AGS, Ályktanir, Alþjóðamál, Andófshreyfingar, Attac, Auðlindir, Evrópusambandið, Ísland, Fundir, Menning, Sagan, Ræður

Vestræn hernaðarstefna og við

syria_uprising_2013-03-08.png

Sýrland sem eitt af "öxulveldum hins illa"

Heitustu stríðsátök undanfarinna tveggja ára eru í Sýrlandi. Talið er að 100 þúsund manns séu dauðir í Sýrlandsstríðinu og 1-3 milljónir á flótta. Ásakanir eru nú settar fram um beitingu efnavopna í landinu auk sprengjutilræða og hermdaraðgerða, og áður hefur Obama sagt að einmitt beiting efnavopna sé það "rauða strik" sem - ef farið væri yfir - geti réttlætt íhlutun s.k.. "alþjóðasamfélags" í landið.

Ávarp Alter Summit ráðstefnunnar í Aþenu 7. og 8. júní 2013

Alter Summit ráðstefnan verður í Aþenu þann 7. og 8. júní 2013

Stefnuyfirlýsing almennings

Sameiginlegar og aðkallandi kröfur okkar um lýðræðislega, félagslega, vistvæna og femíníska Evrópu.

Endum niðurskurðinn, áður en niðurskurðurinn eyðileggur lýðræðið!

Evrópa stendur á bjargbrúninni og starir ofan í hyldýpið. Niðurskurðarstefnan ýtir almenningi í Evrópu útí fátækt, ógnar lýðræðinu og tætir í sundur velferðarkerfið. Neyðarástand ríkir í þeim löndum sem verst verða úti, á meðan vaxandi ójöfnuður eyðileggur samfélagið.

Hugleiðing í aðdraganda kosninga

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur

Andstaða við einkavæðingu og fjármálavæðingu samfélagsins er gríðarleg. Nýjasta dæmið er könnun Rúnars Vilhjálmssonar félagsfræðings, sem fjallað var um í fréttum RÚV 25. apríl. "Þegar litið er á heildina þá kemur í ljós að um 82% telja að heilbrigðisþjónustan eigi fyrst og fremst að vera rekin af hinu opinbera. Nú þegar spurt er um fjármögnun að þá vilja 94% hvorki meira né minna að hið opinbera verji meiru fé," segir Rúnar.

Veraldlegar skýringar á stríðsátökum

Georges Corm

Vatnaskil urðu. Áður fordæmdu Vesturlönd undiróðursstarfsemi kommúnista undir handarjaðri Moskvu og þeir í austurvegi lofuðu og prísuðu stéttabaráttuna og baráttuna gegn heimsvaldastefnunni. Í dag er aðeins talað um baráttu trúarhópa, þjóðernishópa og jafnvel ættbálka. Þessi nýi skýringarmáti öðlaðist aukið vægi eftir að bandaríski stjórnmálafræðingurinn Samuel Huntington setti fram, fyrir tuttugu árum síðan, kenningu sína um "átök menningarheima", þar sem hann hélt þvi fram að orsök flestra stríðsátaka væri að leita í ólíkum menningarlegum, trúarlegum og siðfræðilegum gildum.

Okkar lausn fyrir Evrópu.

Alexis Tsipras.jpg

Í febrúar 1953 var Sambandsríkið Þýskaland (RFA) að sligast undan skuldum sínum og hætta var á að það drægi öll lönd Evrópu með sér í fallinu. Lánadrottnarnir - Grikkland þeirra á meðal - sem óttuðust um hag sinn komust að niðurstöðu sem kom engum á óvart nema frjálshyggjumönnum: "innri gengisfelling", þ.e. lækkun launa, tryggir ekki endurgreiðslu skuldanna, heldur þvert á móti.

Attac Iceland is greatly pleased with the results of the EFTA court concerning the Icesave dispute

Attac

Attac Iceland is greatly pleased with the results of the EFTA court concerning the Icesave dispute between Iceland on the one hand, and the European Union, United Kingdom and the Netherlands on the other. Already in 2009, there was widespread resistance in Iceland against the socialization of the losses of private banks. This resistance led to the two Icelandic national referendums on the Icesave agreements, which were both rejected.

Attac á Íslandi fagnar dómi EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu

Attac

Íslandsdeild Attac lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu EFTA-dómstólsins í deilumáli Íslendinga annars vegar og Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins hins vegar. Stefnubreyting alþjóðastofnana í þessu máli er fyrst og fremst til komin vegna einbeittrar og öflugrar fjöldabaráttu á Íslandi. Þegar sumarið 2009 vaknaði kröftug andspyrna gegn því að almenningur væri látinn greiða skuldir gjaldþrota einkabanka. Sú andspyrna leiddi til þess að Íslendingar fengu að greiða atkvæði um tvo samninga við Breta og Hollendinga um Icesave, og höfnuðu báðum.

"Herskáir íslamistar" sem tannhjól í gangverki heimsvaldasinna

LIFGSpringBoarding_1.jpg 595 x 380.jpg

Ég get ekki fullyrt að gíslatakan í Alsír hafi verið atburðarás nákvæmlega skipulögð af vestrænum leyniþjónustum. En ég fullyrði að hún hafi verið PÖNTUÐ og UNDIRBYGGÐ með kostgæfni af vestrænum leyniþjónustum.

Nýlendan Ísland?

Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÁrni Daníel Júlíusson sagnfræðingurÍ byrjun árs árið 2009, rétt eftir að mótmæli almennings höfðu fellt stjórn Geirs Haarde úr sessi, voru fimm greinar ritaðar um Ísland sem nýlendu í sögulegu samhengi. Þær voru ætlaðar til birtingar í Dagblaðinu Nei. en ekki varð af því að þær birtust þar af einhverjum orsökum, sem ég man ekki nú.

Greinarnar voru hugsaðar sem innlegg í umræðuna um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna út frá sjónarhóli sagnfræðinnar. Staða Íslands í samfélagi þjóðanna var þá ofarlega á baugi vegna hrunsins og þáttar alþjóðavæðingarinnar í henni. Var Ísland á leið í einhvers konar nýlendustöðu vegna hrunsins? Yrði Ísland skuldanýlenda alþjóðlega fjármálakerfisins? Íslenskur almenningur, ýmsir stjórnmálamenn - sérstaklega Ögmundur Jónasson, fylgismenn hans og fleiri - höfnuðu því á árunum 2009-2011 að svo yrði, með baráttunni gegn stefnu ríkisstjórnar Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur í Icesave-málinu. Greinarnar voru skrifaðar áður en þetta kom á daginn, en þau viðhorf sem þar koma fram eru fullgild eftir sem áður.

Íhlutunarstefna í nafni mannúðar?

young_village_people_us_nato_bombing.jpe

Síðan á tíunda áratug síðustu aldar og sérstaklega síðan í Kósóvó stríðinu 1999, mætir hver sá sem stendur gegn vopnaðri íhlutun Vesturveldanna og NATÓ því sem kalla mætti anti-anti war vinstrinu (þar með töldum þeim sem eru lengst til vinstri á pólitíska rófinu). Í Evrópu og sérstaklega í Frakklandi er þessi hópur vinstrimanna settur saman úr meginstraums sósíaldemókrötum, grænu flokkunum og stærstum hluta hins róttæka vinstris.

Syndicate content