Sameiginleg yfirlýsing Evrópudeilda Attac um fjármálakreppuna og lýðræðislega valkosti.
„Afvopnum markaðina!“
Við stofnun Attac 1998 reis þessi krafa með fjármálahrunið í Asíu að bakgrunni. Síðan þá höfum við upplifað fleiri kreppur af völdum fjármálamarkaðanna: í Rússlandi, Brasilíu, Tyrklandi, Argentínu, „nýja-hagkerfis“bólan sem sprakk 2001.
Í dag eru auðugu löndin stödd í miðju kreppu sem er sú alvarlegasta síðan Kreppan mikla 1929. Hrunið á Wall Street í september 2008 markar endalok tímaskeiðs: kerfi fjármagnskapítalismans, sem knúið var áfram af sókninni í hámarksgróða, hrundi. Það eyddi sjálfu sér með eigin mótsetningum. Og nú ná eftirköstin til raunhagkerfisins. Samdráttur er hafinn í Bandaríkjunum og Evrópusambandið fylgir fast á eftir. Að lokum mun heimshagkerfið allt líða fyrir afleiðingarnar.