evrópusambandsins haldið því fram að rót vandans sé sú að of miklu hafi verið varið í almannaþjónustu. Hið sanna er að skuldir þeirra Evrópusambandsríkja sem standa höllum fæti eru til komnar vegna þess að bönkum og fjármálastofnunum var bjargað. Engu að síður er krafist niðurskurðar á ellilífeyrisgreiðslum og velferðarþjónustu, einkavæðingar og sársaukafullra aðhaldsaðgerða. Með því að skilyrða aðstoð með þessum hætti ætla Evrópusambandsríkin sér að þröngva þessum aðgerðum í gegn, þvert á vilja almennings.

Ákvarðanir þjóðþinga, stofnana Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða G20 hópsins þjóna fyrst og fremst hagsmunum þeirra sem eiga og stjórna fyrirtækjum og þar með efnahagslífinu. Hagsmunir almennings eru fyrir borð bornir. Völd hinnar efnahagslegu forréttindastéttar og vaxandi samruni hennar og stjórnmálastéttarinnar hefur leitt til þess að undirstöður raunverulegs lýðræðis eru í hættu. Við sjáum æ minna af beinu lýðræði eða lýðræðislegri þátttöku í mikilvægum ákvörðunum. Þess í stað eru ákvarðanir fengnar utanaðkomandi “sérfæðingum” eða “ráðgjöfum”. Við verðum því að endurheimta raunverulegt lýðræðislegt vald yfir mikilvægum efnahagslegum ákvörðunum.

Um allan heim hefur fólk risið upp gegn árásum á lýðræði. Fólk hefur vaknað til vitundar um mikilvægi þess að byggja nýjan heim. Dæmi um þetta eru mótmælahreyfingar þær sem spruttu upp í mörgum borgum Suður Evrópu síðastliðið vor og lýðræðishreyfing sú sem reis í mörgum Arabalöndum síðastliðið vor. Evrópska Attac hreyfing er hluti af þessari bylgju. Við viljum leggja okkar af mörkum til að byggja nýjan og betri heim.

IV Nærtækustu verkefnin í Evrópu

1) Lokum spilavítinu-afvopnum fjármálamarkaðina-bæði í Evrópu og á heimsvísu.

Síðan fjármálakreppan hófst með öllum sínum afleiðingum fyrir almenning í Evrópu og annarsstaðar, hafa hvorki Evrópusambandið né aðrar stofnanir innleitt nokkrar raunverulegar eftirlitsreglur. Þvert á móti halda fjármálabraskarar áfram spákaupmennsku og auka auð sinn með því að stunda spákuapmennsku geng hagsmunum fullvalda ríkja. Það að setja mörkuðum strangarii reglur nægir ekki lengur- við þurfum umbreytingu á fjármálakerfinu ef að við viljum að ægivald þess taki enda.

“Fjármálastarfsemi sem þjónar almenningi”

  • Viðskiptabankar eiga að vera aðskildir frá fjárfestingarbönkum og sinna sjálfbærum fjárfestingum. Jafnvel á að banna fjárfestingarbanka með öllu.
  • Koma skal í veg fyrir að fjármálafyriræki séu of stór til að fara á hausinn: þeim þarf að skipta upp og setja reglur um leyfilega stærð.
  • Banna á öll skatta og regluskjól.
  • Seðlabanki Evrópu á að lána ríkjum á sömu vöxtum og fjárfestingarbönkunum.
  • Minnka þarf vægi fjármálamarkaða og skuldasöfnunar.

“Stöðvum spákaupmennskuna”

  • Afvopnum markaði með því að láta votta allar nýjar fjármálaafurðir af opinberum eftirlitsstofnunum.
  • Bönnum allar flóknar og hættulegar afleiður, setjum hömlur á skortsölu og viðskipti á gráum markaði með óskráð verðbréf eða fjármálagjörninga.
  • Stöðvum fjármálavæðingu náttúruaðlinda og spákaumennsku með matvæli.
  • Stöðvum fjármálavæðingu eftirlauna, menntunar og annarra félagslegra innviða.
  • Komum á Tobin skatti – skatti á fjármagnsviðskipti.

“Lýðræðislegt eftirlit með fjármagninu”

  • Lýðræðislegt eftirlit almennings með fjármálakerfinu
  • Félagslegan bankarekstur
  • Endurskoðun á grundvelli hins alþjóðlega peningakerfis og undirstöðu peningakerfis einstaka ríkja.
  • Lýðræðislega endurskoðun á ríkisskuldum og skuldum fátækra ríkja.
  • Niðurfellingu óréttmætra og ósanngjarnra skulda.
2) Byggjum raunverulega lýðræðislega Evrópu

Við stöndum nú frammi fyrir því verkefni að byggja upp net allra þeirra evrópsku mótmæla- og félagshreyfinga sem hafa barist gegn niðurskurðar og aðhaldspólítík þeirri sem fylgt hefur verið í Evrópu í kjölfar fjármálakrísunnar.

Við munum halda áfram að berjast gegn þeirri ólýðræðislegu yfirþjóðlegu efnahagsstjórn sem stofnanir Evrópusambandsins hafa verið að innleiða. Það er enginn skortur á lausnum á efnahagsvanda Evrópusambandsins og Evrusvæðisins, lausna sem bæta lífsskilyrði meirihluta almennings frekar en að rýra lífsskilyrði og grafa undan jöfnuði.

3) Leiðir út úr umhverfiskrísunni

Nýfrjálshyggjan hefur haft skelfilegar áhrif á vistkerfi jarðar. Í okkar augum er útilokað að ná félagslegu réttlæti ef vistkerfi jarðarinnar er eyðilagt. Með sama hætti er útilokað að varðveita vistkerfi jarðarinnar ef félagslegt réttlæti er fótum troðið. Ef við viljum finna raunhæfar lausnir á umhverfiskrísunni þurfum við að byggja alþjóðahagkerfi sem byggir ekki á hugmyndum um taumlausan hagvöxt heldur á lýðræðislegri þátttöku og ákvarðanatöku auk félagslegs réttlætis og tekur mið af þörfum almennings.

Nærtæk markmið sem við viljum vinna að eru:

Orkumál og loftslagsmál

  • Réttlæti og samstaða í loftslagsmálum. Loftslag og veðurhjúpur jarðarinnar er sameiginleg eign alls mannkyns sem ekki má eyðileggja, selja eða ráðskast með.
  • Við þurfum að draga verulega úr orkunotkun þróunarríkjanna og taka mjög ákveðin skref í átt að endurnýjanlegri orku.
  • Við þurfum að binda endi á notkun okkar á kjarnorku, olíu, kolum og jarðgasi.
  • Við þurfum lýðærðislega stjórn á orkuforða jarðarinnar í stað þess að henni sé stjórnað af fjármálafyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum.

Matvælaöryggi, náttúruauðlindir og líffræðileg fjölbreytni

  • Það þarf að tryggja matvælaöryggi allra íbúa jarðarinnar með virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi. Lýðræðislegur aðgangur fólks að náttúruaðlindum þarf að vera tryggður. Tryggja verður að frumbyggjar séu ekki hraktir af landi sínu eða rændir náttúruaðlindum sem þeir byggja tilvist sína á.
  • Stöðva verður spákaupmennsku með matvæi og rányrkju á náttúruaðilindum.
  • Í stað verksmiðjubúskapar og erfðabreyttrar matvælaframleiðslu þarf sjálfbæran landbúnað.
4) Byggjum upp raunverulegt lýðræði

Aukið lýðræði er mikilvæg forsenda breytinga. Það lýðræði sem við þekkjum í dag er mjög takmarkandi, enda eru tengsl þess og kapítalismans óeðlilega náin. Við þurfum að hugsa um lýðræði í stærra samhengi, og vinna að samfélagi sem er raunverulega lýðræðislegt. Öll svið samfélagsins þurfa að starfa með lýðræðislegum hætti. Það er ekki nóg að þjóðríkið lúti lýðræðislegri stjórn heldur þurfa vinnustaðir, skólar og háskólar, en ekki síður hið alþóðlega samfélag og alþjóðlegar stofnanir að starfa með lýðræðislegum hætti og lúta lýðræðislegu eftirliti. Vaxandi krafa er einnig um að framleiðslunni sé stjórnað af fólkinu sjálfu.

Við setjum því fram eftirfarandi hugmyndir:

  • Hugmyndir um fulltrúalýðræði verði endurhugsaðar og að leitað verði í vaxandi mæli eftir samráði við borgarana og þeir hafðir með í ákvarðanatöku. Beint lýæðræði verði innleitt að því marki sem mögulegt er í fjölþjóðlegum og alþjóðlegum samtökum.
  • Ákvarðanir sem hægt er að taka nær borgurunum verði fluttar til þeirra – valdið verði flutt nær almenningi frekar en að það sé flutt fjær fólki.
  • Við endurskoðum ofuráhersluna á gróða og einkaeignarréttinn sem grundvöll allrar efnahagsstarfsemi og leggjum aukna áherslu á samvinnurekstur og annan félagslegan rekstur.
  • Allir þjóðfélagshópar verði hafðir með í lýðærðislegri ákvarðanatöku. Þetta á sérstaklega við um hópa sem hafa verið útilokaðir frá valdastöðum eða verið með einhverjum hætti ýtt á jaðar samfélagsins, þ.e. konur, innflytjendur og minnihlutahópa.

V Sameiginleg framtíð okkar og aðgerðir á næstu mánuðum.

Attac samtökin er alþjóðleg hreyfing. Fjöldi hópa og hreyfinga starfa innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar, en allir hafa þeir það sameiginlega markmið að vinna að því að byggja sameiginlega framtíð með umhverfisverndarsamtökum og öðrum samtökum sem vinna að félagslegu réttlæti. Við viljum hafa áhrif á það hverskonar hnattrænt samfélag skapast og höfnum því að hnattvæðingin fari fram á forsendum fjármagnsins og fámennrar stéttar auðmanna. Við viljum veita þeirri þróun harða mótspyrnu og viljum beita til þess hefðbundnum mótmælaaðgerðum en einnig beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni, en ekki síður upplýsinga- og fræðslustarfi.

Við viljum vinna með öðrum hreyfingum og hópum og mynda tengsl milli þeirra og annarra samtaka sem starfa að félagslegu réttlæti, hvort sem það eru frjáls félagasamtök, verkalýðsfélög eða smærri hreyfingar. Við erum hluti hinnar alþjóðlegu baráttu fyrir félagslegu réttlæti, umvherfisvernd og auknu lýðræði. Við berjumst gegn niðurskurði og aðhaldsaðgerðum í Evrópu og krefjumst þess að borgararnir fái sjálfir að hafa eftirlit með því hvernig farið er með ríkisskuldir. Við viljum afhjúpa hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa grafið undan lífsskilyrðum fólks og við viljum að bankar, fjármálafyrirtæki og önnur alþjóðleg fyrirtæki axli sínar byrðar en þeim sé ekki öllum velt á almenning.