Fundur grasrótarinnar með AGS í Seðlabankanum 10. mars 2009

Fundinn sátu Árni Daníel Júlíusson og Eva Hauksdóttir af hálfu grasrótarinnar, Mark Flanagan og tveir aðrir fulltrúar af hálfu AGS og Lilja Alfreðsdóttir af hálfu Seðlabankans. Mark Flanagan hafði langmest orð fyrir AGS-nefndinni.

Það var Samstaða, bandalag grasrótarhópa sem bað um fundinn og undirbjó hann af hálfu grasrótarinnar.

Fundurinn hófst á því að allir gerðu grein fyrir sér. Því næst hófust viðræður. Grasrótin spurði og AGS svaraði. Þessi skýrsla byggir á minnispunktum sem fulltrúar grasrótarinnar tóku á fundinum.

Fyrsta spurningin var hvað skuldar Ísland? (In the opinion of IMF, how much does Iceland owe?)

Engin veit nákvæma tölu, ekki hefur verið gengið frá öllum bókhaldsatriðum varðandi hrunið. Þó er hægt að gera sér grein fyrir stóru dráttunum. Séu skuldir bankanna dregnar frá skuldar landið 24 milljarða dollara (20 milljarðar evrur). Þetta er miðað við skuldir landsmanna við útlendinga árið 2008 (ekki kom fram hvenær árs 2008). Skuldin er 240% af landsframleiðslu. Upphaflegar skuldir landsins við hrun voru ellefu sinnum hærri en árleg landsframleiðsla, en gjaldþrot bankanna þurrkuðu út megnið af því (líklega um 75% af heildinni). 95% af því tapi fellur á lánveitendur erlendis.

Hvernig eru þær skuldir reiknaðar? (How is this figure found out?)

Þetta er byggt á gagnagrunni Seðlabanka Íslands. Allar þær tölur eru gefnar út opinberlega.

Hvernig reiknar AGS með að ætti að borga þetta? (How does IMF think this should be paid? Can it be paid?)

Heildarskuldin er 24 milljarðar dollara. Frá því dragast skuldir nokkurra félaga sem eru í gjaldþroti. Skuld ríkisins (public sector) er 10 milljarðar dollara, 80-90% af GDP. Þessar skuldir munu verða greiddar af Íslendingum, hluti af skattfé verður notað til að greiða hana og þetta mun leiða til verulegs samdráttar í ríkisútgjöldum. Á því er enginn vafi. Hættan er sú að ef reynt er að afla fjár með því að skattleggja fjármagn mikið og setja upp tollmúra þá muni bresta á fjármagnsflótti, smygl muni aukast og annað í þeim dúr.

Hvað gerist ef Ísland getur ekki borgað? (What happens if Iceland is unable to pay?)

Ísland getur borgað þessa skuld, við teljum að áætlun AGS muni ganga upp. Við erum hér til að tryggja að áætlunin gangi eftir. Við munum t.d. styðja einkavæðingu, hjálpi hún til við að greiða skuldir, svo sem einkavæðingu OR og annarra orkufyrirtækja, en allt verður þá að vera mjög gegnsætt, engin einkavinavæðing og allt uppi á borðinu.

Engin skilyrði („adjustment conditions“) voru upphaflega fyrir láni AGS til Íslands, en þau skilyrði verða sett á næstu níu mánuðum, sennilega í sumar. Vandamálið er nú að ríkissjóður er rekinn með halla vegna kreppunnar, nú er hallinn 14% af GDP. Kreppan hefur leitt til þess að skatttekjur ríkissjóðs hafa lækkað mjög. Eins og áður segir þá er ekki um að ræða að Ísland muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar sem lánið hefur í för með sér.

Engin veð eru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulega til að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja ykkur ef illa gengur.

Íslendingar vilja standa vörð um velferðarkerfið sem hefur verið byggt upp og greitt með sköttum almennings og hafna því að framlög til velferðarmála verði skorin niður svo greiða megi skuldir fjárglæframanna. (The Icelandic public feel that the welfare system - that has been built up and paid for by our taxes must be protected - and cuts in the welfare system can not be justified by what has happened as a result of failed and immoral business practises by bankers and businessmen.)

Við erum ekki sérfræðingar á sviði velferðarkerfisins, hvorki á sviði menntamála, heilbrigðiskerfis né almannatrygginga. Aðrar alþjóðastofnanir svo sem OECD verða að koma hér að með ráðgjöf. Okkar hlið snýr einungis að efnahagsmálum. Við munum því ekki taka neina afstöðu til þess hvort þessi kerfi verða einkavædd. Við munum heldur ekki þvinga Íslendinga til að selja ríkisfyrirtæki en við munu styðja tillögur um slíkt ef okkur líst vel á þær.

Er fulltrúi AGS sammála því að bankahrunið geti hafa orðið vegna fjármálasvikamyllu? (Does it appear to the IMF representative that the bank collapse was caused by what amounts to financial pyramid scheme, an illegal operation?)

Erfitt er að segja um það. Hrunið á Íslandi er alls ekki einstakt, fjármálakerfi fleiri landa er að hrynja í þessum töluðum orðum. Það þarf að rannsaka hrunið, en hrunið var löglegt svo að segja, regluverkið var mjög opið og leyfði þann möguleika að safna miklum skuldum án raunverulegra trygginga sem síðan leiddi til hrunsins.

Að sjálfsögðu mun fara fram rannsókn en peningarnir munu ekki fást greiddir til baka. Einnig hefur AGS áhuga á að taka á málum skattaskjóla, sem eru vandamál í alþjóðlega fjármálakerfinu.

(Fulltrúar AGS taka því undir það sjónarmið að menn sem hafa steypt þjóðinni í skuldir með blekkingum, eigi að sæta ábyrgð. Þeir taka þó fram að þrátt fyrir ósiðlegar aðferðir hafi auðmenn haft lagaheimildir fyrir mörgum afreka sinna og telja að það verði mjög erfitt að endurheimta féð.)

Hvað gerist ef við (Íslendingar) borgum ekki þessar skuldir? Annað hvort getum það ekki eða viljum það ekki? (What if we dont pay. What will you do?)

Við höfum ekki hugleitt það mál.

Treystið þið ekki ríkisstjórninni? Hvaða tryggingar hafið þið fyrir því að lánið verði greitt til baka (Don´t you trust the government? What is the collateral?)

Það eru engar tryggingar þegar AGS veitir ríkjum lán. Við munum ekki segja fyrir um hvernig á að haga fjármálum landsins til þess að afla fjár til skuldagreiðslna. Við munum segja já þegar fram koma hugmyndir sem okkur líkar, en við tökum í raun enga ábyrgð á því. Það gerir ríkisstjórnin.

Sendinefnd grasrótarinnar lagði fram eftirfarandi yfirlýsingu á fundinum.

Íslenskur almenningur ætlar ekki að greiða skuldir auðmanna, ekki að sjá á eftir auðlindum eða fyrirtækjum í útlenda eigu, ekki að horfa upp á niðurskurð í velferðarkerfi eða öðru. Við lítum á okkur sem fulltrúa almennings, sem ekki ætlar að sætta sig við neitt af þessu. (The Icelandic common people will not pay the debts amassed by bankers and business men, they will not tolerate that the resources of the country are sold abroad, not tolerate cuts in the welfare system. We see ourselves as representatives of the common people who will not tolerate any of this.)

Viðbrögð AGS-nefndarinnar við yfirlýsingunni voru þau að í það væri í lagi að hækka skatta og halda velferðarkerfinu. Það yrði að vera ákvörðun ríkisstjórnar á hverjum tíma, AGS skiptir sér ekki af því.

Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa ráðstöfunarrétt yfir auðlindum sínum. AGS hefur aldrei farið illa með fátæk ríki eða neytt þau til að gefa frá sér ríkisfyrirtæki, einkavæða velferðarkerfið eða sölsað undir sig auðlindir þeirra. Þar sem þetta hefur gerst hafa það verið ríkisstjórnir viðkomandi landa sem hafa ákveðið að fara þá leið, án nokkurra skilyrða frá sjóðnum.

Samstöðu var síðan boðið að hafa reglulega samband við fulltrúa AGS á Íslandi, og að hitta sendinefndina á ný þegar hún kemur aftur að þremur mánuðum liðnum.