Bertolt Brecht

Af hverju var ekki samvinnan af hinu góða? ... Og hjálpin!

"Kreppan sýnir okkur hvert hömlulaus viðskipti og máttur markaðarins leiðir okkar ... Um þetta snerist í raun nýliðin loftslagsráðstefna í Kaupmannahöfn eða um það átti hún að snúast .... þótt enginn nefndi það sínu rétta nafni ... Við þurfum að koma á lýðræðislegu eftirliti með mörkuðum og alþjóðlegri samvinnu í stað þeirrar stórskaðlegu samkeppni sem ríkt hefur ... Á næstu misserum ætlum við að fá stjórnmála og embættismenn sem segja: Samvinna er af hinu góða ... því sá dagur kemur að maður réttir manni hjálparhönd ... Þess vegna er Jesús, afmælisbarn morgundagsins, með okkur í baráttunni, hann sem ruddist inn í kauphöllina og sagði víxlurunum til syndanna .... og er bróðir allra þeirra sem þjást á jörðinni ... og við munum kalla hann til vitnis á meðan við færum heiminn í betra horf ..."

Þannig komst rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson m.a. að orði í jólaávarpi sínu sem hann flutti á Ingólfstorgi í lok hinnar árlegu friðargöngu á Þorláksmessu í desember 2009.

Syndicate content