Hugmyndagrunnur - lagt fram á stofnfundi 8. nóvember 2009

Allt frá þvi Attac hreyfingin var stofnuð í Frakklandi 1998 með fjármálakreppuna í Asíu að bakgrunni varaði hún við ofvexti fjármálakerfisins, sem með hnattvæðingu sinni hafði aukið mjög á efnahagslegann óstöðugleika og félagslegt ójafnrétti. Takmarkalaust frelsi fjármagnsins hafði skert fullveldi ríkja og þrengt að valkostum almennings og lýðræðislegum stofnunum hans, sem báru ábyrgð á almannaheill. Í þeirra stað var komin rökvísi spákaupmennskunnar sem lýtur einungis hagsmunum fjölþjóðlegu fyrirtækjanna, fjármagnseigendanna og fjármagnsmarkaðanna.

Drottnun fjármálageirans yfir raunhagkerfinu hófst með tilkomu fljótandi gengis helstu gjaldmiðla 1973. Samtímis var aflagt allt eftirlit með flæði fjármagnsins, frelsi fjármagnsmarkaðanna var aukið jafnt og þétt, reglugerðum og eftirliti aflétt. Síðan þá hafa fjármálastofnanirnar og kerfið sem þær settu á fót þanist út. Og umfang fjármagnsviðskiptana, skuldasöfnunin og gróðasóknin gengu í sama takt. Fjármálamarkaðarnir urðu miðja og drifkraftur hnattvæðingar nýfrjálshyggjunnar.

Fram til þessa þjónuðu fjármagnsmarkaðarnir raunhagkerfinu, en nú var þessu sambandi snúið á haus. Þegar forgangurinn var settur á hagsmuni fjármagnsins miðaði efnahagslífið að því einu að skapa gróða á fjármagnsmörkuðunum. Fjármagnsgerningar voru fundnir upp í þeim eina tilgangi að skapa skammtímagróða þar. Raunveruleg verðmætasköpun vék fyrir hagvaxtarbólunum sem voru drifkraftur þeirra.

Rökvísi og hreyfiafl hámarksgróðans strax, greypti sig í alla afkima efnahagslífsins og samfélagsins. Nýfrjálshyggjan náði algerum hugmyndafræðilegum yfirráðum og beittu fyrir sig alþjóðlegu fjármálastofnununum, Alþjóðagjaldeyrissjóðinum (AGS), Heimsbankanum (WB), Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) og Alþjóðlegu viðskiptastofnunina WTO). Þessar fjórar stofnanir töluðu einum rómi – sem endurómaði í flestum helstu fjölmiðlunum – og lofsungu kosti markaðarins og gerðust ráðgjafar ríkisstjórna um umbætur til að bæta samkeppnisstöðuna. Allar breytingar fjármagnseigendum í hag voru kynntar sem nauðsynleg skref í nútímavæðingu efnahagslífsins, sem náttúrulögmál, og eina hlutverk ríkisstjórna væri að bæta samkeppnisstöðuna. En þessi nútímavæðing var í raun barátta um völdin, barátta fjármagnseigenda við almenning og kjörna fulltrúum hans um hver réði örlögum hans.

Hnattvæðing fjármagnsins skapaði samkeppni um heim allan, ekki bara milli fjölþjóðlegra fyrirtækja, heldur milli ríkja og félagslegs og efnahagslegs umhverfis innan þeirra, milli launafólks ólíkra heimshluta. Með því að skapa valdaafstæður hliðhollar atvinnurekendum á kostnað launafólks, hefur þetta alræði fjármagnsins leitt til vaxandi ójafnréttis, lækkandi viðmiða (staðla) í félags- og umhverfismálum, versnandi vinnuumhverfis og einkavæðingu frumgæða og opinberrar þjónustu.

Algert frelsi fyrir flæði fjármagnsins, skattaparadísir og sprenging í viðskiptum spákaupmanna rak ríkin inn á tryllta braut stórfjárfestum í hag. Tíðni fjármálakreppa jókst jafnt og þétt og náði hápunki 2007-2008. Síðustu árin fyrir hrunið var höndlað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum með pappíra og afleiður á hverjum degi sem voru þrítugföld viðskiptin í raunhagkerfinu og nú þekkjum við raunverulegar afleiðingar þess. Slík þróun hefur í för með sér samfellda tekjuaukningu fjármagnseigendum til handa á kostnað vinnulauna, jók á hverfulleika tilverunnar og útbreyðslu fátæktarinnar.

Félagslegar afleiðingar þessarar þróunar komu fyrst í þróunarlöndunum, löndunum í suðri og Austur Evrópu því þau urðu fyrst fyrir barðinu á fjármálakreppunum og voru settar undir skilyrði aðlögunaráætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Endurgreiðsla skulda hins opinbera skuldbatt ríkisstjórnir þeirra til að skera niður eins og hægt var framlög til félagslegrar þjónustu og dæmdi samfélögin til vanþróunar; hávaxtastefna sitt af mörkum til að eyðileggja innlend fyrirtæki; þau voru hvött til til hömlulausrar einkavæðingar og sala ríkisfyrirtækja margfaldast til að losa um fé til að fullnægja kröfum fjárfestanna.Alls staðar var félagslegum ávinningum ógnað. Þar sem eftirlaunakerfi var til staðar voru launþegar hvattir til að skipta þeim út fyrir lífeyrissjóðakerfi til að gera framtíðarhag þeirra háðan áframhaldandi útþenslu fjármálageirans og sannfæra borgarana um að samstaða milli þjóða, milli fólks og kynslóða væri úrelt.

Þó ríkisstjórnum vesturlanda hafa tekist að forða algeru hruni fjármálamarkaðanna haustið 2008 með neyðarúrræðum, með því að þjóðnýta tap fjármálafyrirtækjanna þá eru neyðarúrræði ekki útgönguleiðin úr kreppunni sem nú gengur yfir allt efnahagslíf heimsins. Það er allt heila fjármálakerfið í nýfrjálshyggjumynd sinni sem reyndist efnahagslega skaðlegt, duglítið til raunverulegrar verðmætasköpunar og hættulegt jafnréttinu, almennri velferð og lýðræðinu. Þess vegna verður að gera róttækar kerfisbreytingar. Og helsta markmið okkar á að vera að brjóta undirstöður nýfrjálshyggjunnar.Kreppan sýnir okkur eyðandi afleiðingar hömlulausra markaða og viðskipta. Lýðræðislegt eftirlit með þeim er því nauðsynlegt, sem og alþjóðleg samvinna fremur en stórskaðleg samkeppni milli þjóða og öll viðskipti verða að hafa sjálfbæra þróun og virðingu fyrir mannréttindum allra kynslóða í forgangi.

G20 ríki vilja nú, sem fyrr, halda um stjórnartaumana og hafa ákveðið að setja AGS á oddinn í endurreisn fjármálakerfi heimsins í sem næst óbreyttri mynd, því þar ráða þau ríkjum og Bandaríkin ein sér hafa neitunarvald á allar ákvarðanir hans.En leiðin út úr kreppunni krefst alþjóðlegrar samvinnu, líka þeirra þjóða sem voru frekar fórnarlömb nýfrjálshyggjunnar en gerendur á alþjóðlega fjármálamarkaðnum.

Leiðin út úrkreppunni kallar á aukna alþjóðlega samvinnu. Það verður að setja frjálsum viðskiptum og frjálsu flæði fjármagnsins skorður. Nýir alþjóðlegir viðskiptasamningar verða að hafa ný markmið að leiðarljósi – efnahagslegan stöðugleika, efnahagslegt réttlæti, félagslegan jöfnuð – fremur en frjálst flæði auðmagns, varnings og þjónustu. Slíkir samningar mega ekki stefna í voða félagslegum réttindum og sögulegum ávinningum launafólks, heldur, þvert á móti, verða þeir að hygla alþjóðlegri samstöðu á kostnað samkeppninnar. Eina alþjóðlega stofnunin sem getur leitt slíka samvinnu eru Sameinuðu þjóðirnar. Þær einar geta kallað saman þjóðir heims til að setja saman nýtt regluverk um fjármálakerfið og breyta stefnu þess.

Styrkja verður eftirlit þjóða með fjármagnsmörkuðum og alþjóðlega samvinnu milli eftirlitsstofnana og þeirra sem setja reglurnar fyrir það, og láta þær einnig ná til félagslegra þarfa. Það verður að tryggja þátttöku verkalýðsfélaga, neytendasamtaka og annarra hlutaðeigandi aðila við að setja þetta regluverk.

Til að hrinda í framkvæmd raunverulegum breytingum verður að byrja á því að rjúfa forræði fjármagnsmarkaðanna yfir raunhagkerfinu. Hér koma nokkrar tillögur sem geta lagt því markmiði lið:

 • Skattleggja verður öll fjármagnsviðskipti til að draga úr spákaupmennskunni, hægja á markaðnum og draga úr þeirri freistingu að hugsa til skamms tíma. Slík skattlagning fjármagns stuðlar um leið að viðskiptum, framleiðslu og neyslu í anda jafnræðis og sjálfbærni. Hún felur í sér fjölþjóðlegan skatt á öll viðskipti með gjaldmiðla og letur þannig spákaupmennsku til skamms tíma. Og einstakar ríkisstjórnir verða að setja einhliða á viðeigandi skatt á viðskipti í kauphöll hverrar þjóðar til að stöðva spákaupmennskuna. Þessa upphæð má nota til að berjast gegn öllu ójafnrétti, einnig ójafnrétti milli kynja, til að útbreyða menntun og opinbera heilsugæslu í fátæku löndunum, og til að koma á matvælaöryggi og varanlegri þróun
 • Banna verður risavaxin fjármálafyrirtæki sem ekki ráða við að stýra mögulegri áhættu og eru of stór eða víðfeðm til að senda í gjaldþrot.
 • Leggja verður á stighækkandi fjármagnstekjuskatt.
 • tryggja verður réttláta tekjuskiptingu: sá virðisauki sem gengur til vinnandi fólks (laun, vinnutími, velferðarmál, félagslegar þarfir, o.s.frv.) má aldrei vera minni en framleiðsluaukningin. Auk þess verður að gæta að réttlátri dreifingu vinnunnar.
 • Einkavæðingu félagslega kerfisins, almannaþjónustunnar og helstu grunnstoðanna, eins og orku,og auðlynda verður að stöðva og það sem þegar hefur verið einkavætt verður aftur að komast í eigu samfélagsins.
 • Matsfyrirtækin verða að vera opinber, sjálfstæð fyrirtæki sem meta áhrif fjármálaviðskipta á samfélagið.
 • Afnema bankaleynd
 • Banna viðskipti banka í og við skattaparadísir
 • Stefna atvinnulýðræði gegn alræði hluthafanna: launþegar eiga að hafa sitt að segja um rekstur fyrirtækjanna.
 • Almannaþjónusta á ekki að lúta lögum og reglum um samkeppni
 • Sporna við alþjóðlegri spákaupmennsku, og hún verði alfarið bönnuð með nauðþurftir, t.d. matvæli og orku
 • skattleggja allar fjármagnstekjur
 • hefja almanntryggingarkerfið til vegs og virðingar á ný og hindra almenna útbreyðslu lífeyrissjóðanna,
 • stuðla að gagnsæi í erlendum fjárfestingum í þróunarríkjunum,
 • koma á laga- og reglugerðarumhverfi fyrir bankastarfsemina sem ekki er andhverf hagsmunum neytenda og borgurunum (almennir starfsmenn bankanna geta hér leikið mikilvægt hlutverk með því að hafa eftirlit með þessum aðgerðum),
 • styðja kröfurnar um afnám opinberra skulda þróunarríkjanna og nota það fé sem þannig verður til ráðstöfunar til hagsbóta íbúunum og varanlegri þróu.