AGS, með stuðningi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, skipuleggur rán á Grikklands

Í Grikklandi heldur alþýðan áfram að berjast eftir níu stór verkföll síðan í Febrúar 2010

Þó atvinnuleysið aukist jafnt og þétt, hafi farið úr 9.7% á þriðja ársfjórðungi 2009 í 12.9% á þriðja ársfjórðungi 2010 (meira en 35% ungs fólks undir 25 ára er atvinnulaus), heldur grísk alþýða áfram að berjast gegn niðurskurðarstefnu í anda nýfrjálshyggjunnar og Washington”sáttmálans”.

Stefnan sem þríeikið – Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), Framkvæmdastjórn Evrópu (FE) og Seðlabanki Evrópu (SE) – bíður í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð til að takast á við greiðslur opinberra skulda, er í takt við þá sem leiddi Argentínu, “fyrirmyndarnemanda” AGS á níunda og tíunda áratugnum, í eftirminnilega kreppu 2001. Ráðandi fjölmiðlar þegja þó um síhækkandi útgjöld Grikkja til hermála sem auka enn á hallann á fjárlögum. Samt er hann, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF), sá mesti meðal aðildarríkja NATO á eftir Bandaríkjunum, og nam 4% af VLF 2009. Gæti ástæðan verið sú að vopnasalarnir sem eiga fjölmiðlasamsteypurnar [frönsku], Dassault og Lagardère, vilja ekki tefla ábatasömum markaði í tvísýnu?

Þó að Grikkir standi frammi fyrir umfangsmikilli eyðileggingu félagslegra ávinninga (launalækkun, breyttu eftirlaunakerfi, hækkun óbeinna skatta og gjaldskrárhækkunum í opinberri þjónustu…), kaupir Grikkland vopn af Frakklandi (6 FREMM freigátur fyrir 500 milljón evrur stykkið og SAR herþyrlur) og kafbáta af Þýskalandi. Þessi vopnakaup á miklum niðurskurðartímum eru reginhneyksli. Fé sem rænt er frá almenningi með þessum hætti til vopnakaupa verður að skila að fullu og sækja til saka þá sem ábyrgðina bera. Samkvæmt SIPRI (Sænsku friðarrannsóknastofnuninni) er Grikkland sú Evrópuþjóða sem ver mestu fé til varnarmála í hlutfalli við VLF og er meðal tíu mestu vopnakaupenda í heiminum. Þetta er óþolandi og ábyrgðarlaus hegðun gagnvart almenningi sem er látinn blæða til að bæta stöðu ríkissjóðs.

Samkvæmt franska varnarmálaráðherranum, sem svaraði fyrirspurn þingmannsins Cornut-Gentille í maí 2010, “mun aukinn niðurskurður á fjárlögum Grikkja sem ákveðinn var eftir inngrip Evrópusambandsins í mars 2010 engin áhrif hafa í ár á framlög til gríska varnarmálaráðuneytisins (…) kaupsamningar um freigátur af gerðinni FREMM og á SAR þyrlum (leitar- og börgunarþyrlur) munu því standa “

Grikkland hefur undirritað nýjan lánasamning við AGS og Evrópusambandið sem er ranglega nefndur “aðstoð”. Um leið og reynt er að draga úr hallanum á ríkissjóði með fordæmalausum niðurskurði verður landið að endurgreiða skuldir með sívaxandi vaxtabyrði eftir því sem matsfyrirtækin lækka lánshæfiseinkunnina (þ.e. líkurnar á að Grikkland geti ekki staðið undir erlendum skuldum sínum).

Í desember 2010 samþykkti gríska þingið nýjan niðurskurðarpakka sem fól í sér launalækkun hjá starfsfólki ríkissjónvarpsins og almenningssamgangnanna. Þá gengu grískir fréttamenn til liðs við mótmælin sem breiðast út. Í febrúar 2011 kom röðin að læknum, lyfjafræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum að mótmæla fyrir framan þingið lækkun útgjalda til heilbrigðismála um 1,4 milljarða evra að kröfu Evrópusambandsins (ESB) og AGS og fjöldi lækna reisti tjaldbúðir fyrir framan heilbrigðisráðuneytið í Aþenu. Sendinefnd AGS og FE, sem kom til Aþenu 7. febrúar, ætlar að bíða eftir framkvæmd umbótanna á heilbrigðiskerfinu áður en hún gefur grænt ljós á útborgun fjórða lánaáfangans – að upphæð 15 milljarða evra – sem upphaflega átti að greiðast í febrúar 2011. Í hvert sinn sem áætlunin sem fylgir 110 milljarða evra láninu sem samþykkt var í maí 2010 er endurskoðuð krefst ESB og AGS harkalegri ráðstafana sem forsendu fyrir að greiða út nýjan áfanga.

Gríska stjórnin, á mála hjá Þríeikinu AGS-FE-SE, er sek um að koma þegnum sínum í neyð ekki til aðstoðar , og skipuleggur rán á landinu til hagsbóta stórauðvaldinu.

En, eins og ekki væri komið nóg, krefjast lánadrottnarnir nú “ákveðnari skrefa til að hraða” kerfisumbóta til að lækka skuldabyrðina og tefja því útborgun fjórða áfangans. Í febrúar 2011 brást ríkisstjórn Georges Papandréou enn einu sinni við kröfum þríeykisins AGS-FE-SE um frekari umbætur og jók við áform sín um einkavæðingu opinberra eigna, sem var ætlað að skila 7 milljarða evra tekjum fyrir árið 2013 og þar af 1 milljarði 2011, og stefnir nú á 50 milljarða fyrir 2015… Það er kaldhæðnislegt að horfa upp á svo skilyrðislausa hlýðni ríkisstjórnar sem kennir sig við sósíalista við lánadrottnana. Fjármálaráðherrann, M. Papaconstantinou, lýsti því síðan yfir að  “markmiðið” um einkavæðingu fyrir 50 milljarða “væri vissulega metnaðarfullt, en framkvæmanlegt”, og samþykkti enn einu sinni inngrip AGS með stuðningi Framkvæmdanefndar Evrópusambandsins… Nú skal selja hafnir, flugvelli, járnbrautir, rafveitur og ferðamannastrandir. Fulltrúi Framkvæmdanefndar Evrópusambandsins, Servaas Deroose, lagði til í, í viðtali við dagblaðið To Vilma, “að selja strandirnar til að efla ferðaþjónustuna og eignamarkaðinn sem tengist henni”. Í öðru viðtali bætti hann því við að “Grikkland [gæti] auðveldlega náð sér í 5 milljarða evra með því að selja gamla flugvöllinn í Aþenu sem er staðsettur á dýrmætu strandsvæði”. Fyrir sitt leyti lagði yfirmaður sendinefndar AGS, Poul Thomsen, til “að selja land, þ.m.t. gamla flugvöllinn” í Aþenu. “Staðan í dag krefst þess að umbótum verði hraðað”, ku hann hafa sagt samkvæmt dagblaðinu Kathimerini.

Samdrátturinn er mun meiri en fjármálastofnanirnar höfðu spáð og nam 1,4% af VLF á fjórða ársfjórðungi 2010, verðbólgan er 5,2% í janúar 2011 og tekjur gríska ríkisins drógust saman um 9% 2010 vegna aðhaldsaðgerðanna. Þetta er forsmekkurinn að algerum ósigri stefnu þríeykisins AGS-FE-SE. Samkvæmt gríska Seðlabankanum er “[k]aupmáttur launa opinberra starfsmanna … orðinn minni en hann var 2003, á meðan almennur kaupmáttur er minni en hann var 2006” Fjárfestar eru síðan hvattir til ábatasamra viðskipta með því að lækka launakostnaðinn að meðaltali um 3%.

Þetta er ekki til að róa almenning sem er þegar illa leikinn af kreppunni og boðað var til enn eins allsherjarverkfalls 23. febrúar 2011. Grísk alþýða hefur rétt til að krefjast annarra og gjörólíkra aðgerða, eins og hátekjuskatts og frestun kaupa á hergögnum. En einungis endurskoðun á fjármálum ríkisins undir eftirliti almennings getur farið í saumana á skuldasamningunum til þess að endurheimta það sem ólögmætt er eða óviðkomandi hinum raunverulegu kröfuhöfum, grískri alþýðu, sem krefst fullveldis og virðingar. Þess vegna ber að fagna frumkvæði þingkonunnar Sophia Sakorafa sem, í desember 2010, lagði fram tillögu á gríska þinginu um stofnun þingnefndar til að endurskoða opinberar skuldir.


Jérôme Duval er í forystu fyrir Patas Arriba (Á hvolfi) sem er samvinnuverkefni Attac-CADTM Valencia á Spáni og heldur úti vefsíðu um vandamálið: erlendar skuldir fullvalda ríkja.