Attac samtökin á Íslandi boða til opins borgarafundar um Magma-málið. Fundurinn verður haldinn í Iðnó og hefst kl. 20.00 miðvikudagskvöldið 28. júlí. Á fundinum verða framsögumenn og sérfræðingar í pallborði. Ráðherrar sem málið varðar verða einnig boðaðir á fundinn. Allir þeir sem láta sig málið varða eru á Facebook síðu hvattir til að koma á fundinn með fyrirspurnir og athugasemdir.
Attac samtökin á Íslandi voru stofnuð formlega þann 8. nóvember 2009. Upphaflegt stefnumið Attac var aðeins eitt, en það var að krefjast þess að svokallaður Tobin-skattur yrði lagður á gjaldeyrisbrask. Attac vinnur nú að fjölda málefna sem tengjast hnattvæðingu og neikvæðum afleiðingum fjárhagslegrar hnattvæðingar og einkavæðingar, en samtökin líta ekki á sig sem andstæðing hnattvæðingar. Þau gagnrýna hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar sem samtökin líta svo á að stýri efnahagslegri hnattvæðingu.
Attac er skammstöfun og stendur fyrir „Association pour la taxation des transactions financières pour l’aide aux citoyens“ sem er á ensku: Association for the Taxation of Financial Transactions for the Aid of Citizens, ATTAC