Hugleiðingar vegna yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar.27 júlí 2010 vegna Magma málsins.

Flutt á borgarafundinum í Iðnó 28. júlí 2010

  1. Það væri áhugavert að vita hvers vegna íslenska ríkisstjórnin svaf yfir sig í Magma málinu.
  2. Jóhanna forsætisráðherra mun skipa hóp óháðra sérfræðinga sem mun ákvarða lögmæti sölunnar á HS orku til Magma. Þess vegna spyrjum við borgararnir á þessum fundi ráðherrana hvort salan á HS orku muni verða að raunveruleika ef fyrrnefnd nefnd kemst að þeirri niðurstöðu að salan sé lögleg. Enn fremur, er það mat ríkisstjórnarinnar að hin lagalega óvissa sé það eina sem standi í vegi fyrir því að Magma eignist HS orku? Ef framkvæmdavaldið gat á sínum tíma munstrað alla þjóðina í stríð gegn Saddam Hussein, getur þá ekki sama framkvæmdavald rústað einum pappírspésa? Er ríkisstjórnin viljug til þess að taka af skarið eða er útspilið í gær málamyndagjörningur?
  3. Sérstakur starfshópur á að undirbúa lagafrumvarp fyrir lok október 2010 um eignarhald í orkufyrirtækjum. Það má skilja á yfirlýsingunni frá því í gær að hugmyndafræðin verði leiga á auðlindum gegn vægu gjaldi til eitthvað styttri tíma en nú er mögulegt. Hvað á þá Jóhanna við í Morgunblaðinu í morgun þegar hún segir að henni finnist hæfilegt að einkaaðilar eigi allt að helminginn í orkufyrirtækjunum okkar.
  4.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill einkavæða auðlindir. íÍskýrslu sjóðsins frá því í apríl kemur glöggt fram að sjóðurinn telur það nauðsynlegt að auðlindirnar komist í einkaeigu á Íslandi. Í viljayfirlýsingunni við sjóðinn frá því í apríl er lögð sú skylda á herðar íslenskra stjórnvalda að bera allar ákvarðanir sínar undir sjóðinn. Því spyrjum við: hvert er álit sjóðsins á yfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar frá því í gær?
  5.  Attac samtökin á Íslandi harma þann seinagang sem hefur verið á viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar vegna Magma málsins. Við förum þess á leit að fulltrúi almennings fái aðkomu að þeim nefndarstörfum sem framundan eru vegna Magma málsins.