Fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar

Nú þegar fimm ár eru liðin frá gjaldþroti Lehman Brothers og upphafi verstu fjármálakreppu í marga áratugi hefur Evrópusambandið ekki enn staðið við loforð um að herða regluverk um fjármálageiran. Þann fimmtánda september síðastliðinn voru fimm ár liðin frá stærsta gjaldþroti fjármálakreppunnar. Á þeim degi lýsti fjárfestingabankinn Lehman Brothers yfir gjaldþroti, í kjölfar misráðinna fjárfestinga … [Read more…]

Er hægt að „velja sér“ andkapítalisma?

Hvaða vandamál fylgja því þegar ofuráhersla er lögð á að gagnrýna eina tiltekna deild auðmagns, svo sem banka eða stóriðju? Er nauðsynlegt að víkka slíka gagnrýni til kapítalismans í heild, og ef svo er, hvernig? Það er hægt að segja að ólíkir kapítalistar séu mismunandi –hættulegir- og þessvegna er auðvitað skiljanlegt að fólk velji sér … [Read more…]

Nýlendan Ísland?

Nýlendan Ísland 1 – til 1914 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stefnir að því að gera Ísland að hráefnanýlendu heimsauðvaldsins. Hér er m.a. mikið af „hreinni“ orku, bæði vatnsorku, jarðhita og vindorku, fögur náttúra sem gæti hentað sem afslöppunarsvæði fyrir þreytta forstjóra alþjóðlegra stórfyrirtækja, og olía á Drekasvæðinu. Þetta eru þau not sem alþjóðaauðvaldið ætlar að hafa af Íslandi … [Read more…]

Aðalfundur Attac á Íslandi

Attacsamtökin á Íslandi halda aðalfund sinn laugardaginn 26. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarhúsinu Brautarholti 4 kl. 15-17. Á aðalfundinum verður flutt skýrsla stjórnar, gjaldkeri gerir grein fyrir stöðunni og ný stjórn samtakanna verður kjörin. Önnur mál verða einnig á dagskrá. Stjórnin

Hvernig er hægt að breyta ríkjandi þjóðskipulagi kapítalismans?

I Kapítalisminn: Horft um öxl Attac hreyfingin starfar nú í yfir 40 löndum um allan heim. Samtökin vinna við að hugsa upp sterka sameiginlega valkosti við núverandi þjóðfélagsástand og skipuleggja aðgerðir og mótmæli gegn ríkjandi kerfi. Síðan Attac samtökin voru stofnuð í lok tíunda áratugarins hafa þau unnið gegn þeirri hugsun að valkostir við ríkjandi … [Read more…]

Spurningar frá Portúgal

Submitted by admin on Þri, 02/08/2011 – 10:28 Höfundur: Ýmsir Eftir að hafa horft á myndirnar “Maybe I should have” og “God bless Iceland” vöknuðu ýmsar spurningar meðal portúgalskra áhorfenda sem þeir setja fram í eftirfarandi myndbandi. Endilega svarið þessum spurningum og sendið okkur svör ykkar á attacis@gmail.com