Ólafur Páll Jónsson

Hin forherta heimska

Íbúar jarðar standa frammi fyrir þeirri ógn að loftslag jarðarinnar er að breytast og mun halda áfram að breytast og ef ekki verður gripið hressilega í taumana þá mun það valda meiri hörmungum en við höfum áður séð. Og höfum við þó séð ýmislegt. Fólk mun ekki bara missa vinnuna og kannski húsin sín, eins og við þekkjum úr okkar stundlegu kreppu, það mun missa sjálf heimkynnin. Kannski sökkva þau í sæ, kannski breytast þau í eyðimörk, kannski verða þau vígvöllur.

Syndicate content