Þann 8. nóvember sl. var haldinn formlegur stofnfundur Attac á Íslandi. Fundurinn var haldinn í JL-húsinu, sal ReykjavíkurAkademíunnar, og sóttu hann um 50 manns. Á fundinum var kjörin stjórn samtakanna. Hana skipa: Árni Daníel Júlíusson, Bjarni Guðbjörnsson, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Guðlaugsson, Salvör Gissurardóttir, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Sólveig Jónsdóttir.
Varastjórn var einnig kosin. Hana skipa: Birgitta Jónsdóttir, Gunnar Skúli Ármansson, María Sigmundsdóttir, Ólafía Ragnarsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson og Þorvaldur Þorvaldsson.