Kæru félagar!
Í ljóðabókinni Nei eftir Ara Jósefsson er ljóð, sem orðið hefur nokkuð fleygt, en Ari lést af slysförum árið 1964, aðeins 25 ára gamall. Ljóðið heitir Stríð og hljómar svona í öllum sínum einfaldleik og nakta sannleik.
Einar flytur ræðu sína
Undarlegir eru menn
sem ráða fyrir þjóðum.
Þeir berjast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið
Yfirstéttin er vel skipulögð .... Sér til fulltingis hefur hún stofnanir einsog Heimsbankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið. En við sem eigum ekkert föðuland nema jörðina og enga hugsjón nema lífið, eigum ekki mörg alþjóðasamtök og erum satt best að segja freka illa skipulögð. Á miðað við valdhafana.